Heimilisblaðið - 01.12.1957, Síða 4
skapur og að enginn trúir á þá, þótt svo sé
látið sem þeir gangi alls staðar ljósum log-
um, með fullar hendur gersema, komi með
jólatré og alls konar leikföng frá útlöndum,
komi ofan af fjöllum, úttroðnir af ævintýr-
um, séu viðlátnir að sækja hverja jóla-
skemmtun og alltaf til taks að tala í út-
varpið. Er þá ekki allt hitt skáldað ævintýri
líka, englarnir og sveinninn í Betlehem, boð-
skapur jólanna?
Það er yfirleitt miður gott að blekkja
böm, segja þeim það, sem er vísvitandi
ósatt, jafnvel þótt það sé út af fyrir sig
meinlaus skrökni,' flutt til gamans og í beztu
meiningu. Og þegar verið er í námimda við
alvarleg og helg málefni, er slíkt mjög var-
hugavert. Mörg synd hefur verið og er drýgð
á þessu sviði, óviljandi og í hugsunarleysi.
Menn hugsa ekki út í, að þeir misþyrmi ein-
lægni bama með slíku, þeirri tæru námfýsi
og trúnaði, sem þeim er eiginleg. Þetta er
hættan, sem stafar af jólasveinafaraldrinum.
Og satt að segja er ekki ugglaust um, nema
hin mikla fylking jólasveina, sem auglýs-
endur og aðrir aðilar leiða fram á sjónar-
sviðið um hver jól, sé næsta rúmfrek í hugar-
heimurn barnanna, í samanburði við þann
helga sannleik, sem jólin hafa að boða bæði
ungum og gömlum.
En víkjum aftur að þeim þræði, sem upp
var tekinn í byrjun. Ég ætla, að jólin hafi
allt fram á vora daga verið ennþá meiri
hátíð með íslendingum en öðrum og sé það
að nokkru leyti enn. Eitt er til marks um
þetta: Islendingar eiga mikinn jólaskáld-
skap, sennilega fleiri jólakvæði að tiltölu
en aðrir. Skáld eru vitni um það, sem þjóð-
arsálin geymir og íslenzkar bókmenntir eru
glögg vísbending um ítök jólanna. Vera má,
að íslenzka skammdegið hafi gert birtu
þeirra ennþá áhrifameiri hér en annars stað-
ar. Um orsakir þessa mismunar skal ekki
rætt hér né nánar farið út í það, hvort hann
sé staðreynd eða ekki. En svo mikið er víst,
að jólin hafa verið hin bjarta, skínandi perla
á ársins hring í vitund þessarar þjóðar um
aldaraðir. Það er næsta skammt síðan há-
tíðabrigðin voru fólgin i mjög svo [áteek^
* líi
um efnum á vorn mælikvarða, sem nu
um: Moldargólf bæjarins voru sópuo
tekið til á syllum og pöllum, nýr hroði ^
inn undir rúmin, steypt kerti og s°_
hangikjöt. En barnið lifði það, sem ení*1^
íburður getur skapað: Helgi, það fann
í nánd við hið heilaga, himneska. Það 11
þetta í gleði sinni yfir kertinu á rúms^^
anum og nýju, heimaunnu flíkinni, en « '
og fremst lifði það helgina í þeirri djnP
lotningu, sem hvíldi yfir svip og fasi 1
orðna fólksins, þegar jólasálmurinn var
* xT'
inn upp og húslesturinn lesinn: ,,JNU
byrjuð blessuð jól . . .“, ,,Og það bar &
þeim dögum . . .“.
Upp af minningum um slíkt helgihal^ e^
sum fegurstu kvæði íslenzkra bókmenI1^
sprottin. Þau eru flestum kunn. En þa^ s ^
ar ekki, þótt vér rif jum fáein þeirra upP p
Jólin í Skógum í Þorskafirði fyrir
síðustu öld hafa ekki verið haldin a
irr*
s ú
mannlegan hátt. En Matthías minnist þel
jóla rúmlega hálfsextugur að aldri
minning fæðir af sér ljóðperlu, sem lelt
um aldur í heimi íslenzkra bókmennta-
Fullúel man ég fimmtíu ára sól,
fullvel meir en hálfrar aldar jól,
man það fyrst, er sviptur allri sút
sat ég barn með rauðan vasaklút.
Kertin brunnu bjart í lágum snúð,
bræður fjórir áttu Ijósin prúð,
mamma settist sjálf við okkar borð,
sjáið, ennþá man ég hennar orð:
„Þessa hátið gefur okkur Guð,
Guð hann skapar allan lífsfögnuð,
án hans gæzku aldrei sprytti rós,
án hans náðar dæi sérhvert ljós.
Þessi ljós, sem gleðja ykkar geð,
Guð hefur kveikt, svo dýrð hans g®lu^ S
Jólagleðin ljúfa lausnarans
leiðir okkur nú að jötu hans."
Síðan hóf hún heilög sagnamál,
himnesk birta skein í okkar sál,
aldrei skyn né skilningskraftur minn
sldldi betur jólaboðskapinn,
Margan boðskap hef ég hálfa öld
heyrt og numið fram á þetta kvöld,
224 — HEIMILISBLAÐIÐ