Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1956, Síða 8

Heimilisblaðið - 01.03.1956, Síða 8
negrana og horfðu á þá eins og einhver undra- dýr. Harchuf hafði tekið með sér túlk, og nú hófust samræðurnar. „Við erum komnir í friðsamlegum erinda- gerðum,“ sagði Harchuf. „Við ætlum að færa Irgu, höfðingja ykkar, margar fallegar gjafir, axir, málminn, sem glansar, og fallega skart- gripi fyrir konur hans og hina hraustu her- menn hans. Vald okkar er mikið, guðir okkar fylgja okkur og leiða okkur þangað sem við viljum, en við erum komnir til að tengjast vin- áttuböndum við Irgu, höfðingja ykkar.“ Einn negranna, foringi þeirra, lagði höndina á brjóst sér og sneri sér að túlknum. „Fyrst þið ætlið ekki að spilla friði búsmala okkar og komið með gjafir, þá komið með mér. Hinn mikli höfðingi Irgu veit um ferð ykkar. Hann bíður ykkar.“ „Hvar?“ „I krókódílavíkinni.“ Þegar þeir höfðu farið enn eina dagleið, komu þeir til aðsetursstaðar negranna. Irgu, höfðingi Wawatkynflokksins, tók á móti leiðangursmönnum á samkomutorginu, sem lagt var troðnum leir, í litla þorpinu. Hann var grindhoraður, gamall og ótrúlega hár vexti, með þykkan, járngráan hárflóka á hrukkóttu höfðinu. Harchuf lyfti hendinni í kveðjuskyni. „Herra minn, hinn goðborni Faraó, sonur sól- arguðsins og drottnari heimsins, hefur sent mig til þín, höfðingi, svo að ljós vináttu hans megi einnig varpa birtu yfir land þitt. „Kemur þú með gjafir til mín?“ spurði Irgu þurrlega. „Marga dýrgripi, sem þú hefur aldrei áður séð,“ sagði Harchuf brosandi. „Það er gott. Þá ert þú vinur minn.“ Þetta varð óvenjulegur og mjög þreytandi dagur fyrir Egyptana. Irgu hafði um sig líf- vörð tiginna Wawathermanna, unga og fagur- lega byggða menn, sem sýndu gestunum hern- aðarleiki sína. Egyptarnir horfðu hreyfingar- lausir á þá, eins og Harchuf hafði brýnt fyrir þeim. Á engu andliti sást votta fyrir undnm. Eldtöframir. Um kvöldið endurgalt höfðinginn heimsókn Harchufs. Hann gekk inn í viðhafnartjald furst ans í fylgd þriggja elztu manna flokksins. „Gjafir þínar hafa glatt hjarta mitt,‘ sa® Irgu. „Hvað á ég að gefa þér í staðinn? Þetta upphaf samræðnanna var alveg og Harchuf hafði helzt óskað. Það var nai^1 tímasparnaður fyrir hann. „Hinn mikli heira okkar, hinn tigni Faraó, þarf trjávið, naik1^1 trjávið, til þess að byggja fleka, sem hann 86 ar að nota til að flytja stein niður gegnun Nílarhliðið.“ „Ég hef trjávið, en enga menn,“ sagði Ir^ með gætni. „Þú ert hinn mikli höfðingi Wawatmann® Menn þínir eru eins margir og nautgripirn1^ í hjörðum þínum. Þig munar ekkert urn láta flytja trjáviðinn niður að fljótinu.“ Irgu gekkst upp við smjaðrið og brosti- glampaði á augu hans í daufu Ijósi lamPanS' sem stóð á milli þeirra. Lampinn var falleg smíð. Hann var gerf,U_ drifnum kopar, með flata, gljáfægða ur hlíf og sterkan ullarkveik, sem hægt var ^ hækka og lækka, eftir því sem þurfti að a eða minnka ljósið. „Þetta er lampi,“ sagði Harchuf, lejm^3f dómsfullur á svip, „með miklum eldtöfrUJfl Slíkt eiga ekki aðrir en höfðingjar EgJ'P^’ • r ' ggíl* lands. Það er bundinn eldur í honum. t>a, á hann, hefur vald yfir ljósinu. Sjáðu!“ Hann hækkaði kveikinn, og um leið aði birta umhverfis þá. Gljáfægða málmhl1 endurvarpaði ljósinu og jók birtuna. Irgu ofbirtu í augun og lokaði þeim. „Þessa töfra vildi ég kunna,“ tautaði han „Og mennirnir ?“ spurði Harchuf speuntu „Þú færð þá.“ Sex vikum síðar sáu hermennirnir og,vel fluð' mennirnir við steinnámurnar fyrir ofan að irnar sjón, sem vakti undrun þeirra, ÞV1 annað eins höfðu þeir aldrei séð. Níl var 1 ve Vifll og á óhreinum, hægfara bylgjum sínum ,fnar ið vr hún risastóra viðarfleka. Brúnir trjásto náðu bakkanna á milli. Hver flekinn var annan, og voru þeir bundnir saman með re^ köðlum. Aftur og fram um rennvota fleK voru svartir menn á erli, stórvaxnir negr3^ sem stýrðu hinum dýrmæta farmi að landi1110 ótrúlegri leikni. HEIMILISBLAÐIÐ 52

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.