Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1972, Qupperneq 25

Heimilisblaðið - 01.11.1972, Qupperneq 25
„Hver segir að ég meini Natalie. Elsku Bob. Það er svo fjarri því. En fyrst þú minntist á hana, þá hefurðu ef til vill gaman af að heyra hvað Rita sagði mér í dag. Natalie og Larry Burgess, eru óaðskiljanleg. Ég tók eftir því, sem var í undirbúningi, kvöldið á Spana. Hún er sýnilega ekki öll, þar sem hún er séð. Hún gaf honum auga, meðan hún laumaði þessum fréttum að honum. Henni fannst að hann hefði gott af því að vita um samband Natalie og Larrys, og hafði áhuga fyrir því, hvemig þessar fréttir verkuðu á hann. „Ég trúi því nú betur, að það sé Burgess, sem er að sækjast eftir henni. Hvemig veiztu eiginlega, að þau séu mikið saman? Frú Hedbum hefur aðeins verið að segja þetta, til þess að ergja þig sjálfa.“ „Uss. Það tala allir um þetta.“ Marjorie yppti öxlum. „En hversvegna ætti ég að vera örg yfir því? Ég hélt að þú yrðir það frekar,“ bætti hún við og kímdi. „Þar skjátlast þér,“ svaraði hann þurrlega. „Ert þú þá ánægð?“ „Þér lætur svo illa að látast, Bob. Vesalings þú. Ég vorkenni þér stundum. En það hlýtur að vera lítillækkandi fyrir mann með þínar gáfur og viðurkenningu, að lúta í lægra haldi fyrir eins treggáfuðum samkvæmisdindli eins og Larry Burgess." Bob svaraði ekki. Hann þrammaði út úr stofunni, og skellti hurðinni á eftir sér. „Bob! Bob!“ hrópaði Marjorie vingjarnlega. En eina svarið, sem hún fékk, var fótatak hans í anddyrinu. Hún hallaði sér út af á legubekkinum, og reyndi að sjá þetta allt í spaugilegu ljósi, en henni tókst það ekki. Hún hafði það á til- finningunni, að þetta hefði aðeins orðið til þess, að breikka gjána, sem hafði myndast, milli hennar og Bobs, og að hún yrði ef til vill aldrei brúuð. Var það hennar sök? Ekki gat henni fund- ist það. Hún gat ekki beðið þess, að sálast úr leiðindum, með því að sitja heima, og bíða eft- ir honum á hverju kvöldi, og stundum langt fram á nótt. Hann vissi að hún elskaði fjör og gleði, og naut sín í samkvæmum. Ef að hann elskaði hana virkilega, því gat hann þá ekki verið glaður yfir að vera með henni, þar sem skemmtilegt var? Ef til vill elskar hann mig ekki lengur, flaug henni skyndilega í hug. Hún skelfdist við þessa hugsun. Hún hafði trúað á ást Bobs svo lengi. Og það yrði ekki þjáningalaust að glata henni. Hún opnaði dymar og gekk fram á gang- inn, að vinnuherbergi hans, og opnaði dymar hljóðlega. Hann sat við skrifborðið, og grúfði andlitið í höndum sér. Hún varð hrærð þegar hún sá þetta. Hana langaði mest til að hugga hann. Hún gekk í áttina til hans, en þegar hún var komin hálfa leið, leit hann snögglega upp. Andlitið var fölt og afmyndað, augun hörð og bitur. Hún sá, að hann var örvinglaður, en hún fann með sjálfri sér, að það var ekki hennar vegna. Það var vegna þess, sem hún hafði sagt honum um Natalie Norris. Vor- kunnsemin hvarf, og hún varð miskunarlaus og köld aftur. „Hvað vilt þú?“ spurði hann rólega. Hún nam staðar fyrir framan hann, hnarr- reist og hörkuleg. „Ég kom aðeins til þess að segja þér, að ég hefi ákveðið að taka boði frú Hedbums. Þér er auðvitað sama. Er ekki svo?“ „Þú skalt gera eins og þú vilt sjálf, Marjorie. Rauðar varir hennar herptust saman. Aug- un skutu gneistum. ,Það er einmitt það, sem ég ætla aðg era.“ 18. kafli. Natalie hafði verið talsvert í félagsskap Larrys, síðustu vikurnar. Gegn því sem Larry var vanur, að konur sæktust eftir félagsskap hans, varð hann nú nauðugur viljugur að viður- kenna að það var hann sem þurfti að ganga á eftir Natalie. Hún hafði til þessa ekki gefið honum undir fótinn, né verið óvingjarnleg við hann. Hún fór út með honum, þegar hann bauð henni, og virtist skemmta sér. Hún hlust- aði á hið glaðlega, innihaldslausa spjall, og gat stundum hlegið hjartanlega. Að flestu leyti, hagaði hún sér eins og aðrar ungar, laglegar stúlkur, sem hann daðraði við — þangað til þau voru á leið heim í bifreið, og hann reyndi að faðma hana að sér og kyssa hana. Þá var hún ósveigjanleg. Einu sinni beitti hann valdi til að kyssa hana, en þá rak Heimilisblaðið 221

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.