Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1972, Side 22

Heimilisblaðið - 01.11.1972, Side 22
NATAUA Framhaldssaga eftir Jennyfer Ames 17. kafli. Natalie hafði ákveðið að vera kuldaleg og róleg gagnvart Bob, þegar þau hittust. Hún mundi halda áfram að vinna sitt starf af sömu samvizkusemi og áður, en að öðru leyci ætlaði hún að forðast of náin samskipti við hann. Þessa ákvörðun tók hún á langri andvöku- nótt, eftir atburðina á Spana. Eftir að hún hafði skilið við Bob, hafði hún hlaupið upp í herbergi sitt, kastað sér á legubekkinn og grátið ofsalega. Hún lét grát, eða móðursýki, sjaldan ná tökum á sér, en eftir þetta kvöld var hún gjörsamlega niðurbrotin. Annarri eins auðmýkingu hafði hún aldrei orðið fyrir, og það versta var að það var að miklu leyti hennar eigin sök. Hún hefði aldrei átt að láta það eftir Bob, að fara út með honum á skemmtistað. Þótt það væri afmælisdagurinn hennar, var það engin afsökun. Hann var kvæntur maður, og auk þess hafði Marjorie svo sannarlega horn í síðu hennar. Hún veit að ég elska hann, hugsaði Natalie. Það er þess vegna, sem hún hatar mig. Innra með sér fann hún, að það eina rétta sem hún átti að gera, var að segja upp stöð- uni, og hverfa úr lífi hans, en hún hafði ekki þrek til þess. Ef hún gerði það, mundi líf hennar glata allri ánægju og tilgangi. Hún krafðist svo lítils. Aðeins þess, að fá að vera í nærveru hans, og hjálpa honum í störfum hans. í kvöld hafði hún í raun og veru sætt sig við framkomu Marjorie. Þess vegna álas- aði hún Marjorie ekki eins mikið og sjálfa sig. Hún átti einnig að álasa Bob, en hún elskaði hann of heitt til þess að geta það. Morguninn eftir var Bob afar þreytulegur og þungbúinn. Svo þreytulegur og raunamædd- ur að sjá, að Natalie hvarflaði ósjálfrátt frá þeirri ákvörðun sinni, að vera formleg og kuldaleg gagnvart honum. Hana langaði þvert á móti til að segja eitthvað fallegt og skemmti- legt við hann, til þess að hressa hann og gleðja. Hana grunaði, að Marjorie hefði verið ó- sanngjörn gagnvart honum, og að þau hefðu rifist, og um það var auðvitað ekki hægt að spyrja. Þess vegna hélt hún öllum sam- ræðum þeirra, um efni starfssviðsins. Bob reyndi af fremsta megni, að láta sem ekkert væri um að vera, en hann var óróleg- ur. Hugsanir hans snérust um allt annað en starfið. Hann gerði sér grein fyrir, að hann þurfti að biðja Natalie afsökunar, en vissi ekki, á hvern hátt hann átti að gera það. Hann langaði mest til að falla á kné, og biðja hana fyrirgefningar. Hann var þess fullviss, að hún var djúpt særð, yfir því sem skeð hafði, og hún var sú manneskja í heim- inum, sem hann vildi sízt særa. Ef til vill var það bezt — fyrir þau bæði — að hún hætti hjá honum. Henni yrði auð- velt að fá aðra stöðu. En hugsunin um að missa hana, fyllti hann óttatilfinningu. Á ein- hvern óskýranlegan hátt, var hún orðin svo nátengd lífi hans, starfi hans og framtíð. Án hennar mundi vanta eitthvað raunveru- legt, þetta undarlega sjálfsöryggi, sem var honum sjálfum ómissandi í starfi hans. Þetta vakti hjá honum kvíða og ótta. Hann barðist við, að viðurkenna þetta ekki fyrir sjálfum sér. Hann reyndi að full- vissa sig um, að þetta stafaði af því, hvað hann hafði þekkt hana lengi. En honum var ljóst, að skýringin á þessu átti sér dýpri rætur. Hann hafði ákveðið, að gera upp sakirnar við Marjorie, þegar hann kæmi heim. Hún skyldi fá að heyra berum orðum, álit hans á henni. Á heimleiðinni hafði hann búið sig undir, hvað hann ætlaði að segja, en Marjorie 218 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.