Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1962, Blaðsíða 10

Heimilisblaðið - 01.07.1962, Blaðsíða 10
festina, sagði hún sem annars hugar: „Hversu mikils virði haldið þér annars, að þessi hálsfesti sé?“ í rauninni bjóst hún ekki við að heyra nefnda neina risaupphæð, verðgildið var ekkert aðalatriði fyrir hana, en engu að síður varð hún fyrir ósegjanlegum von- brigðum, þegar gullsmiðurinn brosti elsku- lega og sagði með nokkuð yfirlætislegum hreim: ,,Ja, þótt þetta séu óvenju fallegar eftirlíkingar af perlum, mynduð þér ekki fá fyrir þær nema svo sem 4 til 5 hundruð franka, ef þér vilduð selja þær.“ Agndofa og sem annars hugar reikaði hún heim í íbúðina í Batignolles. í fyrsta skipti í hjónabandinu hafði hún orðið fyrir vonbrigðum með mann sinn, sem hún hafði hingað til borið ótakmarkað traust til í smáu sem stóru. „Fyrsta léttúðarsporið," hafði hann sagt. Æjá! Og svona perlur var hægt að kaupa hvar sem var; allir höfðu efni á því. Það var varla hægt að kalla það léttúð í meðferð fjármuna. — Hún táraðist, af sorg og gremju. En — skyndilega flaug sá þanki í hug henni, að ef til vill hefði maður hennar sjálfur orðið fyrir prettum í kaupunum. Átti hún að spyrja hann? Nei, það gat hún ekki — af ótta við að særa hann, ef hann væri þess meðvitandi, að perlurnar voru óekta — og til þess að leyna vonbrigðum sínum, lét hún sem ekkert væri og hélt áfram að bera perlurnar um hálsinn dagsdaglega. Að sjálfsögðu hafði þessi uppgötvun eng- in áhrif á ást hennar til Frédérics, en hún gerði það að verkum, að Helena varð þög- ulli í framkomu, í hvert sinn sem henni varð hugsað til festarinnar.------- Árin liðu. Þau hjónin voru fyrir löngu flutt búferlum úr Batignolles í fínna íbúð- arhverfi. Fátækleg húsgögn þeirra voru horfin og önnur ríkulegri komin í þeirra stað, og þau áttu eigið stórt og fallegt hús. Þegar hér var komið sögu, átti Helena marga og raunverulega verðmæta skart- gripi. En í skartgripaskríni hennar lá ennþá „hin fyrsta léttúð“ Frédérics — sem beizk endurminning um vonbrigði hennar forð- um. Svo var það ekki alls fyrir löngu, aö sessunautur Helenu í hátíðlegu miðdegis- boði hjá Racepurs-hjónunum sagði við hana: (Hann var þekktur gimsteinasali); „Ég dáist svo sannarlega að perlufestinn1 yðar, frú. Hún er vissulega ein sú fegurstí* sinnar tegundar, sem ég hef séð.“ „Æ, finnst yður það virkilega?“ „Já, ég meina þetta, frú mín, og ég veit ofur vel um hvað ég er að tala,“ hélt ham1 áfram, rétt eins og hann hefði lesið hugS' anir hennar. „Ég myndi hafa ánægju af því að mega athuga hana nánar einhvern daginn, til að geta sagt um verðgildi henH' ar.“ f rauninni varð Helena ennþá meira undrandi núna en nokkru sinni í fyri’3 skiptið hjá gimsteinasalanum, sem sagði henni að perlurnar væru einskis virði. Hú11 hraðaði sér því daginn eftir til hins síðar1 sérfræðings, sem athugaði festina gauni' gæfilega og sagði að því búnu: „Ég skíú láta yður fá 100.000 franka fyrir keðjuna> ef þér viljið vera svo elskuleg að láta inté fá hana. Einn af viðskiptavinum mínumi amerískur milljónamæringur, safnar ein- mitt perlufestum af þessu tagi.“ „En hún er alls ekki til sölu,“ stamað1 Helena upp, í senn steinhissa og frá séJ' numin af gleði. „Þetta er fyrsta gjöfim sem maðurinn minn gaf mér . . .“ Hún var í þungum þönkum, er hún gekk heim á leið. f tuttugu ár hafði einnri^ þessi festi verið orsök leyndrar gremju °£ vantrausts í garð Frédérics. í tuttugu löní ár hafði Helena haft Frédéric fyrir rang1'1 sök. Um þetta er hún einmitt að hugsa, Þal sem hún nú situr og horfir á mann sin11, Hann les dagblaðið án þess að hafa hu£' mynd um allt það umrót, sem átt hefur se1 stað í hug hennar. Hann hefur áreiðanleg11 aldrei haft hina minnstu hugmynd um þal’ allt eins og það var. En í takmarkalaus1'1 þörf sinni til að veita honum einhve1'11 snefil af réttlætri uppreisn og þakkl^1’ tekur hún festina af hálsi sér og strýku1 perlurnar varfærnislega í lófa sínum. Ha1111 finnur loks, að augu hennar hvíla á honuh1’ og hann lítur upp frá blaðinu og spy1 l'P 142 HEIMILISBLA®

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.