Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1972, Síða 3

Heimilisblaðið - 01.11.1972, Síða 3
Undnrsamleg reynsla mín í Lourdes Eftir Marie de Vrahnos. Ég held ekki, að lífshamingjan sé meira Undir ytri aðstæðum okkar komin en þeim hinum innri. — Hvernig gæti það annars hafa gerzt, að við hjónin urðum fyrir þeirri reynslu — eftir 24 ára búskap — að eitt árið reyndist okkur ár hörmunga á ytra borði, en að sama skapi eitthvert hið hamingjurík- ast í hjónabandi okkar? Það hófst með því, að við Pierre lögðum af stað frá Los Angeles 1 Kaliforníu, í station-bíl þar sem rými var fyrir hjólastól Pierrse og áttum að takmarki Lourdes í Frakklandi. Og allt endaði þetta 12 tnánuðum síðar, er ég sendi kistu hans heim a leið til Bandaríkjanna. Allt til ársins 1953 höfðum við notið ríku- legrar og áhyggjulausrar tilveru. Veitinga- húsið okkar var fyrir Pierre ekki aðeins við- skiptavettvangur; það var líf hans allt. Pierre var bæði heillandi í framkomu og vel Sefinn maður. Hann hafði á sínum tíma náð úoktorsprófi í heimspeki við háskólann í Aþenu, og honum var yndi í því að ræða heirnspekileg efni og list við ýmsa þá gáfu- menn sem mæltu sér mót í „Hjá Pierre“. Það Var ánægja hans að hvetja unga listamenn, °g um árabil lét hann af hendi rakna ríku- 'egar fjárupphæðir til styrktar þeim. Sjúkdómur Pierres gerði fyrst vart við sig með því móti, að honum fannst hann vera i3I'eyttur og illa upplagður. Við héldum það væri eitthvað sem kæmi og færi af sjálfu sér og þyrfti ekki að vera neitt óeðlilegt, þar sem Pierre var orðinn 57 ára og því enginn unglingur lengur. En sjúkleikinn bara ágerð- ist æ meir. Við leituðum til fjölda lækna og sérfræðinga, en frá ársbyrjun 1954 var hann neyddur til að vera í hjólastól. Að lokum tjáði þekktur taugasérfræðingur mér hinn beizka sannleika: að Pierre þjáðist af því sem hann nefndi amyotrofisk lateralsklerose — ólæknandi mænusköddun, sem leiddi til lömunar og vöðvarýmunar; hann gæti varla lifað lengur en árið. Ég tók þá ákvörðun að segja Pierre ekki sannleikann. Hann var fríhyggjumaður — og ef hann fengi að heyra lokaniðurstöðu tauga- sérfræðingsins, þá væri honum ógjörningur að leita nokkurs staðar andlegs styrks eða hugg- unar. Sjálf átti ég til staðfasta trú, sem ég gat hallað mér að, og þess vegna var mér unnt að búa ein yfir dómsorði læknisins. Jafn- vel dætumar okkar tvær fengu ekkert að vita. Á miðju ári 1955 höfðu læknisvitjanir og sjúkrahúskostnaður hoggið allstór skörð í þá fjármuni sem við höfðum getað lagt til hlið- ar. En einnig þeim hlut hélt ég leyndum fyrir Pierre — annars hefði það aðeins aúkið á kjarkleysi það, sem hafði nú þegar gripið hann. Um þessar mundir varð mér hugsað til

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.