Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1956, Blaðsíða 19

Heimilisblaðið - 01.05.1956, Blaðsíða 19
^nsk ævintýri og sögur, vl AULABÆJARBIJAR Klæðskeri Aulabæjarbúa. Einu sinni fundu Aulabæjarbúar krabba. Þeir höfðu aldrei á ævinni séð annað eins dýr, því að þeir héldu, að griptengur hans væru skæri, °S beir skildu ekkert í, hvað þetta gæti verið " það var hreint eins og að sjá draug um bábjartan daginn. ^inn þeirra sagði: 'iHann Paavo sonur minn hlýtur að vita, bvað þetta er. Hann hefur séð sig þessi ósköp 11111 í heiminum og tekið þátt í öllu mögulegu. ^ann hefur komið einu sinni í kirkju og tvisv- ar sinnum í mylluna." Síðan var Paavo sóttur, til þess að líta á ^rabbann. Paavo skoðaði krabbann bæði framan frá og aHan frá. En þegar krabbinn tók til að ganga aHur á bak, eins og hans var vandi, þá vissi eilginn maður lengur, hvað var afturendi á hon- og hvað framendi. "Margt hef ég nú séð og upplifað um dag- aila> en aldrei annað eins og þetta,“ sagði Paavo. "^fturendinn á honum virðist vera að framan °6 frarnendinn að aftan!“ Ekki urðu Aulabæjarbúarnir mikils vísari af essu. Að lokum sagði sá þeirra, sem elztur var: "Annaðhvort er þetta dýr eða klæðskeri. etlnilega er það klæðskeri, því að hann hefur tvenn skæri.“ ög þar sem krabbinn hafði verið útnefndur . ^ klæðskera, þá var farið með hann inn í þorp- ’ °g átti hann að sýna, hversu vel hann kynni ^ sins verks. ■^egar inn í þorpið kom, var farið með krabb- 91111 beim til elzta karlsins. Þar var vafinn nið- 9r strangi af úrvals fataefni, lagður á borð og rabbinn látinn upp á efnið. Átti hann nú að Slllða spariföt handa húsbóndanum. En krabbinn hreyfði ekki við að klippa efn- ■ Hann skreið bara fram og aftur eftir því. "Já, einmitt,“ sagði gamli maðurinn. „Þetta er auðvitað einn af þessum útlendu meistur- 9rn’ °g hann lítur svo stórt á sig fyrir leikni Slria> að hann gerir ekki handtak sjálfur, held- ur bendir á, hvar klippa skuli. Hann gengur bara fram og aftur eftir efninu og bendir á með skærunum sínum, og svo eiga nemarnir að klippa þar sem meistarinn bendir á.“ Og nú var reynt að fara eftir þessu. Einn mannanna klippti sundur efnið, þar sem hinn mikli klæðskerameistari benti á. Hann stikaði hvíldarlaust fram og aftur og leiðbeindi þeim með skærunum sínum, og Aulabæjarbúinn varð að vefja niður allan strangann og klippa hann allan niður, og þessu hélt áfram, þangað til allt efnið hafði verið klippt niður í smápjötlur. Þegar allt efnið hafði verið klippt niður, var reynt að sauma sparibuxur handa gamla mann- inum úr pjötlunum, en ekki reyndist unnt að koma neinu lagi á það, hvernig sem þeir sneru pjötlunum fyrir sér. Þetta dýra efni var orðið til einskis nýtt. „Burt með þig úr mínu húsi, svikahrappur- inn þinn!“ öskraði karlinn og þreif í krabb- ann. En hann kleip þá í örvæntingu sinni í fing- urinn á karlinum, svo að hann æpti: „Hjálp! Morðingi! Sáuð þið, hvernig hann ætlaði að myrða mig með hárbeittum skær- unum sínum? Það verður að dæma hann undir eins, og það til þyngstu refsingar.“ Og þar sem forystumaður Aulabæjarbúanna heimtaði dauðadóm, var krabbinn í einu hljóði dæmdur til lífláts sem svikari og morðingi. Og nú var um það rætt, hvaða dauðdagi væri kvalafyllstur og hræðilegastur, og loks urðu þeir ásáttir um að drekkja krabbanum í ánni. Síðan var krabbinn dauðadæmdi borinn nið- ur á árbakkann, og fylgdi honum fjöldi manns. „Illa hefur þú breytt og ill skulu laun þín einnig verða,“ sagði karlinn og skipaði hinum að kasta krabbanum í ána. Þegar krabbinn kom í vatnið, tók hann strax sundtökin og synti allshugar feginn leiðar sinn- ar. Aulabæjarbúarnir stóðu eftir á árbakkan- um, horfðu á eftir honum og spottuðu hann. „Sjáið, hvernig hann spriklar,“ sögðu þeir. „Það var jafngott á hann, að hann skyldi fá svona kvalafullan dauðdaga.“ 107 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.