Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1972, Síða 27

Heimilisblaðið - 01.11.1972, Síða 27
hafi þær aldrei svarað atlotum þeirra, en því hafði hann aldrei trúað. „Ég held að ég yrði næstum hræddur, ef þú yrðir ástfangin af mér, Natalie.“ Hún hrökk við, og sneri fölu andlitinu að honum. „Hvers vegna segir þú þetta?“ „Ég veit það ekki. Ef til vill hefði það svo mikla þýðingu fyrir þig að ég væri ekki mað- ur til að uppfylla vonir þínar.“ Þau sátu þegjandi um stund. Hann bauð henni vindling, en hún afþakkaði. Hann kveikti í sínum og horfði hugsandi í glóðina. „Natalie," sagði hann að lokum. „Ég er ekki viss um það, nema mér félli það vel, að þú yrðir virkilega ástfangin af mér.“ Hún reyndi að hlæja, en tókst það ekki eðlilega. Rödd hans hafði fengið nýjan, alvar- legan hljóm. „Þú mundir ekki þola það, Larry. Hversu oft hefur þú ekki sagt, að þú hafir ekki löng- un til að vera ástfangin af nokkurri konu?“ „Ég veit það. En í kvöld ...“ Hann hreyfði sig órólega, og brosti í myrkrinu. „Ég veit ekki hvort mér finnst ég vera erkiasni, eða maður, sem í alvöru vill breytast til batnaðar. En ég vildi óska þess, Natalie, að þú yrðir ástfangin af mér. Ðg vil gjaman kvænast þér ■.. að minnsta kosti í því hugarástandi sem ég er í núna.“ ..Þér mun áreiðanlega líða betur á morgun, Larry,“ sagði hún næstum biðjandi. Hann hló glaðlega. „Fjandinn hafi að ég viti það. En eins og er, er ástand mitt ef til vill hættulegt. Finnst þér það ekki?“ Hann tók um aðra hönd hennar og dró hana nær sér. „Hefi ég nokkra von, Natalie?‘/ „Ég veit það ekki,“ hvíslaði hún. „í sann- leika sagt, veit ég það ekki, Larry,“ bætti hún örvæntingarfull við. „Allt í lagi, Natalie," svaraði hann aðeins. »>Ég skal ekki vera nærgöngull við þig. Ég veit hvað það er þungbært, að vera þvinguð til að elska, og geta ekki endurgoldið það. En ég mun freista gæfimnar þegar ég kem til baka. „Ert þú að fara í ferðalag? Henni fannst hún verða vonsvikin. Hún var orðin háð því, að skemmta sér á kvöldin með honum. Það hafði veitt henni bæði sjálfstraust og ánægju. „Aðeins nokkrar vikur. Ef til vill verð ég ekki lengur en eina viku. Ég veit það ekki. Það veltur allt á því, hversu skemmtilegt það verður. Ég er boðin um borð í lysti- snekkju, sem amerískur kunningi minn á. Hann heitir Hedbum og er í Cannes.“ „Ég öfunda þig, andvarpaði hún. „Ég hefi aldrei komið til útlanda.“ Hann hló lágt, og lagði höfuðið að öxl hennar. „Ég skal bjóða þér til útlanda í brúð- kaupsferðina okkar, Natalie. Til alls þessa fagra. Til yndislegra staða, sem þig hefur dreymt um — ég veit að þig hefur dreymt um þá. — Ég veit að litla, yndislega höfuðið þitt, er alltaf fullt af dagdraumum.“ „Ég vona, að þú skemmtir þér vel, Larry.“ „Ég mun gera mitt bezta.“ Hann brosti. „Ég mun gera mitt bezta til að gleyma þér. Losa mig algjörlega undan áhrifum þínum. Takist mér það ekki verð ég annaðhvort að kvænast þér, eða verða brjálaður. Hann hló og hún hló, en hlátur beggja var þvingaður. 19. kafli. Natalie sá, að það var Ijós inni hjá Annabel, þegar hún kom heim. Hún nam staðar, dá- lítið óákveðin, og fann til löngunar að spjalla dálítið við Annabel, því hún kveið því, að fara ein inn í herbergi sitt. Hún bankaði varlega á hurðina, og opnaði hana. Annabel lá í rúminu, og las í kvik- myndablaði. Natalie brosti ósjálfrátt. „Halló, Annabel. Hvaða kvikmyndahetja eða kvikmyndadís er það núna?“ Annabel gretti sig og kastaði blaðinu til hennar. „Ég er orðin hundleið á þessu öllu saman. Fáðu þér sæti. Ég ætla að laga okkur tesopa.“ „Er ekki orðið of framorðið til þess?“ „Nei, alls ekki. Klukkan er ekki orðin eitt, og ég er ekkert syfjuð ennþá. Ég held að ég sé orðin tunglsjúk. Hefurðu tekið eftir því hvað tunglið er stórkostlegt í kvöld?“ Natalie gekk út að glugganum og leit út. Það var fullt tungl og óvenju stórt og lík- ast því, sem það hengi milli himins og jarðar. „Varstu úti með þessum nýja vini þínum, Larry Burgess?" spurði Annabel, meðan hún lét renna vatn í ketilinn. Heimilisblaðið 223

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.