Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1962, Qupperneq 14

Heimilisblaðið - 01.07.1962, Qupperneq 14
Óli reyndi aS verjast sem bezt hann mátti. En vængir fuglsins lustu hann á hend- urnar með feikna afli. Klær hans rifu hann til blóðs. Harður og kengboginn goggurinn leitaðist við að höggva hann í andlitið. Drengurinn hrasaði og féll til jarðar. Nú er úti um mig, hugsaði hann um leið og hann hnaut. Gústaf hafði fylgzt með öllu. í sama vetfangi og fuglinn réðist gegn vini hans, hljóp hann til með viðarlurk í hendi, sem hann án frekari umhugsunar hafði slitið af trjábol. Hann sló nú af öllum kröftum móti fuglinum, er veittist óðara gegn hon- um. f því sem fuglinn nálgaðist hann, veitti hann honum þung högg, svo að hann hörf- aði til baka. Fótur piltsins rakst í stein, og sá stutti var ekki lengi að grípa stein- inn og slöngva honum móti fuglinum. Hann hæfði eins og bezt varð á kosið. Fuglinn hné saman. Verið gat, að hann væri enn með lífsmarki — en kannski var hann dauður. Allavega vildi Gústaf ekki eiga neitt á hættu. Óðara réðist hann gegn vargnum og sló hann, unz hann lá með öllu hreyfingarlaus. Þá var Óli staðinn upp. „Ég held hann sé dauður,“ sagði Gústaf og greip til fuglsins. „Já, hann er stein- dauður.“ „Og ég hugsa, að þú hafir bjargað aug- unum í mér,“ mælti Óli hægt og lágt, „því hann reyndi að höggva úr mér augun.“ „Hvers konar fugl er þetta eiginlega?“ spurði Gústaf. „Líklega er þetta örn,“ svaraði Óli, „en pabbi getur annars sagt okkur það. Við verðum að fara með hann heim — og hér- ann líka.“ „En hvað um skólann?“ spurði Gústaf. „Hann má bíða til morguns.“ Þegar drengirnir komu heim með hér- ann og risafuglinn rotaða, varð uppi fótur og fit. Faðir Óla gaumgæfði hinn vængj- aða Golíat allrækilega. Síðan sneri hann sér að Gústaf. „Þú ert tápmikill piltur,“ mælti hann j viðurkenningartón, „því að í fyrsta lag' hefurðu bjargað Óla úr bráðum hásk9' Ránfuglinn sá arna hefði hæglega getað svipt drenginn minn öðru auganu eða báð- um.“ „En við erum líka vinir,“ var það eina* sem Gústaf gat sagt. „Já, að vísu, En í öðru lagi hefurðu unn- ið bug á arnarkóngi, þeim hinum stærsta ; sem sézt hefur í manna minnum hér um slóðir,“ hélt faðir Óla áfram. „Hann ei' næstum metri á lengd, og vænghafið hálf' ur þriðji metri. Ég geri ráð fyrir, að ríkis- i safnið í Stokkhólmi verði fegið að fá hann til að stoppa hann upp.“ „Er þetta arnarkóngur ?“ spurði Gústat undrandi. „Víst er hann það,“ svaraði faðir Óla> „og þú ert sannkallaður drengjakóngui'j Því, sjáðu nú til, — þú hefur í þriðja lag1 handsamað ræningjann sem stal lömbun- um mínum og geitunum. Enginn annat hefur gert það en náunginn sá arna. Þetta datt okkur hinum aldrei í hug, því að ernh' eru orðnir harla sjaldgæfir hér \ gömln Svíþjóð." „Það heldur þá enginn lengur, að hann pabbi minn — að hann — —“ stamað1 Gústaf. „Láttu engan heyra slíkt þvaður, væn1 minn,“ sagði faðir Óla. „Það hefur aldrei nokkur maður haldið neitt slíkt. En gott var það, að þú skyldir hafa uppi á þjófn' um, og hér hefurðu þinn pening fyi-11 hreystiverkið. Auk þess býst ég við, nð safnið sendi þér einhverja viðurkenningu- Gústaf tók við seðlinum, sem honum var réttur, og síðan hrópaði hann af fögnuðn svo að bergmálaði í fjöllunum. Og Óli tóK undir. Með þeim húrrahrópum var eytt öllun1 ófriði og reiðitilfinningum í byggðinni við Þyrniá. Ræninginn var fundinn — og han11 var ekki hættulegur lengur. 146 heimilisblaðiP

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.