Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1957, Side 42

Heimilisblaðið - 01.12.1957, Side 42
Lífið kallar Dag nokkurn, þegar Frans af Assisi stóð og gróf í garði sínum, var hann spurður, hvað hann myndi gera, ef hann fengi allt í einu að vita, að hann lifði ekki til sólseturs. Hann svaraði: ,,Ég myndi ljúka við að grafa garð minn.“ , Að mínum dómi á þetta svar erindi til okkar, sem nú lifum — og þá sérstaklega til ungu kynslóðarinnar, sem er huglaus vegna þess að þurfa að heyja lífsbaráttuna í þessum ótrygga heimi. Við getum ekki verið örugg um neitt, segir unga fólkið, hvorki nú né á næstu ár- um né þar næstu árum. Hvers vegna ættum við að vera að reyna að skapa okkur til- veru? Hvers vegna ættum við að leggja stund á nám, taka próf, gifta okkur, eiga börn eða skapa okkur lífsstarf? Hvers vegna '*• mála mynd eða semja lag eða byrja að skrifa bók? Frans af Assisi svaraði því með þessari einföldu setningu: Haldið áfram að grafa í garði yðar. Verkefnin eru óþrjótandi, og þau bíða okkar —- húsið, sem þarf að smíða, bókin, sem á að skrifa, prófið, sem þarf að standast. Ef framtíðin er ekki björt, þá hugsið út í, að hún hefur verið það svo oft áður. Hversu svartar sem horfurnar eru og hversu mjög sem við óttumst nóttina, þá erum við betur undir lífsbaráttuna búin, ef við höfum hingað til notað tækifæri okkar á réttan hátt. Lífið bíður okkar, og það er skylda okkar að lifa því af heilum hug. — Dorothy Van Doren. Póstkröfurnar. Nokkrir eiga enn óinnleystar póstkröfur. Látið ekki lengur dragast að innleysa þser, þar sem þér nú hafið fengið allan árganginn. Útsölumenn! Munið að senda blöð, sem hjá ykkur kynnu að liggja frá fyrri árum. Vitranir frá æðra heimi, eftir Sadu Sundar Singh fást á afgreiðslu Heimilis- blaðsins. Bókin er óvenju ódýr, kostar 15 krónur, og er send með póstkröfu þeim er óska. 262 — HEIMILISBLAÐIÐ Gleðileg jól og farsælt nýtt ár Þökkum viðskiptin á liðna árinu. JÁRNVÖRUVERZLUN JES ZIMSEN H.F. REYKJAVÍK Leiðréttingar. r í 3.—4. tbl. þessa árs birtust tveir ljóðabál" Hafliða Finnbogasonar. í 28. erindi „Vesturfn1"^ innar" hefur slæðzt villa, og er 3. ljóðlína r þannig: Þornatýrum það skal tjá. ^ Línubrengl hefur orðið í „Ljóðabréfi", og el erindi rétt þannig: Bendi alma biðja vil bréf að Litla-Hóli hljóti ei tálman — heldur skil Helgu Pálmadóttur til. í síðasta blaði (9,—10. tbl.) féll niður síðaS‘g lína greinarinnar „Tókíó" (bls. 203). Greinin 0 , enda þannig: Og samt er framtíð hvíta mannsin Asiu nátengd svarinu. Tvær ævintýrabækur fyrir börn. Bókaútgáfan „Smári" hefur sent Heimilisblf^ tvær smábækur, ætlaðar til gjafa handa börnum. Er það „Sagan um Gamla Nóa Hrefnu á Bergi (verð 12 kr.) — og „Ævintýri litlnn1 efdr líalln biftir og Paila“ (þeirra sömu, sem Heimilisblaðið frásagnir af, en þó önnur ævintýr). Verð Frágangur beggja ritanna er ágætur og erU v prýdd litmyndum á kápu.

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.