Heimilisblaðið - 01.03.1956, Page 32
hafði heyrt það einu sinni áður. Það fór um
hana skjálfti, og ósjálfrátt gerði hún tilraun til
þess að breiða út faðminn á móti hinu ósjálf-
bjarga afkvæmi sínu.
Fagnaðartilfinning fór um hana, ný, áður
óþekkt hamingja gagntók hana. Hún hafði al-
drei fimdið til slíkrar hamingju áður. Hún öðl-
aðist nýjan þrótt, bæði á sál og líkama. Hún
var orðin móðir.
Hún vildi sjá barn sitt. Það hafði hvorki hár
né neglur, enda var það fætt fyrir tímann. Það
var drengur. Þegar hún sá þennan litla vesal-
ing gráta, strauk hún honum blíðlega. Hún
fylltist óstjórnlegum fögnuði. Nú fyrst skildi
hún, að hún var orðin heilbrigð. Örvæntingin
gat ekki lengur náð tökum á henni. Hún hafði
eignazt son, og hún elskaði hann, elskaði hann
svo heitt, að það var ekki rúm fyrir neitt ann-
að í hjarta hennar.
★
Frá þessum degi hafði hún allan hugann við
barnið. Hún var öfgafull móðir. Það var eðli-
leg afleiðing af mótlæti hennar í ástum. Vagga
barnsins varð að vera fast upp við rúmið henn-
ar. Þegar hún var komin á fætur, gat hún all-
an daginn setið við gluggann og vaggað litla
snáðanum.
Já, hún var næstum því afbrýðissömu við
brjóstmóðurina, sem hafði barnið á brjósti.
Hún sá, hvernig drengurinn rétti handleggi sína
út á móti brjóstunum, sem voru þrútin af
mjólk, og saug úr þeim græðgislega.
Til þess að sonur hennar yrði reglulega fínn,
saumaði hún sjálf fatnað hans. Hann var klædd-
ur útsaumuðum fötum og knipplingum. Hún
ræddi nú orðið aldrei um annað. Það kom oft
fyrir, að hún skaut inn í samræður athuga-
semdum um eitthvað, sem hún hafði verið að
sauma. Hún hafði óstjórnlega nautn af því,
að láta dást að fötum drengsins. Hún var hrifin
af hrósi því, er hún hlaut fyrir útsaum sinn.
Hún lyfti saumum sínum upp og sneri þeim
ó marga vegu, brosti og spurði:
— Haldið þér ekki, að þetta muni fara
honum vel?
Baróninn og barónsfrúin brostu að þessari
viðkvæmni dóttur sinnar. En Julien, sem var
óánægður í daglegum venjum sínum, varð hálft
í hvoru afbrýðissamur út í son sinn, sem sat
að allri ást og umönnun móður sinnar. Það kom
heldur ekki ósjaldan fyrir, að Julien tautaði
önugur: — Það er ekki hægt að þola hana með
þennan unga sinn!
Ást Jennýar á drengnum varð svo sterk,
hún sat uppi heilar nætur hjá vöggunni og
horfði á sofandi barnið. Þessi sjúklega ást dr°
úr henni allan mátt. Hún naut ekki lengur
hvíldar. Hún megraðist og fékk slæman hósta-
Læknirinn skipaði. svo fyrir, að barnið skyl^1
tekið frá henni.
Hún grét og barmaði sér, en það var dauf
heyrzt við bænum hennar. Á hverju kvöldi var
farið með barnið inn til brjóstmóðurinnar, °S
á hverri nóttu fór móðirin fram og lagði eyr
að við skráargatið, til þess að hlusta eftir, hvoít
hann svæfi vært og hvort hann þarfnaðist
einskis.
Á einni slíkri eftirlitsferð rakst Julien á hana-
Hann hafði verið í miðdegisverði hjá frú Four
ville og kom seint heim. Frá þeirri stundu var
hún læst inni í herbergi sínu, svo að hún neyð^
ist til að vera í rúminu.
1 lok ágústmánaðar var drengurinn skírður-
Baróninn var guðfaðir hans og Lísa frsenk3
guðmóðir. Hann var látinn heita Pétur Sím011
Páll. Hann var daglega nefndur þriðja nafninu'
1 byrjun september fór Lísa frænka í burtu'
Fjarvera hennar vakti jafn litla athygli og n®r
vera hennar hafði gert.
Kvöld nokkurt kom presturinn í heimsókn'
Hann virtist dálítið vandræðalegur, eins
hann byggi yfir einhverju leyndarmáli-
að hafa rætt um daginn og veginn nokkra
stund, bað hann barónsfrúna og mann hennar
að ræða við sig í einrúmi.
Þau gengu þrjú niður trjágöngin og tölu^0
saman. Julien var eftir hjá Jenný. Hann hor
undrandi á eftir þeim og braut heilann unl’
hvað nú væri á seiði. ^
Þegar presturinn kvaddi, bauðst Julien til 3
fylgja honum heim. Þeir gengu saman í áttma
til kirkjunnar á meðan kirkjuklukkurnar
hringdu til aftansöngs.
Það var tekið að kólna. Fólkið hafði ÞeSS
vegna gengið inn í dagstofuna. Það sat Þa,
hálfsofandi, þegar Julien kom inn, æstur
skapi.
Hann var tæplega kominn inn úr dyrunum>
HEIMILISBLAÐIÐ
76