Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1962, Qupperneq 34

Heimilisblaðið - 01.07.1962, Qupperneq 34
himninum en við hinir, sagði Lodovico. Hermennirnir höfðu líka náð í Neró. Hann hlaut hörmulegar endalyktir. Miklu liði hermanna hafði nú verið fylkt gegn Rinaldo og flokki hans. Rinaldo og menn hans lentu líka í hörðum bardaga við mikið lið frá bænum Oristagni. Og bæjar- búar gátu sent þessa frétt frá sér að lokn- um bardaganum: „Við höfum sigrað ræn- ingjaflokkinn. Rinaldini er á valdi okkar.“ Bæjarbúar höfðu gefið einhverjum af föngum sínum nafnið Rinaldini. Þeir héldu, að þeir hefðu hann á valdi sínu, og sá, sem fyrir valinu varð, lét það gott heita að hann var kallaður Rinaldini. Fjöldi manns streymdi til fangelsisins til þess að sjá þennan fræga ræningjaforingja, þar á með- al margar konur. Einn fanganna gat strok- ið úr fangelsinu og gefið þeim, sem eftir voru af ræningjaflokknum, upplýsingar um það, sem var að gerast í Oristagni, Sanardo var þá sendur dulklæddur sem Korsíkubúi til Oristagni og tókst honum að koma skilaboðum ásamt laghnífi til manns þess, sem í Oristagni var talinn vera Rinaldini. Meðan yfirvöldin voru að þjarka um með hvaða hætti aftaka afbrota- mannsins ætti að fara fram, þá gerði hann sjálfur enda á líf sitt með því að opna sér æð. Á leiði hans var látinn legsteinn með latneskri áletrun: Rinaldini — hvíl í friði! Á meðan þetta fór fram á láglendinu, var Rinaldo að ná sér eftir sár þau, sem hann hafði hlotið í viðureigninni við her- mennina og bæjarbúa í Oristagni. Svo dul- klæddist hann sem veiðimaður og hélt nið- ur í dalinn. Þar rakst hann á unga stúlku, sem lá sofandi hjá körfunni sinni. Hann tók blóm- vöndinn af brjósti hennar og lét gullpen- ing þar í staðinn. Við það hrökk stúlkan upp og heimtaði aftur blómvöndinn, en kærði sig kollótta um gullpeninginn. „Blómvöndurinn er ekki til sölu,“ sagði hún, „því að hann var mér gefinn.“ Hún bauðst til að gera annan blómvönd handa honum, svo að hún gæti eignazt gullpeninginn. Þau þráttuðu um stund um kaupin, en að lokum bað stúlkan hann að lyfta fyrir sig körfunni upp á bakið, og svo héldu þau saman til næsta þorps. Þau töluðu margt á leiðinni og meðal annars sagði stúlkan honum, að daginn eftir yrði mikill markaður í þorpinu. „Hann er haldinn á ártíðardegi hinnai' heilögu Claudiu. Þá er nú margt hægt að kaupa og þá hef ég sannarlega not fyrir gullpeninginn frá yður.“ „Ég ætla að koma á markaðinn á morg- un, og ég skal kaupa eitthvað handa þér, ef þú verður góð og kurteis,“ sagði Rinaldo. „Það væri þó betra, ef ég gæti sjálí keypt mér eitthvað á markaðinum. Unnusti minn er mjög afbrýðissítmur og þolir ekki að sjá mig með neinum ókunnugum. En ég gæti sagt, að ég hefði fundið gullpening- inn . . .“ Nú komu bændur aðvífandi, og hann kvaddi stúlkuna, um leið og hann sagðb „Ég stend við orð mín.“ Hann gekk eftir veginum í áttina til lít' ils skógar, klifraði þar upp í eik og hvíldi sig þar í þögninni. Allhávært samtal vakti hann af værum blundi. Tveir heldur vafa' samir náungar höfðu setzt við rætur trés- ins og ræddu saman. „Og greifinn hefur þá greitt fyrirfraffl ? spurði annar. „Helminginn, eins og ég var búinn að segja. Hér er þinn partur. Hinn hlutam1 fáum við, þegar við komum með fengin11 til hans. Greifinn elskar stúlkuna, og hamr vill láta nema hana brott, úr því að ekk1 er hægt að ná henni með öðru móti. Markaðurinn er á morgun, og þangað koma venjulega aðalsmennirnir úr nágrennÍJlU og þangað kemur líka stúlkan með móður sinni. Um kvöldið fer hún heimleiðis uU1 skóginn og þar verður henni rænt.“ „Ef ég væri Lomaniere markgreifi, mundi ég láta stúlkuna í friði.“ „Það vill hann ekki. Hún er falleg, faðir hennar, Moniermi barón, er ríkast1 aðalsmaðurinn hér um slóðir, og því borgM það sig að reyna að krækja í slíkan fisk- „Það held ég nú verði upphlaup út aí þessu!“ „Hvað kemur okkur það við. Markgreif' inn verður að taka afleiðingunum." „Segjum nú, að einhver unnusti ríði h®1 við hlið vagnsins? Slíkir náungar hafa 166 heimilisblað10

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.