Heimilisblaðið - 01.12.1957, Page 5
sem mér kveikti ljós við ljós í sál, —
'jós, sem oftast hurfu þó sem tál . . . .
Ljá mér, fá mér litla fingur þinn,
jjúfa smábarn. Hvar er frelsarinn?
^yrir hálmstrá herrans jötu frá
hendi ég öllu: lofti, jörðu, sjá!
í’rerriur árum síðar yrkir Matthías annað
, _ væði (hann orti mörg fleiri) og býður
átíð hátíða“ að koma enn blessaða:
Séð hef ég þinn
sextigu vetur
ljósbaðm lýsa
lýða hreysi.
Leit ég hann fyrst
í litlu kerti
meinlaust barn
við móðurkné.
■ Þá var ljós, ljós,
og ég lét mér nægja
lítinn stúf, —
því mér lýsti Guð.
Sá ég seinna
suður með Englum
jólahallir
jörmunháar
logum lýstar
og lýsigulli,
skrúði og skrauti
svo að skar í augu.
Grét ég Guði
góðum tárum
minnugur minna
móðurbyggða.
„Vert' að veröld",
varð mér að orði, —
„glottað get ég
að glysi þínu".
Hygginda sál,
sem í húmi starir
lúin og leið
á ljósaskiptum:
Hverf til baka,
ver barn á ný,
svo að þitt guðsljós
glæðist aftur.
Les og lít
í letri fornu
hærri speki
en spillta tíma,
dýpri spám
drembins hjarta,
ynnilegri
efans fræði.
Kveikið mér jól
í Jesú nafni,
elska, yndi
og æskuljómi.
Bú oss í brjósti
blessað guðspjall,
blessað guðspjall,
þú ert barnið í oss.
Jón Magnússon lýsir vel heilögum jólum
í baðstofu fátæks heiðarbýlis í kvæðaflokkn-
um „Björn á Reyðarfelli“:
Loks var komin heim í hlaðið
hátíð ljóssins, glæst og tigin.
Barnaaugun óraleiðir
eygðu hana gegnum skýin,
nú var hún með allra óskir
inn í þeirra fylking stigin.
Föður sínum Leifur litli
létti störfin allan daginn.
Ærnar rak hann út að lindum,
eldiviðinn dró í bæinn.
Jötusalla fyrir fugla
fleygði úr lófa út á snæinn.
Þraut að kveldi annir allar.
Yfir bænum Drottinn vakti,
norðurljósa breiðabliki
bláa, víða hvelfing þakti.
Mamma, unnar eigin höndum,
öllum gjafir sundur rakti.
Vakir margar myrkar nætur
móðurhuginn einn í förum.
Enginn jólaköttinn klæddi.
Kysst var mamma heitum vörum.
Engin börn um alla jörðu
undu betur sínum kjörum.
Kvöldið leið sem ljúfur draumur.
Ljómaði sérhver hlutur inni,
eins og þúsund ljósum lýsti
lampinn gamli að þessu sinni,
og í kringum kertin litlu
krans af stjörnulogum brynni.
Gamla bók i brúnum spjöldum
Björn tók þá af hillu niður.
Nú fannst engum langur lestur,
HEIMILISBLAÐIÐ — 225