Heimilisblaðið - 01.03.1956, Síða 21
aglapokann, spennti á sig sveðjuna sína og
j-ólti áleiðis að kofanum hans Júans Aría.
°kkrir aðdáendur hans á barnsaldri fylgdu
k°num eftir.
Burt með ykkur! skipaði Pepe.
Börnin námu staðar um stund, en komu síð-
an 1 humátt á eftir honum, þangað til hann kom
a staðinn, þar sem geiturnar hans Júans Aría
°tðu verið um nóttina. Hann virti fyrir sér
nykið á jörðinni og sá þar -förin eftir hina stóru
tur jagúarsins. Þetta hafði verið geysistórt
balt á hægra framfæti. Ef til vill hafði hann
stungið sig í fótinn á þyrni, eða þá hann hafði
S£erzt í bardaga við annan jagúar.
Bepe var fljótur að finna staðinn, þar sem
^gúarinn hafði stokkið út yfir þyrnigerðið.
ann hafði ekki brotið nema örfáa þyma, þar
S6ni hann stökk yfir, þótt hann bæri sextíu
^Unda geit í kjaftinum.
Bepe leit ekki um öxl, en þrátt fyrir það
VlSsi hann, að þorpsbúarnir horfðu á hann, og
ann vissi líka, að augnaráð þeirra bar vott um
vuðingu þeirra fyrir honum. Flestir karlmenn-
Uriir fóru öðru hverju inn í frumskóginn til að
V'nna þar með sveðjum sínum, en enginn þeirra
Vnr fáanlegur til að vinna þar, sem jagúarar
Þ0fðust við. Enginn þorði að rekja slóð jagúars.
1 ^að vnr Pepe einn, sem það þorði, og vegna þess
utu menn að bera virðingu fyrir honum.
^ ePe rölti út um hliðið og lét enn sem hann
a2rði sig kollóttan um það, sem hann átti fyrir
öndum. Að baki sér heyrði hann, að þorpsbúar
^r°gu andann léttar og létu um leið í Ijósi að-
aun sína. Jagúar í veiðihug var skelfingin
sJalf, voði, sem ógnaði hverjum manni, því það
Var ekki auðhlaupið að því að ná í geitur eða
Uautgripi Maðurinn með riffilinn, maðurinn,
Sem gat verndað þá, hlaut að vera hetja og
^at ekki annað verið.
Þegar Pepe var kominn inn í frumskóginn,
Ur augsýn þorpsbúa, varð mikil breyting á til-
Urðum hans. Kæruleysisyfirbragðið hvarf, og
Uu beitti hann skilningarvitum sínum til hins
^rasta, eins og litla dádýrið, sem var svo við-
ragðsfljótt, að sjaldan sást annað af því en
vfta skottið. Riffill var að vísu merki um
^útt, en væri sá, sem bar hann, ekki veiði-
U'aður, kom riffillinn honum að engu haldi.
Það var eitt, að hafa sín áhrif á þorpsbúa, en
allt annað að veiða jagúar.
Pepe vissi, að stóru kettimir voru dauðinn
sjálfur, holdi klæddur. Hreyfingar þeirra voru
ótrúlega hraðar, og þeir voru svo sterkir, að
þeir drápu auðveldlega uxa. Þeir voru ekki
hræddir við neitt.
Pepe var fæddur í frumskóginum, og hann
læddist áfram, hljóðlaust eins og skuggi. Sveðj-
an hans slóst dálítið til, og hann færði hana
þangað, sem hún kom ekki við fætur hans.
öðru hverju virti hann fyrir sér jarðveginn
fram undan sér.
Vönum manni veittist ekki erfitt að rekja
slóðina. Hún auðkenndist af blóðdropum úr
geitinni hér og þar, bældum eða brotnum jurt-
um, fáeinum hárum, sem núizt höfðu af jagú-
arnum og festst á trjástofna, og þófaförum,
þar sem mjúkt var undir.
Þetta dýr hagaði sér öðruvísi en aðrir jagú-
arar, sem hefðu aðeins farið það langt burtu
frá þorpinu, að enginn þefur þaðan hefði borizt
þeffærum þeirra, og þar mundu þau hafa étið
fylli sína af bráðinni og hulið síðan hræið með
greinum og laufum. Það var ekki gamalt, því
að spor þess voru ekki silalega stigin, eins og
spor gömlu dýranna, og það bar vott um krafta
þess, hversu léttilega það hafði stokkið yfir
þyrnigerðið með geitina í kjaftinum.
Pepe nam staðar til þess að líta eftir, hvort
hleðslu riffilsins væri í nokkru ábótavant. Hún
virtist vera í bezta lagi, og það var líka eins
gott, að hún væri það. Hann varð að skjóta
beint og markvisst, er hann sæi jagúarinn. Pepe
hægði á sér, þar eð einhver aukaskynjun skógar-
mannsins sagði honum, að vera við öllu búinn.
Augnabliki síðar kom hann auga á dýrið, sem
hann var að elta.
Hann sá það í pálmalundi, sem allt í einu
opnaðist fyrir honum. Hann hafði ekki búizt
við því þarna, og því var hann, áður en hann
vissi af, kominn nær því. en ráðlegt var, öryggis
vegna.
Jagúarinn sat í hnipri við rætur pálmatrés,
sem var að minnsta kosti fimmtíu fet á hæð.
Milli framlappanna á honum voru leifarnar af
dauðu geitinni. Hann urraði hvorki né bretti
grönum og hreyfði ekki einu sinni skottið, en
hver vöðvi þessa stóra kattar virtist þaninn til
65
HEIMILISBLAÐIÐ