Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1956, Blaðsíða 6

Heimilisblaðið - 01.05.1956, Blaðsíða 6
mjakazt á skömmum tíma frá sjónarrönd suð- ursins upp í himinhvelfinguna og grúfðu nú yfir jörðinni, dökkir á svip. Regnmóða var í suðri og færðist stöðugt nær. Og fyrr en varði var komin rigning. Feikna grúi silfurtærra regn- dropa steyptist úr skýjunum yfir Geysi og um- hverfi hans, svo að jarðvegurinn flóði innan skamms tíma í vatni. — Ég hafði engin hlífðar- föt og tók því það ráð að hypja mig hið bráð- asta inn í veitingasalinn og fá mér þar kaffi til hressingar, meðan á regninu stæði. Varla hafði ég lokið við að renna kaffinu nið- ur, þegar rigningin stytti upp. Var þá samstund- is komið fagurt veður og sólarylur vermdi jörð- ina sem fyrr. — Tók ég þá þegar að búast til brottferðar frá Geysi og var nú ætlun mín að heimsækja Gullfoss. Þegar farið er frá Geysi að Gullfossi er um tvær leiðir að ræða fyrir þá, sem ekki eru bílum háðir. önnur leiðin er bílvegurinn, sem liggur niður að Tungufljótsbrúnni fyrrnefndu og svo þaðan upp Biskupstungur ofan- og austanverð- ar. En hin leiðin, sem skemmri er, liggur miklu ofar — fyrstu — og er þá farið yfir Tungu- fljótið á brú þeirri, sem byggð var fyrir kon- ungskomuna 1907. Er þar aðeins um götuslóða að ræða, fremur ógreiða yfirferðar, unz komið er á aðalveginn og leiðimar sameinast. — Þar eð farartæki mitt var reiðhjól valdi ég skemmri leiðina. Ekki hafði ég lengi farið þegar árspræna ein, sem Beiná nefnist, varð á leið minni. Komst ég jdir hana á göngubrú. Litlu síðar kom ég að annarri, mun vatnsmeiri á, sem nefnd er Al- menningsá, og komst ég einnig yfir hana á göngubrú. Átti ég þá skammt ófarið að Tungu- fljóti, enda var ég brátt kominn þangað. Heldur þótti mér brúin yfir Tungufljótið til- komulítil og að engu leyti er hún kommgleg. En að líkindum hefur hún þótt allmikið mann- virki þegar hún var nýbyggð, og góð samgöngu- bót hefur hún verið þá, eins og jafnan síðan. — Tungufljót rennur þarna í flughalla og brýzt áfram með hávaða miklum og æsilegum straum- hraða. Og þegar manni verður litið á iðuköst vatnsins undir brúnni, skilur maður bezt, hve þörf hún er og hugsar þá ekki lengur um ytra útlit hennar. Ég held nú förinni áfram án teljanlegra ta * Götuslóðarnir reynast alls staðar svo ógrel færir, að ég get hvergi notfært mér hjólið, ° Ep verð því að ganga með það í eftirdrag1 ^ umhverfið er svo laðandi, að ég er ásáttui iu að fara hægt yfir. Veðrið er stöðugt hlítt sumarfegurðin er í sínum dýrlegasta blóu1 Hvert sem auganu er rennt, blasa við grse grundir og litfögur blóm. Regnvot jörðin i og laðar allt, sem lífsanda dregur, að barm1 Sumarfuglarnir syngja lífinu lof með S1 margvíslegu tónbrigðum. Allt vitnar uffl saXíí^ ræmi og takmarkalausa sköpunarhæfm P , lifandi máttar, sem viðheldur sjálfri tilverurin^ Upp úr dálitlu keldudragi, skammt fra minni, fljúga skyndilega fimm svanir. Þem faríl stóran hring í loftinu, sveigja hálsana mju kleg3 og kvaka angurblítt. Síðan svifa þeir til sU ^ með tígulegu vængjablaki. — Ég staldra v horfi á eftir þeim, unz þeir hverfa mér sj°n út í óravídd suðursins. , ^ Og áfram held ég göngu minni eftir n ógreiðu götuslóðum. Þeir reynast lengn en eg hugði í fyrstu, og ég er orðinn göngurtl° ður ía1’’ nokkuð þegar ég að lokum kemst á b'úve^ sem liggur upp að Gullfossi. En þá fyrst hjólið í góðar þarfir og miðaði mér úr Þvl ^ áfram áleiðis að settu marki. Landi hallar P . til mjög til suðurs og var það mér eðlilega mikils óhagræðis. En þrátt fyrir það gekk f^^ in greiðlega og að áliðnum degi kom ég að f0SSÍ’ . . • ^ , Skammt frá fossinum er dálítill veitmg _ og brá ég mér þangað inn til þess að fá að drekka. Að því loknu labba ég niður inum og blasti hann þá við mér í alln að f°sS' tign. ,g að Ég hafði nokkrum sinnum áður kom1 ^ Gullfossi og séð hann í breytilegum búninfí^ ýmsum hliðum. Fegurstur verður hann geislar sólarinnar sveipa fossúðann regn þoga' loga' litum og skreyta ólgandi vatnsflauminn ^ rúnum. En máttur hans er æ hinn sa®1! sem hann þrumar óðinn sinn eilífa undir logum og stjörnubliki vetrarnæturinnar geislaflóði sumarsólarinnar. vafnr' eða Aðalfossinn fellur lóðrétt niður i mikið, sem áin beljar síðan eftir langa l®1^ ine HBIMILISBLAÐIÐ 94

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.