Heimilisblaðið - 01.11.1972, Qupperneq 12
ið vinnu að kvöldinu. Frá klukkan sex til til
tólf. Fimmtán dalir á viku. Vélin kostar nítján
dali og níutíu og átta sent. Þú færð dal fyrir
hverja vél sem þú selur.“
Tomma fannst sér meira misboðið en
nokkru tali tæki. En hann hraðaði sér heim
og heilsaði Sally með hrífandi brosi, þegar
hún hljóp til móts við hann.
„Heyrðu mig, þú mátt ekki verða reið, elsk-
an, ég hef fengið smávegis að gera.“
„Er það satt, Tommi? Hvað er það?“
„Ég verð afgreiðslumaður við stórt sport-
vöruhús," svaraði hann. „Fína verzlun! Elsk-
an mín, við erum á grænni grein.
Héðan í frá gat almenningur sem átti leið
um Sjöttu götu notið þess að sjá ekta Beau-
fort-niðja í baðfötum sýna vöðvastyrkleika
sinn við róðrarvél í útstillingarglugga sport-
vöruverzlunar af lægsta klassa. Þegar rindils-
legir sveinstaular gengu inn í verzlunina,
hrifnir af vöðvum Tomma í glugganum, vék
hann sér að þeim og sór og sárt við lagði,
að hann hefði verið alveg eins og þeir, áður
en hann hefði tekið til við að þjálfa sig í
hinni einstæðu róðrar-þjálfunarvél Pinks. Og
annaðhvort smjaðraði hann fyrir þeim eða
ögraði þeim, þangað til þeir ákváðu að kaupa
þannig töfravél.
En hann fyrirleit þetta starf. Og vélina
sjálfa hataði hann af öllu hjarta; hún var í
augum hans táknið um niðurlægingu hans og
smán. En fjárupphæðin sem hann lagði til
hliðar svo hann gæti keypt jólagjöf handa
Sally sinni, hún jókst dag frá degi, þótt hægt
gengi.
Á aðfangadagskvöldi kom hann snemma
heim til þess að vitja peninganna. En þá voru
þeir ekki í skúffunni. Og Sally var ekki heima
heldur. Löng stund leið þangað til hún kom
— með risastóran pakka í fanginu.
„Þú mátt ekki sjá petta,“ sagði hún og
setti pakkann mn í skáp.
„Heyrðu mig, Sally,“ sagði hann ákveð-
inn. „Hvað hefurðu gert? Hvar eru pening-
amir?“
„Æ, Tommi," sagði hún, ,,þú mátt ekki verða
reiður. Ég gat ekki stillt mig. Mér fannst bara
að þú ættir skilið að fá almennilega jólagjöf.“
Það var ekki annað að gera úr því sem kom-
ið var en að kyssa hana, og það gerði hann
líka. Hún hafði keypt lítið jólatré með til-
heyrandi glingri, sem hún nú náði í; °S
Tommi kom með nýja sparigrís í staðinn fyrir
Dick, sem rotaður var. Það var allt og sumt
sem hann gat gefið henni.
Þá kom Sally með það sem hún hafði
keypt handa honum. Tommi þreif umbúð-
irnar utan af pakkanum stóra. Þá var það sem
kökkur kom í hálsinn á honum og hann lét
fallast í stól. Gjöfin var hin einstæða róðrar-
þjálfunarvél Pinks! — Sally virti hann fyrir
sér hugsi.
„Ó, Tommi!“ hrópaði hún. „Ég held þú haf-
ir orðið fyrir vonbrigðum, svei mér þá!“
„Ástin mín,“ svaraði hann. „Ég er svo yfir
mig hrifinn, að ég má vart mæla. Það var ein-
mitt svona áhald sem mig hafði dreymt um!“
Þá hringdi dyrabjallan. Það var hraðskeyti.
Komið var með stóran pakka. Þau störðu á
hann bæði tvö.
„Þetta er til þín, Tommi,“ sagði Sally-
„Hvað í ósköpunum getur það nú verið?
Hvaðan er þetta sent?“
Tommi leysti utan af pakkanum í snar-
hasti. Það var þjálfunarvél Pinks!
„Þetta hlýtur að hafa farið í skakkan stað,“
sagði Sally. „En hvað er þama? Það fylgir
bréf í pakkanum!“
Þarna lá óneitanlega umslag, og í umslag-
inu var bréf, sem hljóðaði þannig:
Kæri Tom!
Fyrir alla muni leggðu stund á líkams-
þjálfun heima hjá þér. Ég sá þig í glugg-
anum. Það er enginn staður fyrir Beaufort.
En þú hefur bein í nefinu, drengur minn. Það
hefurðu sannað. Komdu heim, og við skul-
um spjalla saman. Kannski ætti maður held-
ur að senda þig til Parísar, svo þú getir orðið
sannur listamaður og með tímann stillt út
myndum í stað þess að stilla út sjálfum þér.
Hér er smávegis handa ykkur Sally.
Gleðileg jól! Faðir þinn,
Tómas Beaufort, senjor.
Innan í bréfinu lá þúsund-dala-seðill. Sally
hrifsaði hann, en Tommi tók hann af henni
aftur.
„Nei, góða, nú skaltu ekki kaupa fleiri róðr-
arvélar — við skulum labba út og leita að
almennilegri gjöf handa þér, og svo skulum
við halda jólin eins og vera ber ...“
208
HEIMILISBLAÐIÐ