Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1972, Qupperneq 7

Heimilisblaðið - 01.11.1972, Qupperneq 7
Meistarinn er hér og vill finna pig Les Jóh. 11, 20 - 44. Skuggalegt er skammdegið, lágt og skammt gengur ljóshnötturinn fagri á sinni himin- braut.. Nætur eru langar dimmar. En milli skammdegisskuggana skín birtan guðdómlega og röddin hljómar: „Óttist ekki. Eg flyt yður tnikinn fögnuð. Yður er frelsari fæddur.“ Og það er bent á lítið barn í gripastalli. Fátæk hjón á ferð í ókunnri borg fá hvergi gistingu fyrr en í gripahúsi, þar sem hin unga, ör- þreytta kona fæðir frumburð sinn. Ekki er myndin glæsileg. — En þó — aldrei sást neitt fegra en saklaust bamið við móðurskaut, og aldrei er maður Guði nær en í návist ungbarns- ins. En hér er þó um meira að ræða. Hér eru að rætast margra alda spádómur og margra kyn- slóða vonir. Hér er sá í reifum sem síðar gat sagt: „Eg er ljós heimsins." „Vegurinn til himins.“, og „Enginn kemur til föðurins nema fyrir mig.“ Hér er hann, sem var og verður Meistarinn allra tíða og tíma, hann, sem hafði °g kenndi orð eilífs lífs. Og hér er ég kominn að því orði sem hvað eftir annað hefur knúð h huga minn þegar mig fór að langa til að senda jólavkeðju til góðvina. „Meistarinn er hér og vill finna þig“ Það var djúp og sár sorgin í húsinu .systur hörmuðu sinn einka- hóðrur, sem var látinn. Marta heyrði að Hann væri á leiðinni og gekk á móti honum, og hún fékk huggunarorðið: „Eg er upprisan og lífið. Hver sem trúir á mig mun lifa þótt hann deyi. Trúir þú þessu?“ Já, hún fór til systur sinnar og sagði einslega við hana: „Meistarinn er hér og vill finna þig.“ Og María hljóp til Hans og fær sama huggunarorðið, og orðinu fylgdi hjálpin, máttarverkið mikla, bróðirinn látni lifnar á ný, svo öflugt var orðið, lífsins orð. Og enn í dag er þetta sama lífsins máttuga orð lífgefandi, ef meðtekið er í trú. „Meistarinn er hér og vill finna þig.“ Oft berast þessi orð að eyrum, erindið er á ýmsa lund, en alltaf gott. Hvenær og hvar sem kirkjuklukkan hljóm- ar segir hún þetta. Hvenær sem við opnum Bókina, hvíslar hún því sama, þegar nálgast hátíðarstund og gleðin vekur bros á brá, er gleðiefnið mesta, að „Meistarinn er þar og vill finna þig.“ Þegar sorg, sjúkdómar eða ógnir dauðans særa huga og sál, mælir Guðs andi hlýtt og hljótt: Meistarinn er hér — huggar- inn, læknirinn, frelsarinn, vill koma til þín. Nú er það mín jólaósk og jólabæn, að þú, vinur kær, hver sem þú ert, heyrir og gefir gaum að þessum boðum og fáir að heyra lífs- ins sanna orð, að bamið í jötunni er Meistar- inn sem vill finna þig, frelsarinn, sem vill gefa þér sanna gleði, fylling vona, líf og sælu að eilífu. Trú þú þessu í Jesú nafni. Þessa kveðju bið ég Heimiiisblaðið að færa lesendum sínum með þökk og blessunarósk aldins vinar. Einar Sigurfinnsson, Hveragerði. HEIMILISBLAÐIÐ 203

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.