Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1956, Blaðsíða 36

Heimilisblaðið - 01.05.1956, Blaðsíða 36
Palli er að æfa sig í að leika á lúður, og hávaðinn er hræðilegur. Dýrin fyrir utan húsið eru alveg að missa þolinmæðina og senda skjaldbökuna inn, til þess að biðja Palla að hætta. En hann móðgast og opnar nú alla glugga og dyr og blæs ennþá fastar en áður, til þess að stríða dýrunum. En þegar Kalli og Palli eru háttaðir um kvöldið, laumast fíllinn heim til þeirra, stingur rananum inn um gluggann og blæs svo kröftuglega í lúðurinn, að þeir rjúka upp með andfælum. — Nú heyrið þið, hversu hr*ði- legt þetta hljóð er, segir Júmbó, og Palli lofar að hafa ekki eins hátt eftirleiðis. Óþokkinn hann Mikkel refur hefur talið Kalla og Palla trú um, að svartir kettir boði ógæfu, og þeir verða dauðhræddir við alla svörtu kettina, sem eru á strjái kringum húsið. En þeim dettur ráð í hug. Þeir smíða stórt búr, láta inn í það heilmikið af reyktri síld, og kettirnir standast ekki freistingnna að bragða á síldinni. Þannig ná þeir Kalli og “ öllum köttunum og mála þá ýmist hvítröndótta e hvítdeplótta. Og nú þurfa þeir Kalli og Palli ek lengur að vera hræddir við þá.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.