Heimilisblaðið - 01.11.1972, Side 19
stúlkur, og vonaði að það gæti m.a. hjálpað
manni sínum til að standast hin miklu útgjöld,
og orðið til að greiða hluta gamalla skulda.
Nafnið Agassiz laðaði nemendurna að, miklu
fleiri en rúm var fyrir, og í þeim greinum sem
Agassiz hafði ekki áhuga á sjálfur, aðstoðaði
Alexander sonur hans við kennsluna, en hann
var ungur og gjörvilegur maður og ekki eldri
en margir nemendanna. Og það leið ekki á
löngu, þar til Agassiz var skuldlaus maður í
fyrsta sinni í lífi sínu.
Næstu ár voru annríkistími við ferðalög
og ritstörf. Agassiz móttók margs konar heið-
ursviðurkenningar og eignaðist fjölda vina
meðal vísindamanna og rithöfunda. Óska-
draumur hans var að koma upp náttúruvís-
indasafni. Hann fékk Harvardháskóla til að
leggja til grunninn, en f jármagn barst honum
bæði frá einstaklingum og hinu opinbera. Agas-
siz talaði máli sínu sjálfur, og embættismað-
ur nokkur sagði eitt sinn við hann: ,,Ég hefi
ekkert vit á söfnum, en ég get ekki horft
aðgerðarlaus á svo hugdjarfan mann berjast
án hjálpar." Þannig varð stofnun sú til, sem
enn ber nafnið „Agassizsafnið". Þar hafa
margir. frægir vísindamenn hlotið hluta af
þekkingu sinni, og þeir sem stunduðu nám
þar, gleymdu því aldrei hvað hinn ákafi og
vitri kennari þeirra fylgdist vel með þeim og
uppörvaði þá.
Ein af mörgum hugmyndum hans var sum-
amámskeið fyrir náttúruvísindamenn. „Fyrst
maður aðeins lærir um náttúruna af bókum
þekkir maður hana ekki i innsta eðli sínu,“
sagði hann. Og honum heppnaðist að koma á
fót námskeiði á Penikese-eyjunni í flóa einum
við Atlantshafið.
Fyrsti starfstíminn þar hófst með stuttri
bæn, og aldrei hafði gamli kennarinn verið
glaðari né hamingjusamari. Kennsla hans var
nú meir en nokkru sinni áður fyllt hinni miklu
virðingu sem hann hafði ætíð borið fyrir nátt-
úrunni. ,,í hvert skipti, sem við erum að lenda
á villigötum, beinir náttúran leið okkar aftur
til hins fullkomna sannleika," sagði hann.
En ekki leið á löngu, unz hann sjálfur hvarf
í skaut sinnar elskuðu náttúru. Hann dó árið
1873, og á gröf hans í Cambridge, nálægt
Harvardháskóla, stendur granítvarði, sem var
sóttur til Aarskriðjökulsins, þar sem hann
hafði í æsku sinni fóstrað þær hugmyndir, sem
stöðugt blómstra og skjóta nýjum rótum.
Nemendur Agassiz, þeirra nemendur, og
fjöldi viðurkenndra vísindamanna um heim
allan, eru í dag sannfærðir um að hinar miklu
isbreiður norðursins skriðu fram og drógust
til baka á óralöngu tímabili, sem landfræð-
ingar kalla ísöld.
Sem stúdent dvaldi ég í Agassizsafninu, og
hlýddi á hinn fræga ísaldarfræðing, dr. Regin-
ald Daly, segja frá því að enn væri þekking
okkar á ísöldinni ekki komin nema hálfa leið.
Menn gera ráð fyrir að slíkt tímabil geti
komið aftur, því langt í norðri eru óendanlegir
ísflákar, og hiti sólarinnar getur enn dvínað.
En við mennirnir þurfum ekki að óttast að við
lifum slíkt ekki af. Þótt manneskjan hafi
myndast á jörðunni milli tveggja ísaldartíma-
bila, og þótt forfeður okkar hefðu fátt af
hjálpartækjum, björguðust þeir gegn um langa
og kalda ísvetra, sem lögðust yfir jörðina.
Louis Agassiz grunaði alls ekki sumt af því,
sem við nú vitum, eða gizkum á. En ekkert af
því mundi koma honum á óvart, því að þekking
hans á jörðunni var yfirgripsmikil, og hann
leit á þá þekkingu sem hluta af hinum mikla
háskóla lífsins.
SKRÝTLUR
Marta: Sko, litla drenginn minn! Allir segja
að hann sé lifandi eftirmyndin mín.
Bína: Vertu ekki hugsjúk út af því, barnið
breytist með aldrinum.
Hún: Næsta vor höldum við silfurbrúðkaup
okkar.
Hann Við skulum fresta því um fimm ár
og höldum þá minningardag þjátíu árs stríðs-
ins.
heimilisblaðið
215