Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1972, Side 33

Heimilisblaðið - 01.11.1972, Side 33
Kalli og Palli eiga annríkt. Þeir hafa boðið öll- um vinum sínum í hátiðaveizlu. Það á að slá köttinn úr tunnunni og þeir eru að ljúka við að fylla tunnuna með sælgæti. „Þú ert víst góður félagi," segir Palli við apann Cæsar, sem býður hjálp sína við að hengja tunnuna upp. Þá er allt tilbúið og leikurinn getur hafizt. „En hvað í ósköp- unum er orðið af Cæsar? En nú er hann ekki viðstaddur til að slá köttinn úr tunnunni." „Það er leiðinlegt," segir Kalli. Það var Júmbó, sem sló botninn úr tunnunni og Cæsar fylgdi með honum. Hann hafði falið sig í tunnunni og gert sér að góðu sælgætið í henni. „Ég skal segja þér nokkuð," segir Palli við storkapabba, „ég er svo gleyminn að ég verð að binda hnút á vasaklútinn minn til að minna mig á það, sem ég þarf að muna." Storkapabbi segir héranum frá þessu snjallræði og hann flýtir sér til gíraffans og slöngunnar og segir þeim frá þessu. En hvað er það þá sem þau þurfa öll að muna? Jú, það er afmælisdagur Kalla og Palla — og þá á að halda veizlu! Til hamingju!

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.