Heimilisblaðið - 01.03.1956, Page 31
En hve þetta fólk er dæmalaust! Við mun-
Uín hafa ánægju af að kynnast því.
Jenný, sem líka var hrifin, án þess þó að
gera sér grein fyrir hvers vegna, svaraði:
Já, greifafrúin er töfrandi, og ég þykist
Vlta, að mér muni geðjast að henni, en maður-
'Hn er durgur. Hvar hefurðu kynnzt þeim?
Hann neri ánægjulega hendurnar.
~ Ég hitti þau af tilviljun hjá Briseville-
^jölskylúunni. Maðurinn virðist vera dálítið ó-
^eflaður. Hann er veiðimaður, en fullkominn
^alsmaður.
Það var næstum því skemmtilegt við mið-
Jegisverðarborðið. Það var eins og dulin ham-
*ugja hefði haldið innreið sína á heimilið.
★
Éátt markvert gerðist fyrr en síðustu dag-
atla í júlí.
Þá var það dag nokkurn, er þau sátu um-
verfis borð úti á grasflötinni, að Jenný varð
a^t í einu náföl í andliti og rak upp óp, um
jeið og hún þrýsti báðum höndum á mjaðmir
Ser- Skyndilegur og skerandi sársauki fór í
Segnum hana.
tíu mínútum liðnum fékk hún nýtt sárs-
aukakast, sem var ennþá langdregnara en ekki
6tlls kvalafullt og það fyrra. Með erfiðismun-
Ultl komst hún inn í húsið með aðstoð föður
Sltls °g eiginmanns. Henni fannst óralöng leið
utan af grasflötinni og upp í herbergið sitt.
^ún átti ekki von á barninu fyrr en í sept-
eniber, en þar sem óttazt var, að hún gæti átt
að fyrij. tímann, ók Símon gamli af stað til
að sækja lækninn.
Lasknirinn kom um miðnætti. Hann sá þeg-
ar> að hér mundi eiga sér stað fæðing fyrir
Þínann.
_ Þegar Jenný kom í rúmið, var sársaukinn að
Vlsu minni, en hræðileg angist gagntók hana,
v°ðaleg tilfinning um algjöra uppgjöf, leyndar-
Urnsfulla návist við dauðann.
Herbergið var fullt af fólki. Barónsfrúin sat
^eisPandi í hægindastólnum. Baróninn var stöð-
á stjái og kom með eitt og annað skjálf-
atlJi höndum. Hann spurði lækninn á fárra
^nútna fresti, hvað hann ætti að gera, í stuttu
^áli sagt var hann ráðvilltur og í uppnámi.
Julien gekk fram og aftur um gólfið. Hann
Vlrtist hafa allan hugann við líðan konu sinnar,
en í raun og veru stóð honum algjörlega á
sama. Maddama Dentu sat við fótagaflinn. And-
litssvipur hennar gaf til kynna, að fátt eitt
gæti komið henni úr jafnvægi. Hún hafði bæði
verið Ijósmóðir og vökukona. Hún hafði tekið
á móti þessum litlu, ósjálfbjarga öngum, heyrt
fyrstu skræki þeirra, laugað þá og vafið reif-
um. Einnig hafði hún hlustað á andvörp deyj-
andi fólks, þvegið því úr ediki og klætt það
í síðustu flíkurnar. Maddama Dentu bjó yfir
ótrúlegri geðró, þegar um fæðingu eða dauða
var að ræða.
Ludvigne eldabuska og Lísa frænka stóðu
hjá dyrunum.
Það heyrðust veikar stunur frá sængurkon-
unni annað veifið.
Fæðingin dróst á langinn, en undir dögim
urðu hríðirnar ákafari og skemmra á milli
þeirra en áður.
Á meðan Jenný reyndi að kæfa sársauka-
ópin, hugsaði hún um Rosalie, sem hafði fætt
hið óskilgetna barn sitt svo að segja sársauka-
laust í þennan heim.
Stundum varð sársaukinn svo mikill, að öll
hugsun máðist burt úr heila hennar. Þrek henn-
ar var að þrotum komið. Hún leið ómótstæði-
legar þjáningar.
Þegar dró úr þjáningunum, gat hún ekki
haft augun af Julien. Þá rifjaðist upp fyrir
henni dagurinn, þegar þjónustustúlkan hennar
lá fyrir framan rúmið og fæddi barn sitt, barn,
sem átti sama föður og það, er hún var á leið
að fæða. Hún leið ekki aðeins líkamlegar þján-
ingar, heldur einnig andlegar þrautir.
Allt í einu fór um hana hræðilegur sársauki.
— Nú dey ég, nú dey ég! hugsaði hún með
sjálfri sér.
Hugur hennar var í uppnámi. Hún fann til
ómótstæðilegrar löngunar til þess að formæla
manninum, sem hafði gert hana óhamingju-
sama og formæla barninu, sem ætlaði að slíta
hana í sundur lifandi.
Hún þandi hverja taug líkama síns til hins
ýtrasta. Hún vildi losna við þessa kveljandi
byrði. Skyndilega varð hún þess vör, að þraut-
irnar voru með öllu horfnar.
Ljósmóðirin og læknirinn stóðu álút yfir
henni. Undarlega hálfkæft hljóð barst að eyr-
um hennar. Hún kannaðist við þetta hljóð, hún
75
HEIMILISBLAÐIÐ