Heimilisblaðið - 01.12.1964, Síða 16
mætur á honum. Því að hún hafði kallað
Albert kjána, en ekkert sagt til eða frá
um Stephen; auk þess hafði hún tekið
bónorði hans degi síðar, sem vel gat þýtt
það, að hún hefði gefið Albert upp á bát-
inn. Hvorugan þessara manna gat ég hugs-
að mér fyrir tengdason.... nei, hvorugan
þeirra!
En hvort sem þetta var komið á alvar-
legt stig eða ekki, þá voru mistökin mín
eigin; ég hefði átt að koma í veg fyrir slíkt
sem þetta í tæka tíð. Eg hafði haft mjög
mikil áhrif á hana, og ég hefði átt að vera
skarpskyggnari en ég hafði verið. Ég hefði
átt að nota tækifærið til að grundvalla
sanna hamingju hennar. Ö, mig auman,
hversu mikill auli hafði ég ekki verið! —
Og þó. . . . gat nokkur láð mér það, þótt
ég hefði dekrað við barn eins og hana?
Hver og einn hefði gert það í mínum spor-
um. Hún var töfrandi, á allan hátt. . . .!
Mér var þungt um hjartarætur. Hið
áhyggjulausa, glaðværa líf, sem við höfð-
um átt, var nú fyrir bí. Alvara lífsins var
tekin við. Þar var fallinn skuggi á tilveru
barnsins míns. Einhver myndi taka hana
frá mér, fyrr eða síðar, og ég myndi verða
skilinn einn eftir. Ég þorði ekki að hugsa
þá hugsun til enda. Og sem frú Magny. . . .
eða frú Beauvoisis. . . . myndi hún stofna
sitt eigið heimili, annars staðar, án þess
ég gæti fylgzt með þvi að nokkru ráði,
hvernig henni liði. Og allt myndi þetta
gerast vegna þess, að ég hafði ekki skilið,
hvað var að brjótast um í huga hennar,
heldur ímyndað mér að hún væri fullkom-
lega hamingjusöm, úr því að hún fékk allt
sem hún lét í ljós, að sig langaði til að fá.
Ég varð að tala alvarlega við hana, leiða
henni fyrir sjónir hvað var rangt við það,
sem hún hafði gert. En daginn eftir forð-
aðist hún mig. Ég sá hana aðeins andar-
taksstund um morguninn, þegar hún kom
til að kyssa mig á kinnina áður en hún fór
að heiman. Hún ætlaði að fara út með frú
Dubinau. Hvert ætluðu þær? Þessi kona
var sennilega trúnaðarvinur hennar. .. .
236
en hvað ef ég spyrði nú frúna spjörunum
úr? Væri það ekki sama og að svíkja NelHe
. .. .og sjálfan mig um leið?
Þetta var hræðilegur dagur. Þegar við
höfðum lokið miðdegisverði, gekk Nellie
til mín — eins og álfamær —.
„Fóstri sæll! Viltu tala nánar við mtó
. . . .um þetta frá í gær?“
„Já, það vil ég þó gjarnan, Nellie“, svai’-
aði ég og reyndi að tala eins rólega og mel’
var unnt, svo að hún skyldi ekki taka eft11
því, hve yfirspenntur ég var; og þegar við
vorum komin inn á vinnustofu mína, tóK
ég að „tala alvarlega" við hana, klaufaleg'
ur, heimskulegur og reikandi í hugsun.
„Nellie“, mælti ég. „Ég hef hugsað m&'
ið um þetta, sem þú sagðir mér frá í g#1’
og það hefur sært mig, að þú skuli1
hafa sýnt mér svona lítinn trúnað, bezta
vini þínum og félaga. I stað þess að segla
já þegar í stað við báðum þessum gifting'
artilmælum, hefðirðu átt að koma til m^
En nóg um það. Hvað ætlarðu þér að gera'
Ekki geturðu trúlofazt báðum.“ .
Nellie hlustaði svipbrigðalaus, rétt eins
og samvizka hennar væri í bezta lagi.
svaraði brosandi: „Báðum, segirðu —■ el1
þeir gætu alveg eins verið orðnir þrín-
Georg Bartin-Marville brennur i skinninu
eftir að fá að tjá sig. . . .“
„Nei, heyrðu mig nú, Nellie", greip e^
fram í fyrir henni með andann á lofti, ,.Þel
getur ekki verið alvara.“
Faðir Bartin-Marville bar ábyrgðina
gjaldþroti föður hennar, en ég var sá elU^
sem vissi um það í öllum smáatriðum- &
lagði áherzlu á orð mín: „Þetta getm’
ekki sagt!“ ^ •
„Æstu þig ekki svona upp, elsku fóg
minn. Málið er alls ekki eins flókið og P
heldur. Ég kæri mig nefnilega ekkert u ^
Albert Magny. Þú mátt fara til hans
morgun og segja honum það.“ ^
„Það er þó skemmtileg sendiför! Hva
viltu, að ég segi við hann?“
heimilisblap1^