Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1962, Side 30

Heimilisblaðið - 01.07.1962, Side 30
eiginmenn handa stúlkunum, sem þér gift- ið?“ „Það geri ég.“ „Giftið þér aldrei stúlkuna þeim manni, sem hún kýs sér sjálf ?“ „Það hefur aldrei orðið, eftir því sem ég bezt veit. En forsjá mín í þessum efnum hefur yfirleitt gefizt vel.“ „Stúlka ein hefur beðið mig að fara bónarveg að yður fyrir sig.“ „Hvað vill hún?“ „María Aldonza vill giftast Nicolo sín- um.“ „Hvað kemur það yður við?“ „Ég rakst á hana grátandi á mörkinni. Ég komst að því, hvers vegna hún var svo hrygg.“ „Bón yðar er sú fyrsta sinnar tegundar. María fær að giftast Nicolo sínum.“ „Fær mynd hennar þá að vera í safni yðar?“ „Aðeins með sérstöku leyfi mínu.“ Þegar þeir komu aftur inn í málverka- safnið, eftir að hafa neytt hádegisverðar saman, þá sat María þar fyrir hjá málara einum. „María verður tekin með í safnið, og hún giftist Nicolo!“ Svo sneru þeir sér að öðru umræðuefni, sem Rinaldo hafði mikinn áhuga á. „Samkvæmt skipun frá Frakklandi,“ sagði greifinn, „hafa nokkrir óánægðir Korsíkubúar og vinir þeirra verið hand- teknir í Cagliari. Talað er um, að her- flokkur mikill undir forystu Rinaldinis hefði átt að ráðast til landgöngu á Korsíku og fleira í þeim dúr. Ég held, að þetta sé allt orðum aukið.“ „Er Rinaldini enn á lífi?“ „Svo er sagt.“ „Var hann þá ekki líka handtekinn?“ „Hann hefur ekki fundizt og heldur ekki prins einn, sem sagður er vera einn helzti forsprakki þessa Korsíkuleiðangurs.“ „Eru hinir handteknu enn í Cagliari?“ „Nei, þeir hafa verið afhentir frönskum sendimanni. Sagt er, að skip hans hafi lent í háska. Um það veit enginn neitt fyrir víst. En mig langar til að vita, hvort Rin- a-ldini sé enn hér á þessari eyju.“ „Það vildi ég líka fá að vita.“ „Sé hann á lífi, þá langar mig til að fá að sjá hann.“ María kom og þakkaði Rinaldo fyrir hjálpina, en hann gaf henni gullpeninga að skilnaði og bað að heilsa Nicolo. Á með- an þau töluðust við, hafði þjónn náð í markgreifann og farið með hann út. Þegar hann kom aftur, baðst hann af- sökunar vegna frátafanna, en sagðist hafa fengið boð um það, að gestir væru vænt- anlegir um kvöldið, og bað hann hinn ókunna gest sinn að vera kyrr, svo að hann yrði ekki eins einmana meðal hinna fjög- urra kvenna, sem væntanlegar væru. Rinaldo var kynntur sem Marliani greifi og tók mjög fjörlega þátt í samræðunum við konurnar, sem voru frændkonur greif- ans. Daginn eftir var farið í ökuför í tveim vögnum. I fremri vagninum var Rinaldo ásamt Oriane og annarri frændkonu greif- ans. Allt í einu kvað við skot, og tveir tötralegir stigamenn réðust inn í vagninn, sem Rinaldo var í. Þeir heimtuðu pyngj- ur ferðafólksins, en þegar þeir komu auga á Rinaldo, stukku þeir niður og hrópuðu: „Haltu áfram, ökumaður! Góða ferð!“ Oriane sagði frá því, sem við hafði borið, og markgreifinn og frænkurnar virtu ó- kunna gestinn fyrir sér með tortryggni- Rinaldo brosti og sagði: „Þið sjáið það, kæru frúr, hvílíkt vald fegurð hefur jafnvel yfir ræningjum. Karl- menn hefðu alls ekki sloppið svona vel. En þessir ruddalegu ræningjar höfðu ekki fyi'i' komið auga á þessar fögru konur, en þeir stukku af, óskuðu góðrar ferðar, og ég fékk að halda pyngju minni.“ „En var það ekki augnaráð yðar og upP' hrópun, sem kom árásarmönnunum til að hopa?“ spurði Oriane. „Þá hlýt ég að vera mikill töframaðui’> úr því að ég get hrætt ræningja með upp' hrópun eða augnaráði einu saman. Það er fegurð ykkar .. .“ „Þetta er allt mjög undarlegt,“ tók ein kvennanna fram í fyrir honum. „Svo sannarlega,“ sagði markgreifinn. „Þetta eru þá hreinir töfrar,“ sagði Rin' aldo. Frekar var ekki um það rætt. Rinaldo var að ganga um garðinn a 162 HEIMILISBLAÐl®

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.