Heimilisblaðið - 01.07.1962, Side 12
Og sjö voru árshringar útrunnir þá,
er endaði styrjöldin löng,
og Noregur lyfti sér fárinu frá
og fáninn var dreginn á stöng.
Glaður og sæll var þá Hjálmar í hjarta,
ei hugðist hann faðma að sér unnustu bjarta.
En örlögin fara ekki eftir því grand,
þó elskendur byggi sér draumanna land.
Um alstirnda nóttu á indæla grund
Jreir aftur heim náðu um síð,
allir svo glaðir og léttir í lund,
Jdví liðin var hörmungatíð.
Hjálmar sér flýtti með fagnandi hjarta
að finna í kofanum ástmeyju bjarta,
er blundaði foldin í friðsælli ró,
en fuglarnir sungu í blómguðum skóg.
Hann tjóðraði hestinn og hljóðlega gekk
til hússins og knúði Jiar dyr.
Vonglöðum augum þar einn sá hann rekk,
með andlit á glugga hann spyr:
„Hver ertu? og hvert ertu um nóttu að fara?“
„Nafn mitt er Gyldenkranz," Hjálmar réð svara.
„Ég leita eftir unnustu, er átti ég hér,
upplýsing bið ég að veitir þú mér.“
„Svo það er þá Hjálmar. — Þú velkominn vert
frá vopnanna ógnandi þraut.
En það get ég sagt þér, að Hulda er ei hér,
})ví hún er á veglegri braut.
Foreldrar hennar nú sálaðir sofa.
Hún sést ekki lengur i fiskimanns kofa.
Við Rósenkranz greifa við gæfunnar hag
gefin í hjónaband var hún í dag.“
„Ó líknsami guð, þú sem læknar öll mein!
Nú logar mitt hjarta af kvöl.
Heimsenda milli meyja er ei nein,
sem mýkir það hugarins böl.
Astkæra Hulda, nú hefur þú svikið
það hjarta, sem Jró hefur elskað þig mikið.
En til þess að sjáir þú svikanna gjöld
með sverði ég myrði jjinn brúðguma í kvöld."
Með tíðindi þessi svo brott reið hann brátt
um bjarkanna niðdimmu göng
á spretti, svo dundi í hófunum hátt,
og hljóðið í skóginum söng.
Af fjörugu spili nú heyrði hann liljóminn,
hvarvetna blasti við skrautið og Ijóminn.
Hann svitnaði um enni, til svima hann fann,
er sá hann í dyrnar á skrúðbúnum rann.
Þar staðnæmdist Hjálmar og horfði í kring,
því hugurinn blindaði sjón.
Þessu næst dró hann af hendi sér hring
frá Huldu, sem bjó lionum tjón.
I hjartanu minningar blíðlegar brunnu
blóðlituð tárin af hvörmunum runnu,
með brúðarkrans þegar hann brúðina sá
við brúðgumans síðu í skrautinu gljá.
„Að síðustu taktu nú hringinn þinn hér,
sem á hendi mér ávallt ég bar.
I gröfina þarf ei að grafa hann með mér,
gull er til ónýtis Jrar.
En hafir þú samvizku, er leiðið þú lítur,
loga af kvölum og blygðun þú hlýtur,
að ströndinni fögru, er svífur þín sál
hvar síðast við töluðum skilnaðarmál."
En brúðurin unga í ómegin brátt
ofan úr sætinu skall.
Hann tók þá upp kransinn og tætti hann í smátt,
af tálinu hugurinn svall.
Boðsgestum flestum var flúin öll kæti.
Hann flýtti sér þegar að brúðgumans sæti,
síðan með tryllingi brandinum brá,
unz blóðugur halur á gólfinu lá.
Þá veitti hann sér helsár og bliknaði brá,
en boðsfólkið þusti úr rann.
Læknirinn ráðþrota rýndi á þá.
því rekkana viðskilna fann.
Þá vaknaði Hulda úr öngviti aftur
óvæntur beygði hana forlagakraftur.
Þá bliknuðu kinnar, er báða hún sá
brúðguma og unnusta helvegi á.
Hjálmar var fluttur í feðranna borg,
þar sem faðir hans, Gyldenkranz, var.
Og aldraðir foreldrar ærðust af sorg
yfir önduðum syninum þar.
Hann skyldi þar geymast, unz gröfin liann byrgð1’
en grátþrungin Hulda hann beisklega syrgði,
og þegar að morgni var lýðum það Ijóst,
að lá hún þar dauð við hans stirðnaða brjóst.
A líkinu örmunum hélt hún um háls,
að hjarta sér Jrrýsti hans mund.
Á blómgaðri ströndinni fuglinn söng frjáls,
sem forðum á skilnaðarstund.
I gröfinni saman þau sofa á beði,
en sálirnar lifa við unað og gleði,
þar sem elskendur lenda af örlaga sjó,
að endaðri lífstíð — í friðsælli ró.
144
heimilisblaðI®