Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1972, Side 9

Heimilisblaðið - 01.11.1972, Side 9
að ég hafi sannfært hann um, að sjónarmið mín eru rétt, og ég var ekki svo lítið hreykin þegar hann lagði handlegginn yfir axlir mér og sagði: ,,Þér eruð jafn fagrar sem þér eruð menntaðar, Colette." Þetta gæti litið út eins og hver önnur kurteisisorð, en hvernig hann sagði það, og augnaráðið um leið og hann talaði þessi orð ... ! Ég átti von á því á hverri stund, að hann segði hug sinn allan, en þar sem hann lét það ógert hlýtur það að stafa af því, að hann er í senn mikill heimsmaður og þó hlédrægur og jafnvel feiminn að eðlisfari. Pimmtudagur, 28. maí. Var að leika tennis í dag, en það var óvenju leiðinlegt. Hendri kom ekki. Hann er í bíl- ferðalagi um ítalíu ásamt vini sínum. En hann hefur ekki gleymt mér. Hann hefur sent mér kort frá öllum þeim bæjum sem hann hefur komið til. Solange var á ferð með eitt einstakt kort, sem hún hafði fengið, og hampaði því eins og sigursveig. Það var und- irritað með samskonar kveðju og til mín, en hún leggur það út á alrangan hátt vesling- urinn sá arna, svo ég næstum vorkenni henni; hún gerir sér jafnvel vonir um að giftast Henri. Að vísu er hann frjálslyndur og lýð- ræðissinnaður, en ég get ekki skilið að hann kæri sig um iðnaðarmannsdóttir, sem ekki á grænan túskilding og hvorki er girnileg né fín í tauinu. Hún kom heim til mín og sagði — roðnaði Um leið, drottinn minn! ... : „Ég held næst- um því, að honum þyki svolítið vænt um mig. .,Jæja,“ anzaði ég kæruleysislega. En þetta fór í taugamar á mér, svo ég bætti við: „Því heldurðu það?“ „Ó, af svo mörgu. Eins og vegna þess, að hann tók undir handlegginn á mér, þegar við Vorum á leið til tennisvallarins." Mig langaði mest til að biðja hana um að halda sér saman. Hann hefur áreiðanlega ekkert langað til að vera í félagsskap hennar, uema kannski af vorkunnsemi. Sannleikur- inn er fremur sá, að hún hefur hengt sig á hann; hún er ein af þessum ungu stelpum sem láta kyssa sig við hvert tækifæri. En hún hefur víst engin önnur áhugamál, veslingur- inn; ekki getur hún tekið þátt í venjulegu samtali, jafn ómenntuð og hún er. Mánudagur, 1. júní, Ég fékk kort frá Bordeaux. Henri skrifar, að hann komi til Parísar á mánudag. Eftir samtalið við Solange hef ég verið í slæmu skapi. Menn eru stundum hrifnir af heimsk- ustu stelpunum, en ég fæ mig bara ekki til að trúa því, að smekkur Henris sé svo slæm- ur. Pabbi spurði hvort ég væri lasin, og mamma sagði ég liti svo illa út að ætla mætti ég hefði ekki lifað á öðru en ediki dögum saman. Ég get ekki hætt að hugsa um fram- komu Henris gagnvart Solange; hann hefur áreiðanlega verið að narrast að henni. Annað get ég naumast skilið. Líklega heldur hann, að ég kæri mig ekki um hann. Ég vildi ég vissi, hvemig ég ætti að fara að því að koma honum á sporið, svo hann geti sagt það sem honum býr heitast í brjósti. En ég vil alls ekki láta hann finna, að ég sé ástfangin af honum; hann gæti álit- ið mig of léttúðuga — eða haldið að ég væri á höttunum eftir peningunum hans ... eins og Solange er. Ó, hvað karlmenn eiga gott að geta beðið þeirrar sem þeir kæra sig um. Föstudagur, 19. júní. Ég er svo hamingjusöm, svo hamingjusöm að ég veit ekki í hvom fótinn ég á að stíga. Þegar við vomm að leika tennis í dag, þá ákvað ég að veita honum svolitla hvatningu, því hann var svo alvarlegur og hugsi. Ég sá, hvað hann var glaðlegri þegar við skildum; hann sagði svo lágt að aðeins ég gat heyrt það: „Colette, viljið þér lofa mér að tala við yður undir f jögur augu? Það er dálítið áríð- andi, sem mig langar til að spyrja yður um. Ef ég má hitta yður við Sorbonne í fyrra- málið, gætum við þá ekki rabbað saman yfir smáglasi?“ Ég féllst á það óðara, yfir mig hamingju- söm og full eftirvæntingar, en ég held mér hafi tekizt að stilla mig svo vel, að hann hafi ekki heyrt hvað rödd mín skalf; hins- vegar gat ég ekki stillt mig um að senda Sol- ange sem stóð álengdar hreykið augnaráð — og ég varð þess vör, að hún fann vel, hvaða meining lá að baki. Laugardagur, 20. júní. Klukkan 10,30, þegar fyrirleturinn var bú- inn, flýtti ég mér nákvæmlega eins og ég var vön, en ekki meira. Henri beið úti á götunni Heimilisblaðið 205

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.