Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1956, Blaðsíða 31

Heimilisblaðið - 01.05.1956, Blaðsíða 31
geta leitað til hennar. Stutta stund gat hún Vli-t andlit hennar fyrir sér, þetta hreyfingar- Wsa andlit, sem aldrei framar gat horft á ^ana eða talað við hana. Bráðum átti hún að- eins minningarnar eftir. Hún henti sér á hnén í hræðilegri örvænt- lngu. Hún kreisti saman hendurnar og þrýsti Ser niður að líkinu. Hún þakti sængina með *°ssum. Svo hrópaði hún með sársaukaþrung- lnni röddu: >A mamma, elsku bezta mamma mín!“ En °P hennar köfnuðu í sænginní, sem hún hélt UPP að vitum sér. Hún fann, að henni lá við sturlun, eins og n°ttina hræðilegu, þegar hún komst að ótryggð nJiens og hafði hlaupið út í snjó og kulda. ^tnn stóð á fætur og hraðaði sér út að glugg- anum til að anda að sér hreinu og hressandi lofti. Náttúran hvíldi í djúpum dvala. Máninn kast- e®i silfri sinu yfir slegna akra, lauf trjánna og ahð í fjarlægð. Hinn unaðslegi friður sumar- ^turinnar streymdi inn í sál Jennýar og lægði uur örvæntingarinnar. Tárin byrjuðu að renna úr augum hennar. . Því næst gekk hún aftur að rúminu og sett- lst> Um leið og hún tók utan um hönd móður Slnnar, eins og hún vekti yfir sjúklingi. Stórt skorkvikindi hafði villzt inn í her- Dergið. Það sló vængjunum í loft og veggi °S flögraði suðandi um herbergið. Jenný heyrði suðið, en hún sá aldrei nema skugga kvikind- 1Slns, sem sveif undir hvítu loftinu. Svo varð allt þögult. Jenný veitti næst at- ^Sli tifi borðklukkunnar og öðru tifi, sem var ^klu veikara. Það var vasaúr móður hennar, Sein var ennþá í kjólnum, er hafði verið lagður ?fir fótagaflinn á rúminu. Ósjálfrátt datt Jenný 1 ^Ug, að ef til vill gæti ennþá leynst líf með 1u°ður hennar og hún færi allt í einu að hreyf- ast í rúminu. Sorg Jennýar og örvænting bloss- aði upp að nýju. Hún athugaði, hvað klukkan væri. Hún var tmplega hálf ellefu. Hún fylltist hræðilegum eyg við nóttina, sem í vændum var. Liðnir atburðir komu fram í hugann, minn- ’ngar úr lífi hennar. Rosalie, Gilberte — sár- Ustu vonbrigði lífs hennar. Lifið var sannkall- aðUr táradalur. Allstaðar voru vonbrigði og ^rigðrnælgi, þjáningar, sorg og dauði. Hvar var ®gt að finna frið og ánægju? Aðeins í öðr- Um heimi. Hún fór að íhuga hina dularfulllu spurn um tilgang tilverunnar, en niðurstöð- urnar urðu býsna þokukenndar. Hvar skyldi sál móður hennar vera nú, sál þessa ískalda líkama? Ef til vill langt, langt í burtu. Kannske einhversstaðar úti i himingeimnum ? En hvar? Flögraði hún um ráðvillt, eins og fugl, sem hefur sloppið úr búri? Hafði hún verið kölluð heim til Guðs? Eða átti hún fyrir sér að endurholdgast í nýju efni á nýjum stað? Allt í einu fannst Jenný hún finna fyrir snertingu. Hún fylltist hræðilegum ótta. Hún þorði ekki að hreyfa sig. Hún fékk ákafan hjartslátt. Skorkvikindið fór aftur að suða og baða út vængjunum og flögra um herbergið. Jenný stóð upp og snéri sér við. Augu henn- ar staðnæmdust við skrifborðið, þar sem móð- ir hennar geymdi helgidóma sína. Hún varð gripin kynlegri löngun til þess að lesa, einmitt í nótt við dánaðbeð móður sinn- ar, gömlu bréfin, sem þarna voru geymd, lesa þau á sama hátt og þegar húslestur er lesinn. Henni fannst, eins og hér væri um að ræða vandasama en helga skyldu, og hún yrði að rækja hana og gleðja þannig móður sina í öðr- um heimi. Þarna voru bréf frá afa hennar og ömmu, sem hún hafði aldrei þekkt. Hana langaði til þess að votta þeim samúð hér við lik dóttur þeirra, samhryggjast þeim á nótt sorgarinnar. Hana langaði til þess að hnýta dularfullt vin- áttusamband á milli sín og látinna ástvina. Hún gekk að borðinu og dró út neðstu skúff- una, sem hafði að geyma tíu litla gulnaða pappírsbunka, sem voru vandlega vafðir sam- an og lagðir snyrtilega hver við hliðma á öðr- um. Hún tók upp bréfpakkana og lagði þá alla í rúmið hjá liki barónsfrúarinnar. Síðan byrj- aði hún að lesa. Þetta voru bréf, sem finnast hjá öllum göml- um fjölskyldum. Frá þeim andaði blær liðins tima. Það fyrsta byrjaði með orðunum „Yndið mitt“. Svo komu ávörp, eins og þessi: „Elsku stúlkan mín“. — „Hjartans barnið mitt“. — „Elsku Adelaide". Þarna voru bréf til henn- ar á barnsaldri, þegar hún var orðin ung stúlka og seinna ung kona. öll voru bréfin þrungin ástriðufullri um- hyggju og barnslegri hjartagæzku og blíðu. Þau greindu frá hversdagslegum viðburðum, sem » 119 REIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.