Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1956, Qupperneq 22

Heimilisblaðið - 01.03.1956, Qupperneq 22
hins ýtrasta, og það var eins og feigðin sjálf ætti sér bólfestu í honum. Hann var gagntek- inn takmarkalausri grimmd, sem virtist aukast og margfaldast í sífellu. Pepe stóð grafkyrr, og honum rann kalt vatn milli skinns og hörunds af ótta. En hann lét ekki undan óttanum. Hann lyfti rifflinum hægt og gætilega upp að öxlinni og miðaði. Hann gat aðeins skotið einu rinni, því það yrði áreið- anlega enginn tími til að hlaða aftur, en það þoldi heldur engin skepna að fá stóreflis blý- kúlu í hausinn á milli augnanna, ekki einu sinní jagúar. Pepe stillti riffilinn. Hann kreppti fingurinn hægt að gikknum, því að hann varð að bægja frá sér öllu fumi og óstyrk, ef hann átti ekki að missa marks. Þegar haninn féll, var eins og Pepe dofnaði allur upp eitt augnablik frá hvirfli til iljs Það kom enginn hveJlur og enginn svartur púðurreykur fram úr byssuhlaupinu. Þess í stað heyrðist snöggt hviss, eins og köldu vatni hefði verið skvett á heitan stein, fyrir utan málm- hljóðið, er haninn féll. Pepe hafði hlaðið riffil- inn sjálfur, en hann virtist ekki hafa gert það rétt. Það hafði aðeins kviknað í púðrinu á kveikipönnunni. En sá neisti var nógur til að kveikja í inni- byrgðri grimmd hins limamjúka og blóðþyrsta jagúars. Hann rak upp urr, sem líktist hósta, og réðist gegn manninum. Hann, konungur frumskógarins, ætlaði að tæta í sundur þessa mannnísl, sem vogaði sér að blanda sér í einka- mál hans. Pepe vaknaði til veruleikans aftur, en gaf sér samt tíma til að hugsa um riffilinn sinn; hann hallaði honum ástúðlega upp að tré og kippti í sömu svifum sveðju sinni úr slíðrum. Þetta var vonlaus bardagi. Jagúarinn hlaut að sigra, því að elztu menn þorprins mundu ekki til þess, að nokkur maður hefði nokkum tíma drepið jagúar með sveðju. En það var engu lakari kostur að berjast vonlausri baráttu, held- ur en að leggja á flótta, því að ef hann gerði það, beið hans ekkert annað en dauðinn. Eng- inn vissi til þess, að jagúar hefði nokkru sinm hætt við hafna árás. Pepe virti dýrið vandlega fyrir sér með sveðj- una í hendinni, er það geystist gegn honum. Hann hafði dregið réttar ályktanir af fótspor- um dýrsins, því að hægri framlöpp þess va^ stokkbólgin neðan frá þófa og upp á lið, svo a hún var nærri því helmingi sverari en hin- v hafði vafalaust stigið ofan á eitraðan þyrni e^a orðið fyrir höggormsbiti. En þótt fótarmeinið væri jagúarnum til mik ils trafala, var hann meira en jafnoki manns> • gh sem ekki hafði annað en sveðju að vopm Pepe veitti hægra framfætinum nána eftirtskt' Ef hann gat gert sér nokkrar vonir um sigur’ þá voru þær bundnar við fótarmeinið. Og 1111 réðst jagúarinn, þessi hræðilegi, miskunnar lausi morðvargur, á Pepe. Pepe hafði vitað P® frá upphafi, að þannig mundi upphafsárás ]'a®u arsins verða, og hann var við henni búinn. HaI111 veik sér undan, sveigði sig frá um leið og hinn risavaxni köttur geystist fram hjá honum. HanU sveiflaði sveðju sinni af öllum hinum 1111 kröftum sínum, en stöðvaði sig rétt áður sveðjan snart silkimjúkt bak jagúarsins, þvl a . honum varð allt í einu ljóst, að það var e"l. leið að ræða til að binda endi heit nema um ema bardagann. Jagúarinn sneri við eins og örskot, og slefan úr kjafti hans slettist á vinstra handa^ bak Pepes. Hann veik eldsnöggt aftur á bak 0r beindi um leið sveðjunni fram undan sór elU og syerði. Jagúarinn stökk, spratt upp af inni eins og afturfætur hans væru voldugar s f jaðrir, og honum skaut beint upp í loftið. Hal1 sló vinstra hramminum með eldingarhrað3 áttina til Pepes, krækti í skyrtuna og fló han^ utan af handleggnum, eins og hún væri úr paP^ ír, og klærnar sukku á kaf'í holdið. Blóðið f°sS aði úr sárinu, niður handlegginn. ^ Pepe reyndi ekki aftur að höggva með sv unni, heldur lagði með henni, eins og hann h lagt með sverði eða hníf. Oddur sveðjunh® stakkst í kverkar jagúarsins, og Pepe fy8 laginu eftir af öllum þunga sínum og kröftUJ1 Blaðið sökk á kaf í lifandi holdið, og jagúa110^ greip andann á lofti. Blóðið vall úr sárinu hi sveðjuskaftið. Jagúarinn brá við hart og vatt sér unda með heljarátaki, en blóðið fossaði úr hálsinu^ á honum, hann hristi hausinn, en hnaut svo og valt um koll. Hann hóf sig upp á frarnf^ ^ urna, leit hálfbrostnum augum á Pepe og dr áfram í áttina til hans. Þá heyrðist hálfk^ HEIMILISBLAÐIÐ 66

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.