Heimilisblaðið - 01.03.1956, Blaðsíða 38
Kalli og Palli opna málverkasýningu, og negraprins-
essan kemur á sýninguna. Kalli og Palli sýna hinum
tigna gesti málverkin, en hún hefur heldur lítinn
áhuga á dýramyndunum og henni dauðleiðist. En
allt í einu lifna málverkin við, apinn stekkur á fæt-
ur og hangir á löppunum, fuglinn syngur og flóð-
hesturinn öskrar. Þetta hafa þá ekki verið nei»
málverk, en negraprinsessan skemmtir sér konung'
lega, því að önnur eins málverk hefur hún aldrei
áður séð.
Það er afmælisdagurinn hennar Agötu frænku, og
Kalli og Palli eru boðnir í veizluna. Þeir leggja af
stað, prúðbúnir, með pípuhatta og stafprik. Á leið-
inni koma þeir að forarpolli, og Kalli segir við Palla,
að hann þori áreiðanlega ekki að stökkva út í poll-
inn. Þeir skora hver á annan að stökkva, rífa sl®
svo úr fötunum og skemmta sér hið bezta. Til allt'
ar hamingju er Júmbó á næstu grösum, og hann Se^
ur þeim ósvikið steypibað, áður en þeir fara aftur
í sparifötin sín og halda áfram í veizluna.
HEIMILISBLAÐIÐ
82