Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1972, Qupperneq 29

Heimilisblaðið - 01.11.1972, Qupperneq 29
elskaði hann á annan hátt, sem ég geri. Ég þvingaði sjálfa mig til þess að trúa þessu. Ég hélt að þetta væri aðeins aðdáun. En nú veit ég, að það var meira en aðdáun. Ég hefi elskað hann, síðan ég var fjórtán ára — öll þessi ár.“ Annabel lagði handlegginn um herðar henni. „Hertu þig upp. Þú verður að losa þig úr þessum viðjum. Að öðrum kosti eyðilégg- Ur þú líf þitt.“ Natalie horfði á hana með tárin í augun- Um. „En hvað á ég að gera, Annabel. Ég hefi ákveðið að segja upp starfi mínu hjá dr. Brad, en ég treysti mér ekki til þess. Það væri eins og ég rifi hjartað úr brjósti mínu.“ „En þú verður. Þú verður að gleyma öllu, sem honum við kemur. En meðan þú sérð hann á hverjum degi, er það útilokað. Það hlýtur þú að skilja.“ „Já, ég skil það. En nú verð ég víst að fara að halla mér. Mér — mér er dálítið óglatt.“ Hún stóð upp, og hálfhljóp inn í herbergi sitt. 20. kafli Natalie var föl en ákveðin, þegar hún kom á skrifstofu Bobs daginn eftir. Hún ætlaði að segja upp formlega og láta sem ekkert væri, og gefa þá ástæðu, að henni hefði boðist starf, sem hún framtíðar sinnar vegna, gæti ekki neitað. Að minnsta kosti hundrað sinnum um nótt- ina, hafði hún yfirvegað hvemig hún ætlaði að segja þetta. Hún kunni þetta orðið utan að. Samt sem áður var hún dauðhrædd um, að hún myndi ekkert af því, þegar hún stæði frammi fyrir honum. Hún gæti alveg eins farið að gráta. En það mátti hún ekki gera. Það yrði alveg hræðilegt. Það lá hrúga af bréfum á borðinu, en hún snerti ekki við þeim. Hún sat við skrifborð- ið, starði á klukkuna og taldi mínútumar sem liðu alltof hægt. Tíu mínútur — fimm mín- útur ... fimm mínútur og þá kæmi hann, og hún yrði að henða sig upp, og tala við hann. Gera það strax. Ekki vera að hika. Hún vætti varimar, og fann nú til sömu ógleðinnar og kvöldið áður. Það liðu fimm mínútur og enn fimm mín- útur. Hann kom óvenju seint, sem sjaldan skeði. Því þurfti hann að vera svona seinn, einmitt í dag. Vissi hann ekki, að taugar hennar voru þandar til hins ýtrasta. Enn liðu fimm mínútur og svo aðrar fimm. Hún reis á fætur, og fór að ganga eirðarlaus um gólf. Hún beit á neðri vörina, svo að næstum blæddi. „Það kom sendill með þetta bréf, ungfrú Norris.“ Það var dyravörðurinn. Hann rétti henni bréfið. Hún þekkti rithönd Bobs, og byrjaði að titra. Hún reif það upp í flýti. Bréfið var sýnilega skrifað í flýti með blýant. „Kæra Natalie. Ég skrifa þetta í bílnum á leið til stöðv- arinnar. Mér barst hraðskeyti frá Edinborg, og var beðinn að koma þangað og gera skurð- aðgerð á jarlinum af Lothner, tafarlaust. Ég veit ekki hvað ég verð marga daga fjarver- andi, en þar sem ekkert aðkallandi liggur fyrir hjá okkur, skiptir það ekki miklu máli. Ég veit að þú munt annast allt sem þarf, meðan ég er burtu. Ef eitthvað áriðandi ber að, lætur þú mig vita.“ Síðan fylgdi heimilisfang í Edinborg, ef hún þyrfti að hafa samband við hann. Hún hneig niður í stólinn við skrifborðið, titrandi af feginleika. Tárin runnu niður kinn- ar hennar, en hvort það var af hlátri eða gráti vissi hún ekki. Henni létti svo óvænt, að það nálgaðist taugaáfall. Hún hafði fengið frest. Hún mundi verða hér á skrifstofu hans í nokkra daga enn, í þessu elskaða umhverfi, þar sem allt minnti á hann. Hún var í algjörri óvissu um það hvenær Bob kæmi til baka, en þegar hann birtist skyndilega í dyrunum, rak hún ósjálfrátt upp lágt óp. Hann brosti dauflega. „Gerði ég þig hrædda?" „Ég vissi ekki hvenær ég átti von á þér.“ Hann hné niður í stól í frakkanum, með hattinn í hendinni. „Nei. Ég hugsaði ekki út í það að hringja. Dr. Mansfield ók mér hingað. Gamli mað- urinn dó.“ „Það er sorglegt," stamaði hún, en gat ekki sagt meira. HEIMILISBLAÐIÐ 225

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.