Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1956, Page 33

Heimilisblaðið - 01.03.1956, Page 33
j^gar hann hrópaði til tengdaforeldra sinna, atl bess að íhuga nærveru Jennýar: ' Það veit sá, sem allt veit, að þið eruð ringlandi vitlaus að ætla að gefa þessari kven- snift tuttugu þúsund franka! Allir þögðu. Þetta kom þeim á óvart. Og Julien hélt áfram að ausa úr skálum reiði sinn- ar: Þá Nei, þetta gengur nokkuð langt. Það lítur fyrir, að það sé meining ykkar að gefa hvern e^ri burtu! ^aróninn reyndi að grípa fram í fyrir hon- Uftl og mælti: Svona, svona! íhugsið, að þér talið í nær- Veru konu yðar. Julien stappaði fætinum í gólfið af v°nzku: . Mér er sama um það. Hún ber gott skyn a’ hvað verið er að gera. Þið rænið hana fjár- ^Uftuin! Jenný leit undrandi á mann sinn og foreldra. Un gerði sér ekki grein fyrir því, sem um var ueilt. Hvað er um að vera? spurði hún hikandi. sneri Julien sér að henni og skýrði frá arUsa3ri foreldra hennar. Þau ætluðu sem sé ... Sifta Rosalie og gefa henni eða barni hennar f°rðina Barville, sem var að minnsta kosti tugu þúsund franka virði. Og hann endur- tok: ~~~ 'Jú, foreldrar þínir eru bandvitlausir, alveg ^Ugin a£ göflunum! Tuttugu þúsund frankar! eUda tuttugu þúsund frönkum frá sér vegna aUsaleikskróga! 'Jenný Sat róleg og hlustaði. Hún var sjálf 'túrandi yfir rósemi sinni. Nú stóð henni á arUa um allt annað en barn sitt. uroninn sat orðlaus. Loksins þaut hann á ^fur, stappaði fætinum í gólfið og öskraði: j. Athugið, hvað þér segið, maður! Það ^EgUr við, að þér séuð geðbilaður! Mætti ég ^uja, hverjum það er að kenna, að við höfum að gefa með stúlkunni? Hver er faðir j Urrisins? Höfðuð þér kannske hugsað yður að hana afskiptalausa? Julien var undrandi yfir reiði barónsins. Svo 35 ti hann, rólegri en áður: w ~~~ Já, en fimmtán hundruð frankar væru a ©n nóg. Stúlkumar hér eiga flestar barn, áður en þær giftast. Hver faðirinn er, skiptir alls engu máli. Með því að gefa jörð, sem er tuttugu þúsund franka virði, sóið þið ekki að- eins eignum ykkar, heldur kunngerið þið allri sveitinni, hvað skeð hefur. Þvert á móti hefð- uð þið átt að hugsa um heiður okkar og álit. Julien lagði nokkra áherzlu á síðustu setn- ingarnar, enda áleit hann sig hafa á réttu að standa. » Baróninn átti ekki von á slíkri röksemda- færslu og góndi undrandi með opinn munn á tengdason sinn. Julien hagnýtti sér tækifærið og bætti við: — Sem betur fer hefur ekkert það skeð enn- þá, sem ekki má færa til betri vegar. Ég þekki vinnumann þann, sem þið viljið gefa hana. Það er ráðvandur maður, sem auðvelt er að ræða við. Ég skal taka að mér að tala við hann. Síðan gekk hann út úr stofunni. Hann kærði sig ekki um að halda áfram þessum kappræð- um. Aftur á móti var hann sýnilega glaður yfir þeirri almennu þögn, sem ríkti. Tók hann hana sem merki þess, að hann hefði borið sigur af hólmi. Julien var tæpast kominn út úr herberginu, þegar baróninn mælti, undrandi og reiður: — Nei, þetta finnst mér nú ganga nokkuð langt! En Jenný horfði ósköp sakleysislega á föð- ur sinn og rak svo upp silfurskæran hlátur, eins og í gamla daga, þegar eitthvað hlægilegt bar fyrir augu hennar. — Pabbi, pabbi, mælti hún. — Tókstu eftir því, á hvern hátt hann sagði: Tuttugu þús- und frankar! Og barónsfrúin, sem átti jafn auðvelt með að hlæja og gráta, smitaðist af dóttur sinni. Hún sá fyrir sér andlit tengdasonar síns, harmi lostið yfir þeirri ósvinnu, að stúlka, sem hann hafði táldregið, ætti að eignast jörð, sem hann átti ekki. Hláturinn brauzt út hjá frúnni, og tárin streymdu niður kinnar hennar. Þá gat baróninn heldur ekki stillt sig. Hann fékk líka hláturskast. Þau skemmtu sér líkt og í gamla daga og ætluðu að springa af hlátri. Þegar þau höfðu loksins jafnað sig, mælti Jenný: — Það er annars furðulegt, að atburður eins og þessi hefur engin áhrif á mig lengur. Ég lít 77 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.