Heimilisblaðið - 01.05.1956, Blaðsíða 13
^arnans, heldur lét peningana detta niður á
i0rðina og hélt áfram að einblína á vélina.
»Stattu á fætur,“ hrópaði Irakbúinn um leið
°g hann tók upp peningana. „Þú getur fengið
j^yndina eftir hálftíma." Bedúíninn stóð upp,
reyfingarlaus að ofan eins og myndastytta,
eð hendumar hangandi niður með hliðunum
°g hélt áfram að einblína á myndavélina. ,,Ef
11 ’ herra minn----“ byrjaði hann, en mynda-
Stniðurinn greip fram í fyrir honum og sagði,
^onum væri nær að leggja af stað að leita
uifaldanum sínum.
Padil hlýddi því, og þar sem dýrið hafði af-
^ðið að skoða sig almennilega um í borginni,
0ítl hann ekki aftur fyrr en eftir heila klukku-
stund.
■^yndavélarnar stóðu enn þar sem þær höfðu
^ðið áður, en vegna þess, hve sólin var komin
att á loft, höfðu eigendur þeirra fært sig á
ak við húsið. Loks, þegar Fadil fann þá aftur,
ar ^akbúinn einmitt að kasta steinvölum sín-
Hann leit ekki upp, en sagði: „Þarna yfir
nJa myndavélinni stendur kassi, leitaðu þar
uayndina af þér og láttu mig svo í friði.“
uPpi
sina
ast
Hadil gekk fram fyrir húsið, fann kassann
Opp í »
i h°r 1 heilli hrúgu af myndum, sem
. °uum var, að myndinni af sér. Loks þótt-
. ^ hann hafa fundið þá réttu og hélt með hana
^ 1 skrifstofubygginguna. Þar stóð löng röð
. ^edúínum fyrir framan borð eitt, hver með
uiynd í hendinni. Fadil staðnæmdist aft-
^ 1 röðinni, og eftir stundarkorn var hann
^0ruinn til embættismannsins, gamals, grá-
%rðs manns, sem svitinn lak niður af.
■^edúíninn svaraði spurningum hans um
^atrii aldur, ættflokk og byssufjölda, og em-
^ttismaðurinn skrifaði allt niður á pappírs-
°rk '
’ ^n þess að líta'nokkru sinni upp. Síðan
^ k Fadil honum myndina af sér, sem em-
^ttismaðurinn stimplaði og límdi á blaðið,
n hess að líta upp, og síðan var Fadil látinn
^ ysta þumalfingri á stimpilpúðann og síðan
. naPPÍrsörkina, og svo sagði embættismaður-
^ með þreytulegri og tilbreytingarlausri rödd:
” æsti“ 0g Fadil var fengin pappírsörkin og
Slðan ýtt frá.
Hann gekk út í sólskinið, settist á götuna
® leysti frá nestisklút sínum, sem hann geymdi
í brauð, olífur og lauk. Hann virti myndina
fyrir sér með ástúðaraugum, meðan hann var
að borða, og hann sá, að hann var í raun og
veru allra laglegasti piltur. Að vísu tók hann
eftir því, að á hana Vantaði tvo lokka við gagn-
augun, sem voru einkenni allra pilta í ætt-
flokki hans, en hann sagði við sjálfan sig, að
sennilega væri ekki hægt að fá fullkomna mynd
með öllum einkennum fyrir aðeins fimmtíu
„gurusch".
Hann settist harðánægður á bak úlfalda sín-
um og reið heim til sín.
En þegar hann sýndi höfðingjanum skrásetn-
ingarörkina og hann hafði litið á myndina, urðu
skjót veðrabrigði.
„Ya táisch!“ (geithafurinn þinn), hrópaði
gamli maðurinn, og mennimir, sem hjá hon-
um voru í tjaldinu, fóru að skellihlæja, eins og
heilt stóð hefði tekið til að hneggja á sama
augnablikinu. „Ya táisch, þetta er mynd af
öðrum manni, þetta er mynd af einum strákn-
um frá Tarabíne!" Og svo fór höfðinginn líka
að hlæja, eins og einhver úr hópnum hefði ó-
vart setzt ofan á sporðdreka.
„Ya allah!“ hrópaði Fadil og kafroðnaði af
reiði. „Hvernig á maður líka að finna réttu
myndina, þegar hún er innan um hundrað aðr-
ar myndir?“
Og þessi athugasemd hans átti fullan rétt
á sér, því að Fadil, sem aldrei hafði séð í spegil
á ævinni, hefði auðvitað ekki verið í neinum
vandræðum með að finna mynd af hvaða
manni öðrum úr ættflokknum sem var, en ef
hann hefði átt að hitta á réttu myndina af
sjálfum sér, hefði hann orðið að þekkja andlit
sitt jafn vel og andlit hinna mannanna. Og
nú skildi hann, hvers vegna lokkana tvo við
gagnaugun vantaði á myndina.
Enski utanríkisráðherrann, Harold Macmillan, er for-
maður heldri manna klúbbs í London. Eitt sinn barst
honum kvörtunarbréf frá klúbbfélaga einum, sem var
sérstaklega illa liðinn meðal félaga sinna. í bréfinu stóð
m. a. þetta: ,,Ég hef orðið fyrir fádæma rætinni móðg-
un. Mér hafa verið boðin fimm hundruð sterlingspund,
ef ég sé fáanlegur til að segja mig úr klúbbnum." Mac-
millan svaraði: „Þér skuluð ekki taka þessu tilboði. Ef
þér bíðið í einn mánuð, verða yður áreiðanlega boðin
þúsund pund.“
101
HEIMILISBLAÐIÐ