Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1962, Qupperneq 28

Heimilisblaðið - 01.07.1962, Qupperneq 28
Rinaldo flýtti sér á burt úr höllinni, en hann hafði ekki farið langt, þegar hann rakst á mann einn, sem reyndist vera Fabio, þjónn Olimpiu. „Hvað er þetta maður? Hvað ert þú að gera hér?“ „Ég flýði! Konurnar voru handteknar.“ „Konurnar!“ „Greifafrúin, Fortunata, vinkona hennar og auk þess karlmennirnir, sem voru frá Korsíku.“ „Hvar gerðist þetta?“ „Um nóttina var húsið, sem þær voru í, umkryngt af hermönnum. Nicanor var ekki þar. Mér tókst að sleppa.“ „Þetta hlýtur að hafa verið misskiln- ingur!“ Rinaldo lét þjóninn fá peninga og sagði honum til vegar. Sjálfur hélt hann til fjalla og ekki leið á löngu, unz hann hitti þar stigamenn og þá átti eftirfarandi samtal sér stað: „Mig langar að tala við ykkur.“ „Hafið þér villzt?“ „Og komizt til ykkar.“ „Til okkar. — Þekkið þér okkur?“ „Við munum kynnast." „Vitið þér nokkuð um það, hvort okkur langar til þess?“ „Það ríður á miklu fyrir mig.“ „Hvað heitið þér?“ „Er þetta yfirheyrsla?“ „Hvað heitir þú?“ spurði Rinaldo. „Sanardo." „En foringi þinn? Ég vil fara til hans.“ „Stendur ekki lögreglan að baki þér — eða hvað kemur til, að þú leitar okkur uppi?“ „Forn kunningsskapur við iðju ykkar.“ „Hvar hafið þér lært til verka?“ „I Appenínafjöllum og Kalabríu hjá hin- um þekkta foringja, Rinaldini.“ „Þú hlýtur þá að kunna eitthvað. Við tölum oft um hann. Tveir af félögum okk- ar, Jordano og Filippo, hafa líka lært hjá Rinaldini.“ „Við höfum orðið fyrir miklum áföllum. Margir félaga okkar hafa lent í gálganum. Nú erum við ekki nema 18 til 20.“ „Er foringi ykkar ekkert hugaður?“ „Foringi okkar er í hlekkjum í Taborgo. Núna er aðeins millibils-stjórn hjá okkuJ'. Við skiptum mánaðarlega um stjórnanda." „Ekki dugar það. Mér virðist þið yfir- leitt ekki vera neinar hetjur.“ „Við erum nokkuð smeykir, enda hafa stór skörð verið höggvin í lið okkar.“ Nú verða þeir varir við þrjá vopnaða riddara. Sanardo og félagar hans ætluðu að flýja, en Rinaldo hrópaði til þeirra: „Verið kyrrir og sýnið, hvað þið getið. Ég skal gera skyldu mína. Hann stökk á bak og Sanardo hrópaði: „Við skulum ekki hopa.“ Riddararnnir komu nær og hrópuðu til mannanna að leggja niður vopnin. „Farið heim og segið, að Rinaldini hafi aldrei kastað vopnum frá sér,“ sagði Rin- aldo. Riddararnir litu undrandi hver á annan. „Rinaldini?" muldruðu þeir fyrir munni sér. Síðan riðu þeir á brott. „Eruð þið ánægðir með mig núna?“ „En þú ert ekki Rinaldini,“ sagði San- ardo. „Ég er hann.“ „Jæja, þá biðjum við þig að verða for- ingi okkar.“ „Það vil ég,“ svaraði Rinaldo. „Ég ætla að grípa aftur til fyrri iðju minnar og hljóta þær endalyktir, sem ég hlýt að fá. Ég læt alla hugljúfa drauma lönd og leið. Áfram! Ég fer með ykkur.“ Jordano og Filippo stukku á fætur og kysstu hendur hans og grétu af gleði, þegar þeir sáu hann. Aðrir stóðu berhöfðaðir og komu nær, þeg- ar hann gaf þeim bendingu. Þegar alHr voru samankomnir, tók hann til máls og sagði: „Ég geng í félag með ykkur, ef þið sverjið mér trúnaðareiða. Eruð þið ánægð- ir með það?“ Allir svöruðu játandi.“ Rinaldo brýndi því næst fyrir þeim regl- ur flokksins. Sérstaklega lagði hann á- herzlu á að hlífa konum og börnum og koma ávallt fram af göfugmennsku, eftir því sem á valdi þeirra stæði. Allir gengo að því. „Þá er ég foringi ykkar!“ „Foringinn lifi!“ Svo var haldið til felustaðanna í fjöllun- um... Brátt tóku þeir í notkun sem aðalbæki' HEIMILISBLAÐlP 160

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.