Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1965, Page 31

Heimilisblaðið - 01.03.1965, Page 31
hi'æðslu á meðan Martin var viðstaddur. ~*ann sleppti þeirri hendi hennar, sem hann ha.fði haldið um, og það orkaði á hana eins og eitthvað rofnaði þeirra í millum. Hún leit á umslagið eins og innihald þess Væri eiturslanga. Þetta var ekki rithönd Hóberts — sem betur fór. En sjálfsagt var Pað rithönd Richards Kampe. Ekki þorði hún að opna bréfið þannig í Vlðurvist Martins, svo hún stóð upp, reik- a^i um stofugólfið og lét svo fallast í sama sófann við lampann þar sem hún hafði lesið óheillaskeytið fyrir viku. Þetta rifj- aðist upp fyrir henni um leið og hún sett- lst. Hornið atarna, þar sem þægilegast var að sitja, var mikill örlagablettur í stofunni °g nú sat hún þar yfirþyrmd af ótta. Og Martin, sem fylgdist nákvæmlega henni, hvers vegna brást hann við a nákvæmlega sama hátt og fyrir viku, ðegar hún sat með skeytið og Jan Huyn Vlrti þau fyrir sér bæði tvö? Var það ein- skær tilviljun? Var það ekki eitthvað ann- að’ Hún nötraði frá hvirfli til ilja. Þetta Var óhugnanlegt. . Hema hvað — nú sat hún með vínglas aendi. Þau voru nýbúin að borða, og hann oð og hamraði með sígarettu á sígarettu- Veskið sitt — að öðru leyti var ástandið Pað sama og fyrir viku. Hún reif upp umslagið. Eréf Richards Kampe var á þessa leið: Kæra Tía! Við Róbert erum nú komnir hingað Lótuslandsins, eftir ljómandi ferð um Þombay, sem við vorum svo heppnir að §eta komizt með gufuskipi. — Við hlökk- Ultt mikið til að hitta yður, en að sjálf- sÓgðu þarf það ekki að ske í sjálfri Uveitibrauðsparadís ykkar. Svo uppá- Prehgjandi viljum við ekki vera. Hins- Vegar æskjum við eftir fundi yðar stund- víslega klukkan tólf á morgun. Við er- Urn sannfærðir um, að þér munið ekki Valda okkur vonbrigðum. Okkur langar ú að hafa þá ánægju að bjóða yður til a<tegisverðar, enda þótt við getum því óáður ekki boðið upp á þær veitingar, sem við eiga þegar milljónamæringur er annars vegar. Hús það, sem við höfum setzt að í, er það eina, sem við gátum náð í; við fengum það gegnum leigusala í Mahé. Það er þrjá kílómetra frá strönd- inni og var áður í eigu plantekrueiganda, sem varð gjaldþrota. Við Róbert erum veikir fyrir öllu skipbrotsfólki, sama á hvaða sviði sem er. Hittumst heil á morgun, Tia. R. K. Það vill svo vel til, að við getum sent þetta bréfkorn rakleitt heim í virkið til yðar með flutningabát, sem flytja á kryddvörur og sprútt til yðar hátignar, að því er okkur skilst. Tía leit upp. Martin stóð þarna enn og virti hana fyrir sér, rétt eins og hann hafði virt hana fyrir sér fyrra kvöldið. Hún varð að finna eitthvað til að segja strax á stund- inni — útskýringu á sendibréfinu — fyrir alla muni! Hún sagði: ,,Það er frá þessari elskulegu systur prestsins — hvað heitir hún nú aft- ur? Ungfrú Hobbs, já. Hún sendir mér ástúðlegt bréf og þakkar okkur fyrir há- degisverðinn á dögunum." „Þú myndir þiggja sígarettu, er það ekki?“ spurði hann kaldranalega. Hún leit ekki á hann. „Nei — nei, takk.“ Hún myndi ekki hafa þorað að brenna þetta bréf, jafnvel þótt spurning hans hefði ekki verið jafn hranaleg og hún var. Slíkt myndi líta einum um of heimskulega út. Þannig endurtekning hlyti að vera of áber- andi. Auk þess hafði hún á tilfinningunni, að hann myndi ekki reyna að veiða neitt upp úr henni, þvi síður fara fram á að fá að sjá bréfið. Um kvöldið hafði hann ekki spurt hana um innihald skeytisins. En skyldi hann þá dæma hana og draga sínar ályktanir án þess að spyrja hana fyrst og heyra svar hennar? Hann sagði: „Hún hefur mjög sérkenni- ^ÍLISBLAÐIÐ 75

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.