Heimilisblaðið - 01.12.1964, Side 26
skipalistann. Hann vissi, að Andromeda lét
frá landi í dag — og í ljós kom, að það
lagði af stað klukkan átján. Það var mjög
heppilegt. Hann greip símann og fékk sam-
band við ferðaskrifstofuna.
Tia kom inn aftur á meðan hann talaði
í símann, og af símtalinu skildist henni,
að vandinn varðandi vegabréf hennar var
leystur. Það myndi enginn spyrja hana um
vegabréf. Hann var svo ríkur. Hann hlaut
að vera alveg brjálæðislega ríkur. Verðið
sem hann nefndi á farmiðunum, gerði hana
næstum dauðskelfda. Henni fannst hún
vera eins og leikfang í höndum hans, en
jafnframt fann hún til öryggis.
Það var ólíkt þvi, hvernig henni hafði
liðið við hlið Róberts. Martin Grove var
maður, sem jafnan myndi standa við lof-
orð sín, enda þótt hann væri á hinn bóg-
inn ekki fljótur að gefa loforð.
Þegar hann hafði lagt tólið á, sagði
hann: „Ég gaf bílstjóranum mínum frí,
svo að hann geti heimsótt fjölskylduna
sína. En við tökum hann með okkur i
dag, því að við þurfum að fara í svo marg-
ar verzlanir."
„Þú færð allt eins og þú vilt. Það er
allt leikur fyrir þig.“
„Nei,“ svaraði hann, „þetta hefur verið
fjári erfitt, og — ja, hvað um það, nú hef
ég fengið þig til að gera mér lífið leitt
. . . .og ég get ekki notið hvíldarinnar."
„Þú nýtur aldrei neinnar hvíldar," sagði
hún lágt.
„Þú veizt ekkert um mig, væna mín.“
Hann tók undir handlegg hennar.
„Ekkert. Komum nú. Þú hefur fallega
fætur, en mér lízt ekkert á skóna þína.“
„Rinna Gard myndi aldrei setja upp
svona skó.“ Henni var óðara Ijóst, að hún
hafði sagt eitthvað, sem hún hefði ekki átt
að segja. „Mátti ég ekki segja þetta?“
Hann svaraði hvasst og stutt: „Ég þoli
ekki þessa smámunalegu afbrýðisemi
kvenna hverrar í garð hinnar.“
,,Ó“ sagði hún, „var það ekki annað?
En ég er ekkert afbrýðisöm út í hana
lengur. Mér finnst — mér finnst hún meg1
fá Róbert.“
„Elskan mín stutta,“ sagði hann. „Eins
og ég hef áður sagt: Láttu eins og ekkert
hafi gerzt. Láttu hið liðna vera gleymt-
Viltu gera það?“
„Fyrirgefðu mér, Martin.“
Þetta var í fyrsta skipti, sem hún ávarp'
aði hann með fornafni. Þau tóku eftir Þv’
bæði samstundis, brostu hvort framan 1
annað og gengu út í lyftuna. Fyrir utan
hótelið stóð bíllinn hans með gráklæddum
bílstjóra undir stýri. Dyravörðurinn opnað1
fyrir þau bílhurðina og lokaði á eftir þeim’
Hún hallaði sér aftur á bak við hægri hlið
Martins og fannst hún vera fátæk í þess'
um fullkomna bíl. Skórnir hennar voru
beinlínis hræðilegir.
Þau námu staðar fyrir utan ferðaskrif'
stofuna, síðan fyrir utan skrifstofu lög'
fræðingsins, og hún sat kyrr í bilnum 3
meðan Martin fór inn. Síðan fóru ÞaU
úr einni verzluninni í aðra. Martin borg'
aði 8000 krónur fyrir loðskinnskápu
1000 krónur fyrir silfurref, auk risaUpP'
hæða fyrir marga kjóla og sitthvað anU'
að, sem hún valdi sér. Hann notaði ekk1
tiu þúsund, heldur tuttugu þúsund krónur-
Og áður en þau snæddu hádegisverðinm
fékk hún leiftursteinshring á höndina 1
stað smaragðsins, og í framréttri hend1
Martins lá sígarettuveski með ekta perN'
skrauti. En ekki lét hann hana fá grmn'
an eyri í reiðufé; ekki svo mikið, að hu11
gæti farið í símaklefa, því síður svo hun
gæti keypt sér aftur farmiða til Genne'
hvols, ef hún skyldi skyndilega sjá sig ulT|
hönd. Ekki heldur svo mikið, að hún gmT1
keypt sér næturgistingu á ódýru hóteh-
Hann vildi ekki eiga neitt á hættu. HuU
mátti ekki breyta ákvörðun sinni og fara
að grufla út í bakþanka. Andromeda sigl^1
ekki úr höfn fyrr en klukkan átján.
246
HEIMILISBLAÐlP