Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1972, Blaðsíða 11

Heimilisblaðið - 01.11.1972, Blaðsíða 11
hinna og þessara fyrirtækja. En enginn þeirra hafði haft áhuga á að ráða til sín mann með örlitla teiknihæfileika. Ekki einu einni fyrir smásklding. Það var aðeins atvinnutilboð, sem hann hafði fengið. Einhverntímaí október hafði kvikmyndahúsaeigandi við Broadway orðiði svo hrifinn af þriggja álna lengd hans og kraftalegum skrokk, að hann hafði boðizt til að ráða hann sem dyravörð í skarlatsrauðu úniformi gullbróderaðu. Tommi hafði vísað til- boðinu frá, stoltur á svip. Slíkt væri ekki starf fyrir mann sem væri fæddur Beaufort. Sannleikurinn var nefnilega sá, að Tommi var ekta Beaufort, af þeirri gömlu, ærukæru, vellauðugu ætt, sem í hálfa aðra öld hafði átt menn í fremstu embættum bg sett mikinn svip á samkvæmislífið í háaðli New Yorkborg- ar. Hann var sonur sjálfs Tómasar Beaufort, hins þekkta fjármálamanns og óhagganlega þrasara, sem hafði efni á því að setja heilan banka á höfuðið með því einu að kinka kolli — og reyndar sýnt það í verki að hann gat það. Fyrir tveim árum hafði Beaufort gamli „kinkað kolli“ til sonar síns í þeim tilgengi að reka hann út úr höll sinni við Park Avenue, og ekki aðeins út úr höllinni, heldur burt úr lífi sínu. Það var þó ekki sökum þess að Tommi hafði kvænzt Sally. Að vísu hafði Sally ekki átt neina peninga, en hún var þó allavega virðingarverð stúlka. Nei, ólukkan var sú, að Tommi hafði staðfastlega neitað því að gerast bankamaður. Hann vildi verða listamaður. Listamaður! Tómas eldri spýtti orðinu út úr sér í þeim tóni, að ljónin í dýragarðinum hefðu fengið gæsahúð, ef þau hefðu heyrt það. „Þú ert Beaufort! “ þrumaði hann í eyra sonarins. „Þú ert fædur til að verða banka- ftiaður. Og bankamaður skaltu verða, þótt ég yrði að ... .“ „Já, en ég vil það bara ekki,“ svarði Tómas yngri og leit beint í augu föður síns, sama sterka augnaráðinu. Hann hafði erft sinn hlut af stolti og þrjósku ættarinnar. „Þú ert fávís, þrjóskur, þrákelkinn og blind- nr heimskingi og kraftidjót!" þrumaði farðir hans. „Þú listamaður! — Þú verður aldrei hstamaður. Ég efast stórlega um að þú getir gert nokkuð það sem gagn væri að!“ „Ég gæti þó alla vega reynt.“ „Þú getur reynt að svelta, já! Og þú skalt þá ekki ómaka þig við að koma til mín eftir hjálp. Þegar þessum dyrum verður eitt sinn lokað, þá halda þær áfram að vera lokaðar — og þeim verður ekki lokið upp aftur, það máttu bóka!“ Þannig varð skilnaður þeirra, og Tomma þótti það mjög miður, því að honum þótti vænt um föður sinn. Hann vissi, að faðir hans myndi aldrei láta undan. Slíkt gerðu Beaufort- arnir nefnilega aldrei. í fátæklegri enda Sjöttu götu, þar sem fullt er af glysvöruverzlunum, hjúskaparráðningar- skrifstofum og þess háttar, nam Tommi staðar aftan í hóp fátæklegra klæddra manna, sem safnazt höfðu þarna fyrir utan lítinn skemmti- stað. í glugganum hékk skilti sem á var letrað: Aflraunamaður óskast til að sýna róðrarvél. í glugganum sat feitlaginn ungum maður, súr á svip, og andlitið eins og á bolabít, og streittist við að sýna handtökin við róðrarvél. Náunginn var ber ofan mittis og aðeins klædd- ur stuttbuxum. Beaufort lagði aftur af stað. Þá varð honum hugsað til jólanna og Sallyar. Hann gat ekki einu sinni keypt handa henni jólagjöf. Jafnvel ekki matinn á jólaborðið. Hann nam staðar. Hann sá í anda sjálfan sig, beinan afkomanda Beaufortanna, sitja úti í glugga eins og hvem annan sölukarl og til athlægis fyrir alla veg- farendur. Gamlir vinrir hans gætu jafnvel séð hann, meira að segja einhverjir úr fjölskyld- unni, já, það gæti jafnvel gerzt að sjálfur faðir hans ætti þarna leið framhjá einn góðan veðurdag. Það fór hrollur um hann við þá tilhugsun. Honum varð aftur hugsað til jólanna og Sallyar — og fór aftur og tók sér stöðu í biðröðinni þar sem menn skráðu sig í róðrar- mennskuna í útstillingarglugganum. Dyrunum var lokið upp, og fram í þær kom eigandi fyrirtækisins, sem hét I. Pinsk. Hann renndi smáum svínsaugum yfir umsækjenda- hópinn. „Halló, þú þarna!“ þrumaði hann og benti í átt til Tomma. Tommi gekk á eftir honum inn í húsið. „Úr með þig,“ sagði hr. Pinsk. Tommi týndi af sér spjarimar og stóð í buxum einum og bol. „Gott og vel! “ sagði Pinsk. „Þú getur feng- Heimilisblaðið 207

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.