Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1964, Page 30

Heimilisblaðið - 01.12.1964, Page 30
uppi í herberginu sínu,“ stundi hann hátt og þegnsamlegast. „Já, er það ekki voðalegt“, svaraði Rinna. „Ég skil þetta bara ekki.“ „Sama sagði lika frú Kelmer. Hún var beinlínis lömuð af skelfingu, þegar ég kom hingað." „Þetta er líka skelfilegt áfall fyrir hana.“ Og það er lika ekki sem bezt fyrir mig sjálfan, hugsaði hann og nagaði sig í handarbökin; allt af þarf ég að vera jafn óheppinn! „Já. Ég hef ráðlagt henni að skrifa lög- fræðingnum sínum. Þetta hlýtur auðvitað að enda með hjónaskilnaði,11 sagði Rinna í ásökunartóni. — Og hverri hugsuninni eftir aðra skaut upp í kollinn á honum. 1 gær hafði hann búið yfir leyndarmáli, sem hann hefði getað selt þessari ungu stúlku fyrir drjúgan skilding. En nú hafði Martin Grove eyðilagt. þá fjáraflaleið fyrir honum, með því að gera leyndarmálið svo gott sem einskis virði. Því að Rinna Gard myndi nú geta fengið Róbert, strax þegar löglegur skilnaður væri kominn í kring. Hinn opinberi skilnaður! Richard Kampe nísti tönnum. Látum þau bara sóa pening- um í skilnað, hugsaði hann, — lögfræð- ingurinn fær þá að minnsta kosti eitthvað í aðra hönd. En ef hann mætti sjálfur fá einhverju að ráða, þá skyldi lögfræðingur- inn ekki verða sá eini, sem græddi á þessu máli. „Þetta kemur mér til að hugsa um dá- lítið,“ mælti hann. „Hvað?“ Ég læt ekkert uppi ókeypis, hugsaði hann. „Um Róbert,“ svaraði hann og leit á hana óblíðu augnaráði. „Hafði hann miklar mætur á henni?“ spurði Rinna kæruleysislega. „Mætur? Hann er brjálaður í henni, ger- samlega af vitinu genginn," svaraði Kampe og lagði áherzlu á hvert orð. Sér til óblandinnar ánægju sá hann, að orð hans hittu beint í mark. 250 „Hvað þekkið þér hana eiginlega vel?' spurði hún svo fyrirvaralaust. Hann brosti dauft og leit á hana út undan sér, sem gaf henni hvort tveggja til kynna, að hann þekkti Tíu mæta vel. En í stað þess að svara beint, spurði hann: „Hvers vegna viljið þér vita það?“ „O, bara vegna þess að móðir Róberts þekkir svo fjarska iítið til hennar. Það e1 þó ekki nema eðlilegt, að hún vilji fá a^ vita eitthvað um hana, eða finnst yður Þa^ ekki? Og segið mér líka eitt,“ bætti hún við í næstum alúðlegum tón, „var ekki unin, að þér dvelduzt eitthvað hjá Róbert sem gestur hans, eftir að hann kæmi hein1 úr brúðkaupsferðinni?“ „Jú, það var það,“ svaraði hann undi’- andi. „Líður yður vel þar sem þér eruð til húsa? Ég veit það hlýtur að vera ág®^ fólk þar, en samt hlýtur að vera leiðinlegt þar. Mynduð þér hafa nokkuð á móti Þv_* að heimsækja mig á morgun og snæða h]a mér miðdegisverð upp úr hálfníu? Þel mynduð hitta þar fjöldann af athyglisverðn fólki, sem þér mynduð hafa gaman af.“ Hún ætlaði sér að kynna hann fyrir vih' um sínum. Kampe varð stöðugt meira undi' andi. „Þúsundfaldar þakkir, þetta er fralTl úr hófi elskuiegt af yður.“ „Dahlia bað mig að spyrja, hvort Þel viljið stanza hér nú og snæða morgUrl' verð,“ sagði Rinna. „Þér þiggið það, er Þa^ ekki? Ég ætla að skreppa inn snöggvast og segja henni það.“ Þegar inn í dagstofuna kom, sagði Rinllíl við Dahliu: „Ég sagði við hann að þú ósk' aðir þess að hann stanzaði hér og snsedd1 morgunverð, og sjálf er ég búin að bjóða honum í miðdag á morgun. Hann veit he> mikið um hana.“ „Ég vil fá að vita eins mikið um hana og hugsazt getur — áður en Róbert keih® til heilsunnar," svaraði Dahlia. „Þú átt vi®> að hann viti í rauninni eitthvað?" „Meira en lítið,“ svaraði Rinna og ki1^ aði kolli á áhrifamikinn hátt. HEIMILISBLAnIÍ)

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.