Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1956, Blaðsíða 14

Heimilisblaðið - 01.05.1956, Blaðsíða 14
Dauðinn í Evrópumenn þekkja ekki mikið til sjúk- dóms þess, er bilharziose nefnist og er einhver útbreiddasti sjúkdómur varald- arinnar. — Þetta er banvænn sjúkdómur, sem þjáir 150 milljónir manna í Afríku, Suður-Ameríku og Asíu. 1 miðri Kairó stendur einkennileg högg- mynd. Hún er um það bil 2 metrar á hæð, og vissa daga er hún sett upp á vagn og ekið með hana gegnum borgina. Höggmyndin sýnir stór- vaxinn snigil með langa og ægilega fálmara, sem er að kremja undir sér bónda, er hefur verið svo ógæfusamur að lenda í klóm hans. Táknmynd af konu er að reyna að bjarga fóm- arlambinu og reka ófreskjuna í gegn með spjóti sínu. Kona þessi táknar Egyptaland. Hér er um að ræða plágu, sem geisar á þriðj- ungi þess landsvæðis jarðarinnar, sem menn byggja. Hún er óþekkt á hinum norðlægari breiddargráðum, en herjar á nærri því alla Af- ríku, nokkurn hluta hinna fjarlægari Austur- landa, Austurlönd hin nálægari og Suður-Ame- ríku. Sjúkdómur þessi nefnist bilharziose, en er einnig nefndur schistosomiase, og er það álit þeirra, sem til hans þekkja, að hann muni vera einhver útbreiddasti sjúkdómur jarðarinnar. Hann er líka einhver hættulegasti sjúkdómur- inn, því að auk þess sem margar milljónir manna eru sýktar af honum, hefur hann leitt af sér geysimikið efnahagslegt tjón. Eftir því, sem samgöngur verða auðveldari, magnast sjúkdómurinn, þar sem hann heldur áfram að leggja ný héruð undir sig. Yfir 150 milljónir manna þjást af sjúkdómi þessum. Það fólk þjáist af blóðskorti, kyrkingi, næringarefnaskorti og hvers konar líkamlegri hrömun. Fomegyptar þekktu sjúkdóm þennan vel. Getið er um hann á elztu papýrusvafningum, sem um læknisfræði fjalla, og í múmíum frá dögum Faraóanna hafa fundizt egg sníkjudýrs þessa. Árið 1851 fann þýzkur læknir, Dr, Theodor s n í g1u n um Bilharz, sníkjudýrið, og var það heitið honum. Annar þýzkur læknir, Dr. Leiper, ritaði fyrstur manna árið 1915 lýsingu á hinum fur lega lífsferli þess. Hér er um orm að ræða, seI schmarotzer nefnist og hefst við í lifur mauU eða þörmum, karldýr og kvendýr saman, ® fast hvert utan um annað. Stundum smju® þeir einnig inn í heilann, augun eða luuSun Þeir eyðileggja smám saman þau líffæri, se|n þeir setjast að í, og draga svo úr mótstöðuu sjúklingsins, að hann verður óeðlilega mótt® legur fyrir aðra sjúkdóma. Sníkjudýr þetta verpir eggjum í líffælU1 mannsins, og úr hverju eggi kemur lirfa. Li þessar komast í vatn með úrgangsefnum líkaI^ ans. Einhvers staðar á leið sinni í vatninu r ast lirfurnar á næsta dvalarstað sinn, slU sem lifir í fersku vatni. Finni lirfan engan sUl innan 8 klukkustunda, drepst hún. 1 sniglinU^ eykur sníkjudýrið kyn sitt svo að furðu sse^. og þaðan halda svo nýjar lirfur út í vatnið- þær að koma við húð á manni, vinda þ021' inn í hana, líkt og tappatogari. Gerist það sil> :kk> þegar á fyrsta degi, drepst lirfan. Þegar sn íkju' dýrið hefur smeygt sér gegnum húðina, heldur það eftir vessa eða blóðæðum inn í lifriua og líff«erl og þaðan út í meltingargöngin og önnur líkamans. Síðan verpir það eggjum sínumi ^ þar með er lífsferill þessara ókinda hafm11 hluta nyju. Þar sem ormar þessir lifa verulegan ævi sinnar í vatni, kemur plága þessi h£ . niður á löndum, sem miklar áveitur og sku hafa. Egyptaland hefur orðið sérstaklega &r ~ barðinu á þeim. Þjóðarbúskapur Egypta fer e göngu fram kringum ána Níl og áveitusK sem grafnir hafa verið út frá henni. ótölule ^ grúi lirfanna lendir því í skurðunum. íbúat3^ Egyptalands er um það bil 22 milljónir, ^ þeim þjást 80—85% af bilharziose. Ámf ^ hefur verið, að 25% allra dauðsfalla í lan ^ eigi rót sína beint eða óbeint til sjúkdóms P að rekja. Sjúkdómurinn lækkar framlei^s ^ afköst þjóðarinnar um meira en þriðjuuS HEIMILISBLAÐIÐ 102

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.