Heimilisblaðið - 01.05.1956, Blaðsíða 27
‘nSju, sem hún virtist hafa öðlast í seinni tíð
°& greifinn var svo hreykinn yfir.
Hún hægði á sprettinum og lét hestinn fara
oturhægt það sem eftir var heim. Hún varð
íhuga þetta mál af alvöru og gaumgæfni.
. Eftir fyrstu geðshræringuna, sem hún komst
l> Varð hún róleg. Hún bar hvorki afbrýðissemi
ne hatur í brjósti. Henni stóð nákvæmlega á
Sama um Julien. Það var öllu lokið þeirra á
^li síðan komst upp um, að hann var barns-
a^ir Rosalie. En að de Fourville greifafrú,
v 1 n k o n a hennar, skyldi vera í týgjum við
j^anrtinn hennar, það átti hún erfitt með að
yiUrgefa. Allstaðar var ótryggð, lygi og flátt-
, aPur. Stundum grætur maður ekki síður yfir
alVonum en látnum ástvinum.
^.Hún reyndi samt að láta líta svo út, eins og
Ul1 vissi ekkert. Hún kærði sig ekki um með-
aamkun eða vináttu annarra. Héðan í frá
^andi hún aðeins elska Pál og foreldra sína,
Urn aha aðra stóð henni hjartanlega á sama.
^ ^egar hún kom heim, vafði hún Pál að sér,
,ar hann upp í herbergi sitt og kyssti hann þar
°tal kossa.
'Julien kom heim til miðdegisverðar. Hann
var hress og kátur og elskulegur í viðmóti.
>>Koma foreldrar þínir ekki?“ spurði hann.
, Hún var honum þakklát fyrir þessa spurn-
|agu. Það munaði minnstu, að hún fyrirgæfi
. 0num, hvers hún hafði orðið áskynja í skóg-
lnum. Hún þráði innilega að sjá þessar tvær
^annverur, sem hún elskaði af öllu hjarta,
n^st Páli. Um kvöldið skrifaði hún þeim og
a° þau að hraða komu sinni.
_au tilkynntu komu sína þann tuttugasta
Það var tæpur hálfur mánuður þangað til.
br>
tr- X.
■■aun beið foreldra sinna með vaxandi ó-
£reyju. Auk þeirrar dótturlegu ástar, sem hún
ar til þeirra, hafði hún af öðrum orsökum
nudið hjá sér þrá til að leita athvarfs hjá þeim.
un þráði að trúa þessum góðu og flekklausu
Urn fyrir raunum sínum.
, lærði hún að koma sjálf fram af flátt-
. ap. Hún tók á móti greifafrúnni með brosi og
utréttri hönd. En hjarta hennar var þjáð. Hún
^ rxrleit mennina og ótryggð þeirra. Daglega
aru®* hneykslissögur héraðsins að eyrum henn-
'r?úneit hennar og vanþóknun óx dag frá degi.
Hóttir Coutllards átti von á barni, og það
ar haldið brúðkaup í skyndi. Munaðarlaus
þjónustustúlka hjá Martins hafði hrasað. Óg
,,Óhreina-Malen“ fór ekki einförum. Það var
aumkunarverður unglingur, sem ekki var fullra
fimmtán ára.
Stöðugt bárust manni til eyra nýjar hneyksl-
issögur, og þær voru frá öllum stéttum þjóð-
félagsins og af fólki á öllum aldri.
Það var eins og vorið hefði æsandi áhrif á
alla náttúruna.
En Jenný, sem leitaði útrásar ástar sinnar
í leiðslukenndum draumum, hafði óbeit á hold-
legum fýsnum. Hún fylltist viðbjóði yfir af-
leiðingunum af þessari dýrslegu eðlishvöt.
Hún bar harm í hjarta. Henni fannst þetta
stríða gegn eðlilegu náttúrulögmáli. Hún bar
engan kala til Gilberte, af því að hún hafði
tekið manninn hennar frá henni. Hún vor-
kenndi henni þvert á móti, að vera sokkin nið-
ur í þennan ógeðslega forarpytt.
Dag þann, sem von var á foreldrum hennar,
jók Julien á gremju hennar með léttúðugu
tali. Hann fór að ræða um það á léttan og
skemmtilegan hátt, hvernig bakarinn hefði
komizt að því daginn áður, að konan hans
hélt fram hjá honum með húsasmiði. Hann
hafði komið að þeim í bakaríinu.
,,Það verður sannarlegt ástarbrauð, sem við
fáum næsta dag,“ sagði Julien hlæjandi.
Jenný fékk ólyst á brauðinu.
Þau sáu póstvagninn nema staðar fyrir
framan steinstéttina og geðþekkt andlit bar-
ónsins sást fyrir innan rúðuna. Unga konan
varð gripin ólýsanlegri geðshræringu. Hún
fann ósegjanlega þörf hjá sér til þess að tjá
innibyrgða ást sína.
En hún varð sem steini lostin og lá við að-
svifi, þegar hún kom auga á móður sína. Bar-
ónsfrúin virtist hafa elzt um tíu ár á þessum
eina vetri. Hinar stóru og skvapholda kinnar
hennar voru eldrauðar. Augnaráðið var fjör-
laust, og hún gat ekki lengur hreyft sig úr
stað nema haldið væri undir báða handleggi
hennar. Þungur andardráttur hennar var orð-
inn sogkenndur og svo erfiður, að manni leið
illa í návist hennar.
Baróninn, sem umgekkst hana daglega, hafði
ekki veitt því athygli, hve henni hafði farið
aftur. Þegar hún var að kvarta yfir andþrengsl-
um sínum og hve erfitt hún ætti með að hreyfa
sig, sagði hann aðeins: ,,En góða mín, svona
hefurðu alltaf verið.“
Þegar Jenný hafði fylgt þeim inn í herbergi
115
HEIMILISBL AÐIÐ