Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1962, Síða 38

Heimilisblaðið - 01.07.1962, Síða 38
er holí Ihans 9000 hitaeiningum á klukkustund. Skíðastökk og sund eyðir 500—600 hita- einíngum á klukkustund, og mjög svipað er að segja um hvatlegan gang, einkum sé hann upp í móti, og þarf þó ekki mikinn halla til. Eftir Curtis Mitchell. Það tekur yður stundarfjórðung, í mesta lagi, að lesa þessa grein, en sá stundarfjórðungur getur orðið ein- hver hagnýtasti á æviferli yðar — ef þér aðeins kærið yður um. Hreyfingin viðheldur hreysti hins heil- brigða og hjálpar hinum sjúka til heilsu aftur. Um þetta eru læknar sammála. Þeir eru einnig á einu máli um það, að hreyfing- in verði að vera reglubundin og auk þess í svo ríkum mæli, að lungu og liðamót öll og vöðvar komist í notkun, þannig að hinar ótölulegu háræðar líkamans þenjist út. Læknar hika við að ráðleggja mönnum sérstakar tegundir íþrótta, því að mikið er undir líkamsástandi hvers einstaklings komið. Engu að síður má þó benda á ein- stök almenn ráðleggingaratriði, sem grund- vallast á niðurstöðum lækna, varðandi ýmsa aldursflokka fólks. Ekki má samt taka þessa flokkaskipt- ingu allt of bókstaflega. Þar er aðeins bent á, að í hverjum flokki um sig séu nefndar tegundir íþrótta helzt viðeigandi, en þar með ekki sagt, að þær séu ekki hentugar fyrir fólk í hvaða aldursflokki sem vera skal; allt er undir því komið, hversu gott eða slæmt líkamsástand viðkomandi manns er. Frá 20—30 ára: Tennis, badminton, fót- bolti, róður, lyftingar, sund, skíðaíþróttir og glíma eru einkar heppilegar íþróttir fyr- ir ungt fólk, sem með iðkun þeirra getur fengið útrás fyrir bæði líkamlega og and- lega aukaorku. Líkamsfræðingar hafa kom- izt að raun um, að tennisleikari, sem held- ur sér í stöðugri æfingu, eyðir sem svarar 4000 hitaeiningum á klukkustund, og á því augnabliki, sem hann tekur snöggt tilhlaup til að forða boltanum frá því að fara of langt aftur fyrir sig, samsvarar orkueyðsla 30—40 ára: Þeir, sem komnir eru á þennan aldur, myndu e. t. v. heldur kjósa íþróttagreinar eins og handbolta, kricket, hestamennsku og skautahlaup, sem allar hafa það til síns ágætis, að þær þjálfa vöðva líkamans í báðum hliðum jafnt, and- stætt því sem t. d. tennis gerir, sem þjálfar aðallega vöðva annarrar hliðarinnar. Á þessum árum eykst yfirleitt ábyrgðartil- finning manna; þess vegna er það einkar þýðingarmikið, að jafnvægislaust og að- þrengt fólk iðki einhverja hreyfingar- íþrótt meðan það er á þessum aldri; íþrótt, sem kemur hreyfingu á blóðið og krefst jafnframt einbeitingar, er leiði hugann fra önn og áhyggjum hversdagsins. 40—50 ára: Á þessum árum ætti maður að halda áfram að stunda þær íþróttir, sem maður hafði yndi af áður — sund, tennis, skíðagöngu o. s. frv. — en í öllu meira hófi. Leikið færri tennisleiki en áður, og gætið þess að velja nokkurn veginn jafn- aldra mótleikara. Fólki á þessum aldri er gjarnt að takmarka íþróttaiðkanir sínar við helgarfríin; en hafi maður lítið sem ekkert hreyft sig alla vikuna, er maður heldur ekki orðinn íþróttamaður fyrirvara- laust á laugardegi eða sunnudegi. Róðrar- vél eða hjólreiðamaskína niðri í kjallara getur e. t. v. hjálpað sumum til að viðhalda þrótti líkamans, svo hann sé betur undir það búinn að leggja að sér við íþróttir yfir helgina. , Læknar, sem um þessi mál hafa fjallað, telja það mikilvægt, að fólk fái á þessufl1 árum einhverja hreyfingu daglega. Hjarta- sérfræðingurinn dr. Dudley White ráðlegg' ur sumum stigagang, og sjálfur lætur hana það aldrei undir höfuð leggjast að nota fæturna. Þegar hann fyrir nokkrum árun1 átti að halda fyrirlestur í blaðamannafé' lagi í Washington, tók stjórn félagsins a móti honum í forsalnum. „Hvað eigum við að fara hátt upp?“ spurði hann þegar for' 170 HEIMILISBLAÐl5

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.