Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1965, Qupperneq 30

Heimilisblaðið - 01.03.1965, Qupperneq 30
\ „Þú mátt örugglega reikna með því, að ég kæri mig um þig,“ sagði hann, og rödd hans var nokkuð ógreiginleg. Og í fyrsta skipti var honum nú fylli- lega ljóst, að hann elskaði hana; og ekki aðeins að hann elskaði hana, heldur innst inni þráði, að hún reyndist vona hans og óska verð. Hinsvegar var honum einnig vel ljóst, að hugsun hans var ekki lengur fullkomlega skýr gagnvart þessari ungu konu, sem hann ætlaði að giftast. „Ég er ástfanginn upp fyrir haus,“ sagði hann við sjálfan sig. Hún þrýsti hönd hans fastar og gerði jafnframt öi’væntingarfulla tilraun til að reyna að fá hann til að hlusta á sig — að minnsta kosti að vissu marki. „Ég vildi svo gjarnan segja þér það sem ég sagði Róbert á sinni tíð. — Foreldrar mínir voru ekki gift. Það var í stríðinu — þau gátu ekki fengið pappírana í lag í fljótheitum, en þau ætluðu að giftast þegar pabbi fengi orlof næst. En þetta orlof kom aldrei. Móðir mín aðvaraði mig margsinnis við því að gera nokkuð þessu líkt. Hún sagði, að ástin væri þess verð að gjalda fyrir hana það sem gjalda bæri, en það væri hjónaband og annað ekki. Hún dó þegar ég var sautján ára.“ Hann hélt enn um hönd hennar, þegar hann sagði: „Og þetta sagðirðu, Róbert? Og það gerði hvorki til né frá?“ „Til og frá?“ „Ja, eftir því sem ég þekki Róbert.... ég á við, að samt sem áður giftist þú hon- um?“ Aftur var komið að þessu sama — hún varð enn að vera á varðbergi. „Myndi það hafa gert til eða frá í þín- um augum?“ „Ekkert myndi skipta máli, þar sem þú værir annars vegar, Tía.“ „Ertu viss um það? Ekkert?“ „Við hvað áttu?“ spurði hann snöggt og í allt öðrum tóni. „Auðvitað myndi ekkert skipta máli, nema------“ „Nema — hvað?“ „Nema það, ef ég kæmist að því, að þú ski-ökvaðir að mér, hefðir mig að fífli.“ Henni hitnaði allri, en rödd hennar vai' orðin merkilega kæruleysisleg, rétt eins og það væri af einskærri forvitni, er hun spurði: „En ef þú nú kæmist að slíku?“ Það varð þögn, á meðan honum varð hugsað til Rinnu — Dahlíu — alls þess. sem hafði leitt til þess, að hann sat nú her við þetta borð ásamt Tíu. Hann hafði næst- um því verið búinn að gleyma tildrögutn þess, að hann var kominn suður á eyjuna sína með eiginkonu Róberts. Furðulegt, a^ honum skyldi hafa getað liðið þetta allt úr minni. H „Þá giftum við okkur samt sem áður, svaraði hann. „En. . . . ? Því að þú myndir segja: en er ekki svo?“ „Jú, ég myndi segja en. Það yrði vissu leyti þvingað hjónaband. — Hvað börn snertir, þá myndi ég ekki vilja eig11" ast þau, ef ég gæti ekki borið virðing11 fyrir móður þeirra og treyst henni — að ég nú ekki tali um, að ég yrði að geta elsk- að hana.“ (( „Þú hefur aldrei fyrr minnzt á börn, sagði hún. „Mér fannst nógur tíminn til þess.“ „En ég hef hugleitt þetta . vandarnát Martin.“ „Hefurðu það?“ svaraði hann blíðlega- Andartak gleymdi hann símskeytinu, al. hún hafði brennt viku áður; hann gleyn11'1 sömuleiðis þögulli framkomu hennar hinni vafasömu skýringu hennar; einm» freistni sjálfs sín — sem hann hafði reýty að standast fram til þess — í þá átt a, útvega sér afrit af skeytinu til þess að sJa hvað í því stóð. Og öllum öðrum tortrýgS1 legum augnablikum og spurningum .-•••. „Tía,“ sagði hann. „Þú munt aldial skrökva að mér — er það? Segðu Það' Lofaðu mér því. Ef kvenmaður skrol<val að karlmanni, er allt eyðilagt.“ 0 Sava gekk inn með bréf á bakka færði henni brosandi. I sömu andrá og 11 sá bréfið, varð hún óttaslegin við að ta við því. Samt rétti hún fram höndina 0 greip það án þess að hika. Ef hún va hrædd við þetta bréf í rauninni, Þa hún þó enn hræddari við að sýna var slíka iP 74 HEIMILISBLAÓ

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.