Heimilisblaðið - 01.12.1964, Side 8
annað til að skilja það fullkomlega,
hvernig þessu er háttað á milli okkar. Við
erum hjálparlaus gagnvart ást okkar. Þú
munt lika koma til með að taka örlögum
þínum og reyna að komast af með þau á
þann hátt, sem þér finnst bezt.“ Svo brosti
hann aftur.
Marta sat með hendur krepptar við
brjóst sér, en lét þær nú falla máttlausar
i kjöltuna. „Við höfum svo sem talað um
þetta allt, Larry. En sá maður, sem ég
ætla mér að giftast, hann skal vera hjá
mér, stöðugt. Þannig er nú einu sinni hug-
mynd mín um hjónaband. Ég vil hafa eig-
inmanninn hjá mér. Hann á ekki að vera
þúsundir míina í burtu.“ Rödd hennar var
að því komin að bregðast henni. Hún kink-
aði kolli í áttina að opnu dagblaðinu á
borðinu. „Það á ekki að vera á þennan
hátt sem þarna er lýst. Jafnvel þótt hann
væri svona mikil hetja, þá. . . . “
„Hetja?“ Larry brosti enn einu sinni.
„Hetjuna fengum við ekki að hafa heim
með okkur. Það var einmitt það, sem ég
kom til að segja þér, Marta. Mér fannst
þú ættir að fá að vita það. En ég myndi
ekki segja það við þig, ef ég elskaði þig
ekki eins mikið og ég geri. En þeir hlutir
eru til, sem eru meira virði en það, að
standa alltaf hvort við annars hlið. Ég
fyrir mitt leyti þekki enga fullkomna fyrir-
mynd hjónabands. Ég veit aðeins, að ég er
ástfanginn af þér, Marta. Það er það eina,
er hefur nokkra þýðingu fyrir mig. Kannski
lít ég á þetta allt frá röngum sjónarhól,
ég veit það ekki, en allavega skaltu hlusta
á mig núna, og svo geturðu sagt mér á
eftir, hvað þií heldur.“
Hún sat með hendur í skauti sér og
þorði ekki að líta á hann. Larry þorði held-
ur ekki að horfa framan í hana. Hann
sneri sér aftur í átt að glugganum og
horfði á ljósin, sem blikuðu dauft úti í
kvöldþokunni. Og í þessum stellingum sagði
hann henni dálítið, sem blöðin greindu ekki
frá, varðandi björgunarafrekið. Það var
eins og hann hefði gleymt Mörtu gersam-
lega....
„Skipstjórinn vissi, hver hann var.
Annars hefði hann aldrei tekið við þess-
um gamla náunga frá Shanghai. Þessi mað-
ur leit út eins og hundruð annarra skip-
brotsmanna lífsins, sem flækjast þar um
á hverju strái, nema hvað hann hafði
blárri augu en nokkur getur hugsað sér.
Litur þeirra minnti á sjálft Kyrrahafið,
þegar veður er sem fegurst. Hann trúði
skipstjóranum fyrir því, að hann vildi
komast heim. Hvað hann átti við með
,,heim“, það má hamingjan vita. En sjó-
maður var hann, það vissi skipstjórinn.
og endirinn varð sá, að hann kom um borð
til okkar á Maliko daginn áður en við lögð-
af stað.
Kvöldið áður sá ég hann í fyrsta skipti.
sem sagt daginn sem hann kom um borð-
Hann var sérlega herðabreiður og með
makka af snjóhvitu hári. Á Máliko er gam-
all áttaviti aftur á, sem nota má í neyðar-
tilfellum, og þar stóð hann. Hann var
dauðadrukkinn, og áhöfnin hafði hann að
fífli. Þetta var heldur ekki svo smáskrýti11
sjón að sjá.
Skipið lá bundið við hafnarbakkann, eíl
Bill Stormling - — eins og hann hét — hafð1
gripið um þetta gamla stýri og þóttist vera
úti á rúmsjó. Máliko minnti hann sjálfsagt
á gömlu, stóru seglskipin, sem hann þekkt1
frá yngri árum sínum.
Það var hrollkalt í veðri og vindurin11
nístandi. Þarna stóð gamli maðurinn 1
fornu og snjáðu síðtreyjunni sinni, ber'
höfðaður, og góndi upp í loftið. Hann hék
víst hann væri úti á reginhafi í mann'
skaðaveðri. Hann bar sig að eins og Þ^'
farið gengi í bylgjum undir fótum hans>
og með báða hnefa þéttkreppta um stýrif'
húnana, enda þótt við lægjum rígskorðaðn
við bryggjuna. Skipið bærðist að sjálf'
sögðu ekki, en Bill gamli Stormling stýrðl
því engu að síður með samanbitnum a'
vörusvip á andliti. Það var ekki að furða’
þótt menn brostu....
228
heimilisbla®15