Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1972, Blaðsíða 8

Heimilisblaðið - 01.11.1972, Blaðsíða 8
Lífið er leikur - Tap eða gróði Smásaga í bagbókarformi eftir Jacques Constant Úr dagbókarbrotum Colette Debrives: Miðvikudagur, 4. marz. í gær, meðan við vorum að leika tennis, kynnti Frédéric mig fyrir honum. Enda þótt það væri í fyrsta skipti sem ég sá hann, fannst mér ég hafa þekkt hann lengi. Kannski var það vegna þess að vaxtarlag hans, lima- burður og útlitið allt var svo áberandi líkt þekktum leikara. Hann heilsaði mér mjög kurteislega og brosti svo að skein í hvítar tennur hans, og augnaráð hans þegar hann virti mig fyrir sér kom mér til að roðna, þó mér þætti það miður. Hann er í einu orði sagt dásamlegur, þessi Henri Caston. Henri! En hvað það er annars fallegt nafn! Laugardagur, 11. apríl. Við erum búin að hittast aftur, á tennis- vellinum. Hann leikur meistaralega vel. Bolt- inn hjá honum svífur eins og svala, lágt yfir netið. Oftast tókst mér að kýla á móti. Ég reyndi mikið til að standa mig vel, og ég get víst sagt með góðri samvizku, að ég hafi leikið óaðfinnanlega. Ég lagði mig alla fram við að sigra, og ég hefði líka gert það, þar sem Jean-Pierre lék rétt í meðallagi. Henri hafði Solange sem mótspilara. Hún lék einnig í meðallagi, en það var greinilegt, að það tókst henni aðeins af því að hún reyndi að sýna Henri sína beztu hlið. Ég held hún hefði getað sparað sér ómakið, því að Henri veitti henni varla eftirtekt; hinsvegar sló hann mér gullhamra fyrir leik minn. Ég skil ekki, hvað að mér var, en sennilega hef ég verið of taugaspennt; ég féll í grát. Ó, ég hefði getað lamið sjálfa mig. Skyldi honum hafa fundizt ég heimsk? Mér fannst Solange brosa af meðaumkun. Ooh! Föstudagur, 1. maí. Hundrað sinnum hef ég sagt við sjálfa mig, að hann sé ekkert fyrir mig. Hann er alltof fríður, alltof gáfaður og alltof vel upp færður til að giftast venjulegri stelpu eins og mér, jafnvel þótt pabbi minn sé skrif- stofustjóri. Skyldi hann vita það, að pabbi er fær um að láta mig fá vænan heimanmund, og ætti ég að láta hann fá vitneskju um það við tækifæri? Hvað um það! Ég er heldur ekki viss um, hvort hann hefur nokkum á- huga á peningum, hann er sjálfur svo ríkur. Hann verður svo háðslegur í röddinni þegar maður minnist á þá. Þannig verður hann líka ef minnzt er á misræði millum hjóna, en mér finnst bara ekkert hlægilegt við það; hann beinlínis hlær, ef ég minnist á þetta. Svo mikið hef ég þó skilið, að honum fell- ur vel við mig. Hann horfir mikið á mig, og í veizlunni hjá frú d’Omoncourts um kvöldið dansaði hann mestmegnis við mig eina. Reyndar dansaði hann eitthvað við Solange líka, en ég er nú ekkert hrædd hennar vegna. Ég get sagt þér það, kæra dagbók, að hún þolir alls ekki samjöfnuð við mig. Svo eru gáfur hennar heldur ekki neitt sérstakt. Hún getur eiginlega ekki talað um neitt, og maður þarf ekki að hafa verið oft með henni til að skilja hana út og inn. Mér finnst hún geti sparað sér að vera að gefa Henrri auga; vöxtur hennar er ekkert sérstakt, axlirnar eins og á kampavínsflösku og tennurnar dökkar. Hún hlær alltof hátt og oft, og hún er upprifin við alla og engan. Hún ber ekki minnsta skynbragð á, hvað er við- eigandi. Ef ég væri Henri, myndi ég ekki einu sinni líta í áttina til hennar, og ég myndi gæta þess að láta ekki bendla mitt góða nafn við hana. Hún er í fáum orðum sagt ein lítil smágæs. Sunnudagur, 17. maí. í mínum augum er Henri hinn fullkomni ungi maður. Ég er nú orðin viss um, að hann er ástfanginn af mér og kann vel við sig í návist minni. Við vorum saman á Vorsýn- ingunni um daginn og ræddum um ítalska list. Hann hefur mætur á Botticelli og Ghirlandajo, en ég aftur á móti á Barto- lommeo og del Sarto. Mér er nær að halda, 204 HEIMILISBLAÐIP

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.