Heimilisblaðið - 01.05.1956, Blaðsíða 2
r
Eitrað andrúmsloft.
Hin síaukna iðnvæðing Englands
hefur haft nýjan vágest í för með
sér, sem breiðist út í sífellu og hef-
ur orðið mörgum að fjörtjóni. Er
það hin svonefnda ,,smog“, en svo
nefnist á ensku einskonar þoku-
svæla, sem myndast af hinu geysi-
mikla reykjarmagni úr hinum fjöl-
mörgu reykháfum verksmiðjanna,
og oft léttir ekki af borgunum all-
an liðlangan daginn. Eldsneytis-
málayfirvöldin í Englandi hafa nú
um nokkurt skeið unnið ósleitilega
að lausn þess vandamáls, að fram-
leiða reyklaust eldsneyti, til þess að
hægt verði að binda endi á frekari
eitrun andrúmsloftsins. Til dæmis
hefur tekizt að framleiða slíkt elds-
neyti úr fínmuldum kolum. Er sú
aðferð aðallega í því fólgin, að heitri
gufu er blásið með miklum þrýst-
ingi í hólf, sem fyllt hefur verið af
fínmuldum kolasalla. Með því er
hægt að útrýma úr kolunum olíu
og öðrum óæskilegum efnum. Eft-
ir þessa meðferð fylgir næstum því
enginn reykur brennslu kolasallans.
Hæfni hans til eldsneytis hefur þó
aukizt mikið, og að svo komnu máli
eru búnar til úr honum töflur við
mikinn þrýsting, og að því loknu
er hann tilbúinn til sölu.
★
Síðastliðið sumar voru svo mikl-
ir þurrkar í Louisiana í Bandaríkj-
unum, að til vandræða horfði. —
Negraprestur einn kallaði því söfn-
uð sinn saman til bænagerðar fyrir
úrkomu. Hjörðin kom öll með tölu
til kirkjunnar. Presturinn gengur
fram fyrir söfnuðinn og virðir hann
fyrir sér þegjandi. Steinþegjandi og
ranghvolfir í sér augunum. Loks
hefur hann upp raust sína: „Þessi
vantrú ykkar negranna er stórsynd
og hneyksli. Ég skelf og nötra, þeg-
ar mér verður hugsað til þess, hvað
um sálir ykkar verði! Við erum
hingað komin til þess að biðja Guð
um að binda endi á þennan þurrka-
kafla og senda okkur rigningu —
ekki satt ? Og ekki einn einasti ykk-
ar negranna, ekki einn einasti, segi
ég, hefur haft þá trúarsannfæringu
til að bera, að hann hafi haft með
sér regnhlíf, til þess að nota á heim-
leiðinni!11
★
Mike P. Millan, olíukóngurinn frá
Texas, tók sunnudag einn á leigu
stærsta verzlunarhúsið í höfuðborg-
inni, Austin, þar eð hann vildi hafa
gott næði til að gera innkaup fyrir
afmælisdag konu sinnar. Allt starfs-
fólk verzlunarinnar var mætt til
vinnu, og var hún í því einu fólgin,
að leiðbeina herra Millan og af-
greiða hann. Þegar milljónamær-
ingurinn hélt heim aftur úr verzl-
uninni, nam reikningur hans þar
125.000 dollurum.
★
Stellu Mozowski í Detroit voru
nýlega dæmdar 7500 dollara skaða-
bætur í móli, sem hún höfðaði gegn
sjúkrahúsi einu. Hún hafði lagzt
inn á sjúkrahúsið, til þess að láta
nema burtu beinæxli af hægri hönd
sinni, en þegar hún vaknaði af
svæfingunni, vantaði í hana botn-
langann.
★
Meðan kvikmyndavikan í Tokio
stóð yfir, fékk ítalska kvikmynda-
stjarnan Silvana Pampanini bón-
orðsbréf frá sextíu mönnum. En öll-
um til hinnar stærstu undrunar var
Útgefandi:
Prentsmiðja Jóns Helgasonar,
Blaðið kemur út annan hvern
mánuð, tvö tbl. saman, 44 bls-
Verð árgangsins er kr. 50, ■
í lausasölu kostar hvert bla
kr. 10,00. Gjalddagi er 14. aPr'
Utanáskrift:
Heimilisblaðið, Bergstaðastr. 2 >
pósthólf 304, Rvík. Sími 420
Prentað í
Prentsmiðju Jóns Helgasonar-
leik'
það hvorki líkamsfegurð ne ..m
hæfni Silvönu, sem mennirnir
hrifizt svo mjög af, heldur
reiðsluhæfileikar hennar. Hun
bakað metersháa tertu — °£ -v.
ari sönnun’fyrir húsmóðurh®
um hennar var ekki hægt að e
fram.
ðuf
í Amsterdam var hjólreiðama
einn nýlega dreginn fyrir dóms
ana og gefið það að sök, að ^
hefði — af ásettu ráði, sögðu m
hjólað á fótgangandi manrl
,Viljlð f.
fellt hann á götuna.
gera svo vel að segja °^^Urgag}i
hvernig þetta atvikaðist ?
dómarinn við manninn, sem ..
hafði verið á. „Það var ÞalU^rri
sagði maðurinn, ,,að ég val’ 0g
því kominn út á miðja götuna^^
þá kom hann frá vinstn a .
ferð og stefndi beint á mig- 5 ■
til baka, og hann beygir til ® j.
beint á mig. Ég geng þrjú ^ ,
fram, og hann beygir til vlIlS jgt
stefnir enn sem fyrr beint a , gg
Ég reyni að forða mér með ^ en
hopa nokkur skref aftur á 5a
þó öskrar hann: „Stattu ein^'nn!“
tíma kyrr, bölvaður bjáninn P ^
Ég stanza og stend grafkyt1 ^e]]-
þá hjólar hann beint á mig
ir mér á götuna.“
fr»>
Kápumyndin er úr þýzka ^ ^eft
Neue Illustrierte, tekin af
Scholl.