Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1972, Síða 31

Heimilisblaðið - 01.11.1972, Síða 31
Við„ sem vinnum eldhússtörfin Bráðum koma blessuð jólin, börnin fara að hlakka til . ... Og venjulega fer það svo að börnunum tekst að smita okkur og áður en við vitum af er jólaundurbúningurinn kominn í fullan gang. Bezt er að byrja á að athuga jólaskrautið og nota svo einn eða tvo sunnudaga fyrir jól til að bæta við það sem fyrir er. Þá getur líka öll fjölskyldan hjálpast að. Svo er það jólabaksturinn. Hér eru nokkrar mjög góðar smákökuppskriftir, sem gæti ver- ið gaman að reyna. Kókoskransar 125 gr smjörlíki 125 gr strásykur 1 eggjarauða 125 gr hveiti 125 gr kókosmjöl Hnoðið öllum efnum saman og búið til kransa — annað hvort með því að setja deigið í sprautupoka eða láta það í gegnum hakkavél með kökuskífu á. Bakist við góðan hita, ca. 200°, í ca. 10 mín. Haframakkarónur með hnetum og súkkuiaði 200 gr smjör 200 gr sykur 200 gr hveiti 200 gr hafragjórn 2 egg 1 tsk hjartasalt % tsk möndlu(essens) dropar 50—100 gr saxaðir hnetukjarnar 50—100 gr raspað súkkulaði Hálfbræðið smjörið og hrærið því vel saman við sykurinn, bætið hinu út í og hnoðið deigið og látið litlar kökur á vel smurða plötu og hafið langt á milli. Bakist við jafnan hita, ca. 160—175°, í um það bil 15 mín. Döðlumakkarónur 2 eggjahvítur 125 gr sykur Vá kg steinlausar saxaðar döðlur % kg afhýddar mjög fint saxaðar möndlur Eggjahvíturnar þeytast mjög stífar, sykr- inum er hrært út í og síðan döðlum og möndl- um. Látið á smurða plötu í toppa og bakast við jafnan hita, ca. 175°, í 12—14 mín., þangað til þær eru orðnar ljósbrúnar. Hér eru svo nokkrar tertur, sem geymast vel: Sólskinskaka með karamelluglassúr 120 gr smjörliki 150 gr sykur 2 egg 75 gr hveiti % tsk lyftiduft sultað appelsínuhýði Eggin og sykurinn þeytast saman, út í það er bætt bræddu, en köldu, smjöri. Síðan er hveiti, lyftidufti og appelsínuhýði bætt út í. Hellið deiginu í vel smurt, raspstráð hring- form og bakið við meðalhita, 175°, í 30 mín. Þegar kakan er orðin því sem næst köld, smyrjið þá karamellukremi yfir, og það er búið til úr: 2 dl rjómi 125 gr sykur (flórsykur) 2 msk sýróp 1 msk smjör 1 stór tsk vanillusykur Blandið rjóma, sykri og sýrópi í þykkbotn- aðan pott og sjóðið þessa blöndu þangað til hún er orðin nokkuð þykk, í ca. 15 mín. Látið þá smjör og vanillusykur út í og smyrjið svo kreminu yfir kökuna. Kremið verður alveg stíft þegar það kólnar og heldur kökunni sem nýrri í langan tíma. Heimilisblaðið 227

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.