Heimilisblaðið - 01.12.1964, Page 34
ar í gang. Síðan var flautað, og gólfið und-
ir fótum hennar tók að vagga. „Við erum
komin af stað!“ hugsaði hún og fann aftur
fyrir andþrengslistilfinningu. Það var eitt-
hvað innra með henni, sem í senn var löng-
un og ótti. Hún flýtti sér út eftir teppa-
lögðum ganginum, gegn um reyksalinn og
út á þilfarið. Þar stóð Martin og hallaðist
fram á borðstokkinn.
Hann skynjaði nálægð hennar án þess að
þurfa að snúa sér við. „Ert það þú?“ mælti
hann blíðlega. Hún gekk fast að honum,
og hann stakk hendinni undir handlegg
hennar og hélt henni þétt að sér. „Við verð-
um að sjá þetta sameiginlega,“ sagði hann.
„Annars er ég vanur að vera í leiðu skapi,
þegar ég sigli héðan, — en að sjálfsögðu
ekki í þetta sinn.“
„Hvers vegna ertu vanur að vera í leiðu
skapi, þegar þú heldur í átt til þinnar dá-
samlegu eyjar?“
„Vegna þess að ég hef horfið frá svo
mörgu dásamlegu hér.“
Hann var enn að hugsa um Rinnu, þar
sem hann stóð hér við hlið Tíu og þrýsti
henn að sér, en skipið fjarlægðist hafnar-
bakkann. Nú vissi Rinna hvað hann hafði
gert, og hún útskýrði það áreiðanlega á
sinn eigin hátt. Sem skynsamlegan hlut —
já, hennar vegna og Róberts. Hún myndi
ekki eitt andartak finna til löngunar til
þess að segja Róbert neitt.
Hún myndi aldrei segja nokkrum manni
það, sem hún vissi, að var hinn raunveru-
legi tilgangur Martins Groves. En við
sjálfa sig myndi hún segja, sigri hrósandi:
„Það var mín vegna, sem hann gerði þetta!
Hann fórnaði sjáifum sér — fullkomlega
— mín vegna!“ Þetta var sú tegund af
leyndarmáli, sem konur geyma djúpt í
hjarta sínu.
Já, hann hafði gefið Rinnu stórkostlega
gjöf — hann hafði fórnað henni einkalifi
sínu í framtíðinni, einmitt því, sem menn
setja ofar öllu öðru, hversu svo sem þeir
annars kunna að misnota það og lítilsmeta
öðrum þræði.
Það var engu líkara en öldugjálfrið við
skipskinnunginn hvíslaði að honum við
skin lækkandi sólar röddum Dahliu og
Rinnu, þar sem þær í ákefð reyndu að
móta skoðanir vina sinna og kunningja:
„Við gerðum svo sannarlega allt til þess,
að hún gæti unað sér hér eins og heima
hjá sér, en góða bezta — hún var æfin-
týradrós, æfintýrakvendi af versta tagi-
Maður skilur það ekki, að Róbert skyldi
ekki sjá í gegnum hana. En hann hefui’
nú alitaf verið svolítið barnalegur og hald-
ið allt hið bezta um annað fólk, er það
ekki?“ Og nágrannarnir myndu kinka kolli
til samþykkis og ekki einu sinni detta í
hug að brosa með sjálfum sér að einfeldni
og trúgirni Róberts.
Æfintýradrós?
Martin stóð þögull við hlið Tíu — lengi>
mjög lengi, unz skipið hafði siglt út úr
höfninni og lóssbátarnir voru snúnir til
lands. I upphafi höfðu þau átt eitthvað
sameiginlegt í þögn sinni, en það hvarf
um leið og hann tók að hugsa um RinnU
og ímynda sér þá baráttu, sem hún
ásamt Dahiiu — hlaut að taka upp gegn
honum, framúrskarandi heiðarlega bar-
áttu, grundvailaða á fyrirlitningu, þögn og
lítilsvirðingu á því sem þó var aðalatriði
málsins; baráttu sem ekki hvikaði hárs-
breidd frá því, sem hún miðaði að.
En hvað hafði hann svo fengið í aðra
hönd? — Æfintýradrós.
Því að æfintýrakona var hún — jafnvel
þótt afstaða hennar hefði mótazt af von-
brigðunum með Róbert Kelmer. En frammi
fyrir honum, Martin Grove, myndi hún
ekki geta skotið sér á bak við nein láta-
læti.
Hún hafði gengizt inn á einfaldan og
krókalausan viðskiptasamning — það var
víst það skásta, sem hægt var að kalla
það.
Hún myndi verða eiginkona hans. Fang1
hans? Kannski.
En búrið yrði allavega mjög skrautlega
úr garði gert.
254
HEIMILISBLAÐ15