Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1956, Blaðsíða 15

Heimilisblaðið - 01.05.1956, Blaðsíða 15
Aðalstöðvarnar. k°star egypzka ríkið árlega gífurlegar fjár- uPPhæðir. Langt er síðan að farið var að gera tilraunir hl að vinna bug á sjúkdóminum á einstökum stöðum, til dæmis með því að hreinsa skurðina, eP þær tilraunir hafa reynzt ófullnægjandi. Það ^°m í ljós, að hefja varð sóknina gegn plág- Unni á miklu stærra svæði í einu. Þá sneri eSypzka stjórnin sér til Heilbrigðismálastofnun- ar Sameinuðu þjóðanna, og hóf hún árið 1953 stórkostlegar tilraunaaðgerðir. Hún tók fyrir Uakvæmlega afmarkað svæði, sem nær yfir 6 ||°i'P með 32.000 íbúum alls. Svæðið er þrí- yrningslagað, og er hver hliðarálma 8 km. að |ePgd. Þar var baráttan gegn sjúkdómnum haf- *u- Árangur þessara stórfelldu og kerfisbundnu a®gerða mun svo sýna, hvort ráðlegt er að alda áfram á sömu braut. ^ kyrsti liður aðgerðanna er umönnun sjúk- ^Pganna. Gerð verður nákvæm leit að sjúk- g0rnnum í hverjum einasta íbúa héraðsins. . Ums staðar ganga 95 % íbúanna með sjúkdóm- *Utl- Hver sjúklingur fær tíu sprautur af sér- stöku lyfj gegn veikinni. Ánnar liðurinn snýr að sniglunum. Leitað efur verið að þeim á 418 km. löngu svæði í f Ur®unum, og funduzt þeir í 63% af lengd 6ss svæðis. Fast að 30.000 sniglar, á stærð ViA unannsnögl, voru veiddir og rannsakaðir Uudir smásjá í rannsóknastofum. Allar vatna- lUrtir, sem sniglarnir lifa á, voru hreinsaðir ^audlega burt úr skurðunum, og síðan voru lr sótthreinsaðir með mörgum smálestum a koparsúlfati. Þriðji liðurinn snýr að hreinlætisráðstöfun- Ulu- Byggg voru 3.000 salerni i héraðinu. Setja UPP mikinn fjölda af vatnsdælum, til þess koma í veg fyrir alla beina snertingu við Skurðina. h'jórði liður aðgerðanna er fræðslustarfsemi , .rir fólkið. Bændunum er kennt með öllum J JPartækjum nútímans, svo sem kvikmynd- Ulu, fyrirlestrum, umræðufundum og hátölur- Um á almannafæri um eðli þeirrar hættu, sem er er á ferðum, markmið starfseminnar og þær aðferðir, sem þeir geta sjálfir beitt til að veita st°ð við útrýmingu veikinnar. Egypzkur sérfræðingur, Dr. Neguib Ayad, stjórnar aðgerðum þessum, og samverkamaður ht.ns er amerískur kunnáttumaður, sem starfað hefur að sama viðfangsefni víða um heim og heitir van der Schaele. Aðalstöðvar þeirra eru í íbúðarskálum nokkrum í nýlendustíl. Á veggj- unum eru kort, sem merktir eru á allir staðir, þar sem sýktir sniglar hafa fundizt, þar sem skurðirnir hafa verið hreinsaðir og húsin, sem veikin hefur fundizt í. Undir veröndum skál- anna sitja menn, sem bíða rannsóknar eða eiga að fá sprautur. Dr. Ayad er lágvaxinn maður, með hnöttótt höfuð og stór gleraugu. Hann er mjög unglegur á svipinn. „Sjáið þér nú hérna! Lítið rétt sem snöggvast á þessar brúnu rákir á húð þessa manns. Þær eru eins og hreistraðar. Þetta er húðsjúkdómur, sem nefnist pellagra.“ Síðan bendir hann á annan mann. „Varirnar á þesum eru litlausar og tungan hvít og þykk. Hann þjáist af skorti á rauðu blóðkornunum. Eitlarnir á hálsinum eru bólgn- ir. Það er oft merki um bilharziose eða næring- arskort." 1 garðinum kringum einn skálann glampar á fjöldann allan af glerpípum á palli einum í sólskininu. Á botni hverrar glerpípu virðist liggja lítill, svartur kísilsteinn, en samt er það ekki kísilsteinn, heldur snigill. öðru hverju gengur aðstoðarmaður í rannsóknarstofunni út að pallinum, til þess að athuga, hvort lirfur komi út úr sniglinum. Sé svo ekki, tekur hann handfylli sína af sniglum, kremur þá og rann- sakar þá síðan undir smásjá. Staðirnir, þar sem sniglarnir hafa fundizt, eru merktir, og síðan eru viðkomandi skurðir hreinsaðir með kopar- súlfati. Pokar með koparsúlfati eru hreyfðir fram og aftur í vatninu með stöngum eða dregnir upp á móti straumi á snúru. Vatnið litast blátt af koparsúlfatinu, sem steindrepur sniglana. Einn- ig er beitt eins konar „sniglagildrum". Pálma- blöð eru lögð í skurðina eins og net, og snigl- arnir, sem bilharziose-lirfurnar lifa i, safnast fljótlega á þau. Síðan eru pálmablöðin dregin upp úr öðru hverju og hreinsaðir af þeim snigl- 103 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.