Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1972, Qupperneq 24

Heimilisblaðið - 01.11.1972, Qupperneq 24
Henni fannst hún vanrækt. Eðli hennar var þannig, að hún þarfnaðist aðdáunar til þess að lifa. Eftir því sem dagamir liðu varð hún úrillari og taugaspenntari. Því tillitssamari sem hann varð, gerðist hún önugri og órólegri. Hún fór að velta því fyrir sér að komast eitthvað burtu, að minnsta kosti stuttan tíma, til þess að losna við andrúmsloftið á heimilinu. Það var svo tilbreytingalaust og kæfandi, fannst henni. Tækifærið bauðst, þegar frú Hedburn bauð henni að koma í lystisnekkju sína, er lá í Cannes. „Þú verður að koma,“ sagði Rita Hedbum, ákveðin. „Þar verður líf og fjör, og ég vil endilega fá þig, til þess að hafa ofan af fyrir herrunum, t. d. Luis Cados, sem er Argentínu- maður, og mjög kurteis og glæsilegur. Ég er viss um að þú verður brjáluð í hann. Faðir hans á um það bil hálfa Argentínu, og allt kvenfólk liggur marflatt fyrir honum.“ Marjorie hló. „Glæsilegir Argentínumenn freista mín ekki. Þar að auki á ég eiginmann.“ „Heyr á endemi. Þú meinar að þú sért gift manni, en hann hefur meiri áhuga á innyflum annarra, en sjálfri þér.“ Marjorie hló enn, en þó kom þetta óþægi- lega við hana. „Ég verð að spyrja Bob fyrst,“ sagði hún. „Larry Burgess kemur. Hann er víst góður vinur þinn.“ „Hann var það. Ég hef nú sjaldan séð hann upp á síðkastið." „Er það virkilega?" Rita Hedburn skemmti sér ágætlega. „Ég hef séð hann mörgum sinnum á skemmtistöðum að undanförnu, með gull- fallegri ungri stúlku, með koparlitað hár.“ „Með koparlitað hár? Segðu ... segðu mér meira frá henni, Rita.“ Rita útmálaði fegurð Natalie, og hún heyrði að Marjorie varð öskureið, en hélt að það væri aðeins vegna þess, að þessi ókunna stúlka hafði klófest einn af vinum hennar. Natalie færði boðið í tal við Bob, sama kvöldið. „Ég get ekki skilið hvernig þér kemur til hugar að fara þetta,“ sagði hann. „Ég get ekki þolað þennan Hedburnlýð.“ „Frúin er bæði glæsileg, rík ... og skemmti- leg.“ „Hann tók vindling og kveikti í honum með eldspýtu. „Hún er sjálfsagt skemmtileg vegna þess að hún hagar sér eins og fífl, í hverju einasta samkvæmi. Jæja, þér finnst hún skemmtileg." Marjorie kastaði sér niður í eitt legubekks- hornið og stundi uppgerðarlega. „Ég er búin að gefa upp alla von um, að þér geðjist að mínum vinum. Þú álítur vist að gott skap, sé einhver glæpur.“ „Mér geðjast ekki að konum, sem haga sér ósæmilega, meðal annars fólks,“ svaraði Bob. Hún sló út höndunum. „Þú ert svo sorglega þröngsýnn, Bob. Hugsa sér, ósæmilega. Er það minn elskulegi eiginmaður, eða gömul piparjómfrú, sem er að tala við mig?“ Bob snéri sér bálvondur að henni. „Ef þú vildir hætta því að vera með svona bölvaðan þvætting, Marjorie, gætum við átt hér saman reglulega ánægjulegt kvöld.“ „Ánægjulegt kvöld. Meinarðu það, þegar við sitjum hér alein, sé það ánægjulegt? Ef til vill fyrir þig. „Hvaða þýðingu hefur það, að vera að þrasa út af þessu?“ „Nei. Við skulum heldur tala um gleðskap- inn á snekkjunni hjá frú Hedburn. Þú hefur vonandi ekkert á móti því, að ég fari þang- að, Bob?“ „Nei. Ekki ef þér líður betur að vera með þessu fólki, en mér. Sjálfur kynni ég betur við mig í einhverjum flutningabát." „Þú hefur alla tíð haft dálæti á hversdags- legu fólki,“ sagði hún hæðnislega, og horfði á hann gegnum hálflokuð augun. „Hvað meinarðu með því?“ spurði hann höstuglega. „Svo sem ekkert,“ svaraði hún kæruleysis- lega. „Þú hefur alla tíð kunnað bezt við þig, innan um fátæklinga. Manstu hvernig þú varst við fólkið á austurströndinni, þegar þú byrj- aðir sem læknir. Og þú gengur ennþá með veikleika, gagnvart slíku fólki. Er það ekki satt, Bob?“ Fyrst varð hann eldrauður í framan og síð- an hvítgrár. „Ef það er Natalie sem þú meinar ...“ sagði hann hörkulega. 220 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.