Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1954, Blaðsíða 19

Heimilisblaðið - 01.01.1954, Blaðsíða 19
hans og gagntók allan lík- atlla hans og meðvitund. ' Það er illt, að þú skulir *"aka svona mikið út af sjósótt- tl„t11’ Andrés, sagði Jóhann ”ábóti“( er var a næstu þóftu 1 bá félaga, Þórarin og And- es' Jóhann var allmikill mað- vexti, stórfelldur í andliti,en auð af sér góðan þokka. Hann alaði aldrei Ijótt orð, á hverju ^ern gekk, góður á sjónum, ^Ur en drjúgur í heyskapn- i ’ Var stundum við öl, færi n, bókh; atltl í kaupstaðinn, nokkuð anýsinn, kominn um fer- en jja£gj aldrei kvænzt. artltíðarmenn hans gáfu hon- . abótanafnið fyrir fremur v rðalegt útlit, ráðvendni, orð- ^etldni, einlífi og bókhneigð j.atlS' Ábótanafnið fannst þeim ‘ Sa 'lóhanni bezt. Höfðu ekki ni,nkar skrifað upp allar sögurnar okkar og hver 6lt bvað? ~~~ í>ú ættir bara að leggja fyrir, bætti Jóhann við. k upp þína ár stundar- a^rtl’ -^órarinn. Ég skal reyna taka betur í um stund. engurinn getur þetta ekki, QU nann er svona veikur. ^ . ftdrés reyndi enn að hanga j^ariílni, en varð svo yfirkom- af veikinni, sem talin er ’’næst jóðsótt", að hann j Ur hneig en lagðist niður aði^Urrúmið. Jóhann bjástr- °num lítið eitt til, svo bet- ar fa> ■ j. ., ri Um hann, tók svo með °^U afli á árinni. ko ^Vaða helvítis læti eru 1 þfg’ Jóhann? sagði ,r*, ”Svarti“, sem reri á móti °hanni. ^ phann kímdi í kampinn. ba yddu ekki orðunum, taktu a betur í, karlinn. Ht:,M>LlSBLAÐIÐ Svo þögðu þeir og reru um stund. — Hún er afleit, sjó- sóttin. Ég hafði hana fyrst, þeg- ar ég var strákur. Andrés grey- ið er slæmur, þarna í hnút í austurrúminu, sagði Þórir, sem gerði sín átök gild á móti Jó- hanni. , — Hann er þá ennþá hérna, hann Þjóðólfur, sagði Bjarni á Gili, í því þeir fóru fram hjá stórum steini, er stóð einn sér upp úr hafinu. — Já, og þakinn skörfum og skarfadrit, svo sem Þuríður sundafyllir sagði fyrir um, sagði Reginald í Seilu, bæði í gamni og alvöru. — Það má nú segja, að hann sé þakinn skörfum og skarfa- drit, sagði Jakob í Dal og tog- aði fastan á árinni. — Já, hann er ekki horfinn, svo við eigupi eftir að slóra eitthvað enn í henni veröld, sagði Elías á Mýrum. — Hann hefur nú lækkað nokkuð samt, síðan ég fór hér fyrst um, sagði Þórir. — 0, ég býst nú við, að hann sökkvi einhvern tíma í sjó, og þá á nú að vera úti um mann, sagði Jón á Gili. — Hvað ætli verði úti um mann fyrir því, þótt steinninn sá arna sökkvi í sjóinn? Það er sú rammasta hjátrú, sem nokkrum hefur dottið í hug, að steinninn sá arna sé maður í álögum, sagði Reginald í Seilu. — Það er ekki ólíklegt, að steinninn sá arna hafi aldrei verið neitt nema steinn. Hinu gæti ég trúað, að það vissi ekki á gott veður, að skarf- arnir hrúga sér svona saman á honum, sagði Jakob í Dal. Samtalið féll niður við það, að Andrés reis upp og tók að kasta upp. Er Andrés hafði nú verið forfallaður lengri stund en ætla mætti eðli- legt, kallaði Isólfur til þeirra: — Hvað gengur að þarna? Hví eru þeir Andrés og Þórarinn ekki undir árum? — Andrés er svo sjóveikur, að hann getur ekki róið, sagði Jakob í Dal. I sömu svifum leggur Hergill í Seilu upp árina, stekkur upp hart og títt, þrífur austurtrog, dýfir í sjóinn og lætur svo und- ir uppsölu piltsins. — Hér! Ég skipa þér að drekka þetta, sagði Hergill og hélt austurtroginu með blöndu af uppsölu og sjó að vörum piltsins Andrésar. Andrés ranghvolfdi augun- um biðjandi og fórnaði hönd- um sér til vamar, til þess að ýta þessu frá sér. En Hergill var handfljótur. Hann tók annari hendi undir hnakkagróf drengsins og kippti höfðinu aftur á bak, spyrnti líkama sínum gegn líkama Andrésar og hellti úr austurtroginu ofan í hann. Andrés gaf frá sér gurgl- andi, veinandi hljóð, en ekkert dugði, því blandan af sjó og uppsölu rann svo ört úr trog- inu og upp í hann, að hann mátti til að renna niður, til þess að kafna ekki. — Þetta læknar þig, dreng- ur minn, sagði Þórir svarti. Hann var gríðarstór maður með stórt, hnöttótt höfuð, svart, liðað hár og svart skegg, og drifhvítan, stóran tanngarð, sem alltaf skein meira og minna í. — Það er nú hálf leiðinlegt að taka þetta, muldraði Bjarni á Gili. [15]

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.