Heimilisblaðið - 01.05.1956, Blaðsíða 29
er móáir yáar, barónsfrúín, sem er mikiá veik.“
Það fór um hana nákaldur gustur. Langt í
^Urtu sá hún hóp af fólki undir öspunum. Hún
flýtti sér af stað. Fólkið vék úr vegi fyrir henni.
Kún sá móður sína liggja endilanga á jörðinni,
^eð höfuðið á tveimur koddum.
Andlit hennar var svart, augun lokuð, og
brjóstið, sem síðustu tuttugu árin hafði átt
erfitt um hreyfingar, bærðist ekki lengur. Barn-
’Ú var tekið úr faðmi ungu konunnar og borið
burtu.
Jenný spurði óttaslegin: ,,Hvað hefur kom-
fyrir? Hvers vegna hefur hún dottið? Sækið
®frax lækni.“ Þegar hún sneri sér við, kom
aun auga á prestinn, sem á einhvern hátt hafði
e«gið fregnir af slysinu. Hann bauð aðstoð
um leið og hann bretti upp ermarnar á
aempu sinni. En edik, Eau de Cologne og nudd
Var árangurslaust.
„Það er bezt að afklæða hana og bera hana
^m í rúm,“ sagði presturinn.
Joseph Couillard leiguliði, Símon gamli og
, udvige voru öll viðstödd. Með aðstoð Picots
abóta ætluðu þau að bera barónsfrúna inn, en
Úegar þau lyftu henni upp, hné höfuð hennar
aftur og hékk niður, og kjóllinn, sem þau höfðu
fekið í, rifnaði. Þau urðu að leggja hana aftur
a jörðina. Jenný grét af örvæntingu.
Það var sóttur hægindastóll inn í dagstof-
atla, og þegar hún hafði verið sett í hann, tókst
J’ksins að lyfta henni upp. Fet fyrir fet var hún
^°rm upp tröppurnar, og þegar komið var með
, ana inn í herbergi hennar, var hún lögð upp
1 rúmið.
Þar sem þjónustustúlkan var lengi að af-
*ða hana, bauð maddama Dentu aðstoð sína.
aU hafði komið rétt í þessu. Það var eins og
úlkið hefði á réttu að standa, að hún og prest-
Urmn væru fljót að finna nálykt.
Joseph Couillard reið af stað eftir læknin-
um. Þegar presturinn ætlaði að fara heim eftir
^‘'iðarmeðulunum, hvíslaði vökukonan að hon-
Uöl: „Verið ekki að ómaka yður, prestur. Hún
Vaknar ekki aftur til þessa lífs. Það sá ég strax.“
Jenný vissi ekki, hvað gera skyldi eða hvað
1 bragðs ætti að taka. Presturinn vissi ekki
um annað betra en að biðja um syndafyrir-
Sefningu.
k ^ fvo tíma stóð fólkið hjá líflausum líkama
ar°nsfrúarinnar og beið eftir lækninum. Jenný
Var lögst á knén og kjökraði, full angistar og
kvíða.
Þegar dyrnar Íoksins opnuðust og læknirinn
kom í ljós, eygði Jenný nýja von. Hún þaut á
móti honum og sagði allt, sem hún vissi um
slysið:
„Hún var á leið í gönguferð sína, eins og
venjulega. Henni leið vel . . . Hún hafði drukk-
ið bolla af kjötseyði og borðað tvö egg til morg-
unverðar . . . en svo hné hún niður . . . og
varð svört í andliti . . . eins og þér sjáið . . .
og hún hefur ekki hrært legg né legg síðan . . .
við höfum reynt allt til þess að lífga hana við
. . . allt . . .“ Hún hætti að tala. Hún veitti
því athygli, að vökukonan gaf lækninum merki
um, að það væri engin lífsvon. En hún vildi ekki
sætta sig við það og spurði angistarfull:
,,Ó, segið mér, hvort það er alvarlegt, haldið
þér, að það sé alvarlegt?“
Eftir stutta þögn svaraði læknirinn: „Ég er
hræddur um að svo sé. Reynið að herða upp
hugann, í hamingju bænum herðið upp hug-
ann.“
En Jenný henti sér með útbreiddan faðm-
inn yfir móðir sína.
Svo kom Julien heim. Hann varð undrandi.
Þetta kom honum svo á óvart, að hann gat
ekki sett andlit sitt í réttar skorður. Hann
tautaði: „Já, ég átti von á þessu. Eg þóttist
vita, að hún ætti ekki langt eftir.“ Síðan tók
hann upp vasaklút sinn, nuddaði honum yfir
augun, lagðist á hnén, gerði krossmark og
romsaði einhverju upp úr sér, sem átti að heita
bæn. Hann stóð á fætur og vildi fá Jenný til
þess líka. En hún hafði vafið báðum handleggj-
um sínum fast utan um líkið. Hún þakti það
með kossum. Það varð að taka hana burt með
valdi. Hún hegðaði sér eins og sturluð mann-
eskja.
Klukkustund seinna fékk hún að koma inn
aftur. Þar sem engin lífsvon var lengur, hafði
herberginu verið breytt í líkstofu.
Hjá glugganum stóðu Julien og presturinn
og töluðu lágt saman. Maddama Dentu sat
makindalega í hægindastól og saumaði út. Hún
hafði tekið sér sæti, eins og sú, sem er vön
að vaka yfir líki og finnur sig heimakomna þar,
sem dauðinn hefur haldið innreið sína.
Það fór að skyggja. Presturinn gekk til
Jennýar, tók utan um hendur hennar, og reyndi
að hughreysta hana. Hann ræddi um hina látnu,
lofaði hana hástöfum og bauðst til þess að
vaka og biðja hjá líkinu í nótt.
En Jenný afþakkaði boð hans með grátstaf-
117
HEIMILISBL AÐIÐ