Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1962, Page 5

Heimilisblaðið - 01.07.1962, Page 5
því að þau synda hringinn í kringum há- karlinn. Skyndilega ráðast höfrungarnir á hákarlinn og reka hausana í skrokk hans svo innyflin sprynga. Þegar ég var í veiði- ferð eitt sinn, sá ég hákarl stökkva með ferlegum krafti upp úr sjónum. Ég réri nær og uppgötvaði að sex höfrungar höfðu umkringt hákarlinn og skiptust á um að láta höggin dynja á honum, annað hvort undir kverkina eða í kviðinn. Að lokum vai'ð hákarlinn svo aðframkominn, að hann sökk til botns í tærum sjónum. Höfrungar eiga auðvelt með að draga uPpi stærstu farþegaskip og synda að jafn- aði 45 4 klukkustund. Vísindamenn- ú’nir hafa komizt að því að hraðanum veld- ur> ásamt fleiru, að undir húðinni hefur t>öfrungurinn gljúpan, svampkenndan vef, sem gerir honum fært að stilla yfirborð skrokksins eftir hreyfingu sjávarins. Gagn- stætt líflausum skipsskrokknum getur lík- ami höfrungsins breytt um lögun eftir öldu °S straumi. Slíkur næmleiki fyrir mismun- andi vatnsþrýstingi getur dregið úr snert- ingsmótstöðunni allt að 90%. Margar sögusagnir eru sagðar af höfr- ungum, sem tekið hafa að sér hlutverk bjargvættsins. Á Florida var kona að baða SlS begar undiralda tók hana út með sér. ’ Skyndilega fann ég að ofsalegur kraftur Peytti mér upp á grynningarnar aftur,“ Sagði hún. „Þegar ég brölti á fæturna, var eu&inn í námunda við mig nema höfrung- Ur_> sem svamlaði fimm til sex metra frá Síðar sagði mér vitni, að hann hefði Seð böfrunginn þeyta mér upp úr sjónum.“ - bók, sem fjallar um loftorrusturnar á Vrrahafi, segir dr. George Llano frá höfr- ungi, sem reyndi að draga gúmmíbát skip- 1 eka. Hugvélar að næstu ey. Til allrar ó- amingju var eyjan hersetin af Japönum nV voru því flugmennirnir neyddir til að . a hinn góðviljaða bjargvætt burt með arunum. Syona tilfelli verða að skoðast sem leik- b eði höfrunganna, segja haflífsfræðing- ainir. þeir ástunda það ekki eingöngu að Jarga mönnum, heldur geta einfaldlega ^ emmt sér við að ýta einu og öðru upp and. Einn líffræðinganna rökstyður enninguna með ljósmyndum af fjórum HEiM höfrungum, sem stríða við að mjaka gegn- blautri dýnu á land. Maður getur ekki að sér gert að smitast af gáskafullu græsku- leysi því sem einkennir höfrungana þegar þeir leika alls konar listir — spila körfu- bolta, blása í lúður, stökkva í gegn um tunnugjörð 0. s. frv. Vísindamaður sá einu sinni ofsa kátan höfrung þrífa í sporðinn á fiski og synda á bakinu með hann án þess að styggja hann nokkuð. Og sjálfur hef ég séð ungan höfrung reiða skelpöddu á trón- unni heilan hring, í fiskabúri. Hörfungarnir eru svo fljótir að smala saman fiski, að þeir hafa verið kallaðir „kúrekar hafsins“. Fiskimaður sagði mér frá því, að einu sinni hefði hann séð höfr- unga umkringja fiskitorfu og reka hana á grynnri sjó, þar sem þeir skiptust á um að éta af henni. Strax þegar höfrungur var mettur fór hann í hringinn til hinna og hjálpaði við að halda torfunni saman með- an sá næsti át. Mörg dæmi eru til þess, að höfrungar hafi hjálpað skipum til að komast krappar og hættulegar siglingaleiðir. Frægastur þeirra er „Pelorus Jack“ sem sást fyrst á Pelorussundi við Nýja-Sjáland 1888, og vísaði skipi fram hjá mörgum blindskerj- um, þar sem ófá skip höfðu áður strandað. Sjómennirnir fóru að fylgjast með Jack, og skipstjórarnir tóku miðið eftir bakugga höfrungsins, þar sem hann svamlaði stöð- ugur og öruggur fram hjá öllum hættu- legum skerjum. Skyldurækinn eins og hafn- sögumaður var Pelorus Jack ætíð til staðar þegar gufuskip þurftu að sigla út eða inn. Hins vegar skipti hann sér ekki af segl- skipum. Ef til vill naut Jack aðeins hávaðans frá skipsvélunum. En hver svo sem ástæðan var fyrir því að hann tók að sér hafnsögu- mannsstarfið, þá vitum við, að þegar Jack krækti fyrir hættuleg sker af óbrigðulu ör- yggi, var það að þakka sérstakri „ratsjá“, sem allir höfrungar hafa frá fæðingu og, samkvæmt staðhæfingu dr. Winthrop Kel- logg frá ríkisháskólanum í Flórida, er miklu fullkomnari en t. d. þær, sem not- aðar eru í kafbáta. Ratsjár okkar mannanna senda frá sér hljóðbylgjur og taka aftur við endurvarpi ilisblaðið 137

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.